
Uppskrift:
- 300 g tagliatelle
- 700 g kjúklingalundir, skorinn í bita (ég notaði Rose Poultry)
- 150 g sveppir, sneiddir
- smjör og/eða ólívuolía til steikingar
- 2 msk rautt pestó
- 1 tsk sambal oelek (chilimauk)
- 3 hvítlauksrif, pressuð
- 12-15 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir smátt
- 30 g fersk basilika, söxuð
- 1 msk þurrkað oregano
- salt og pipar
- 4-5 dl matreiðslurjómi
Pastað er soðið eftir leiðbeiningum. Kjúklingurinn er kryddaður vel með salti og pipar og hann síðan steiktur á pönnu ásamt sveppunum. Þá er pestó og chilimauki bætt út á pönnuna. Því næst er hvítlauki, sólþurrkuðum tómötum, ferskri basiliku, oreagano og rjóma bætt út á pönnuna og leyft að malla í nokkrar mínútur. Þegar pastað er tilbúið er því blandað saman við sósuna og borið fram strax með góðu brauði.