Pasta með ricotta- og spínatsósu


Ég er mjög hrifin af ítölskum mat og matarmenningu. Á ferðalögum erlendis heimsækjum við alltaf allavega einn ítalskan veitingastað. Mig dreymir um að fara í menningar-, matar-, og vínferð til Ítalíu en þangað hef ég enn ekki komið. Þar til sá draumur rætist æfi ég mig í eldhúsinu og reyni við ítölsku stemmninguna! 🙂 Hér er einn góður pastaréttur:

Spínat- og ricotta sósa

 • 2 msk smjör
 • ca 300 gr spínat
 • 200 gr ricotta ostur
 • 2 dl rjómi
 • 1 tsk múskat
 • 12 koteiltómatar, skornir í tvennt.
 • 200 gr sveppir, sneiddir
 • salt og pipar

Pasta og með því

 •  pasta, soðið eftir leiðbeiningum (ég notaði ferskt pasta)
 • parmaskinka eða önnur góð skinka
 • ferskur parmesan, rifinn
 • nýmalaður svartur pipar

Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum. Hreinsið spínatið og hristið af vatnið. Steikið sveppi í smjöri, kryddið með salti og pipar, takið sveppina til hliðar. Grófsaxið spínatið og snöggsteikið í djúpri pönnu eða potti . Hrærið saman ricotta og rjóma og blandið út í spínatið. Látið sósuna malla í nokkrar mínútur og bætið við tómötum og sveppunum. Kryddið með múskati, salti og pipar.

Blandið sósunni saman við pastað og berið fram með skinkunni og rifnum parmesan. Bætið við ferskmöluðum pipar eftir smekk. Berið fram með góðu brauði.

2 hugrenningar um “Pasta með ricotta- og spínatsósu

  • Fyrirgefðu hvað ég svara seint. Ricotta ostinn er ekki beint auðvelt að nálgast. Hann er stundum til í Fjarðakaupum. Svo er hann til í ostabúðinni inni í Hagkaup Kringlunni. Hann er líka til í Búrinu, ostabúðinni við hliðina á versluninni Nóatúni í Nóatúni. Þetta eru staðirnir sem ég veit pottþétt af, svo gæti hann verið til annars staðar líka.

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.