Kartöflur á tvo vegu


Núna er gósentíð fyrir kartöfluunnendur þegar nýjar kartöflur eru farnar að streyma á markaðinn. Mér finnst kartöflur hafa fengið á sig óverðskuldað slæmt orðspor í því and-kolvetnisæði sem nú ríkir. En kartöflur eru afar trefjaríkar og stútfullar af mikilvægum vítamínum og steinefnum. Mér finnst kartöflur mjög góðar og það er hægt að elda þær á svo marga mismunandi vegu. Þessar uppskriftir hér að neðan eru skemmtileg tilbreyting frá venjulegum soðnum kartöflum og eru afar bragðgóðar. Báðar uppskriftirnar henta sérstaklega vel með allskonar grillmat, bæði fisk og kjöti.

Krumpaðar Kartöflur:

  • 60 gr. smjör
  • 1 kg kartöflur
  • maldon salt
  • nýmalaður svartur pipar.
Þvoið kartöflurnar vel með hýðinu á. Hitið smjörið í potti. Látið kartöflurnar út í og steikið í nokkrar mínútur, gætið þess að hafa hitann ekki of háan. Kryddið með salti og pipar. Lækkið hitann og látið steikjast áfram í uþb. 40 mín undir loki (fer eftir stærð og fjölda), hristið pottinn öðru hverju. Mjög einföld matreiðsla en kartöflurnar verða afar gómsætar þegar þær eru matreiddar á þennan hátt.
Kartöflur í kryddi
  • 1 kg kartöflur
  • 40 gr furuhnetur
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 búnt basilika
  • 1 búnt steinselja
  • 1 tsk. salt
  • 2 msk ólivuolía
Sjóðið kartöflurnar í saltvatni í 20 mín og sigtið síðan. Setjið hnetur, krydd og olíu í matvinnsluvél og maukið. Blandið svo saman heitar kartöflurnar. Einnig má blanda saman við brytjaðar kartöflur og baka í ofni í 45 mín.
Stundum blanda ég þessum uppskriftum saman. Það er, þegar ,,krumpuðu kartöflurnar“ eru tilbúnar veiði ég þær upp úr smjörinu og blanda við pestókryddið!

Ein hugrenning um “Kartöflur á tvo vegu

  1. Bakvísun: KrumpaA�ar kartA�flur | Hun.is

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.