Mexíkósk tortilluterta


Þessi uppskrift kemur frá sænsku matarbloggi en ég hef aðeins breytt henni. Krakkarnir eru afar hrifnir af þessum rétti og rukka mig reglulega um hann. Vinkona Jóhönnu heyrði að það yrði tortilluterta í matinn hjá okkur og fannst það hljóma voða vel að það yrði terta í kvöldmatinn hjá okkur! 🙂 Ég nota extra stórar tortillukökur en þær fást hjá Tyrkneskum bazar Síðumúla og líka í Kosti. En það er hægt að nota allar stærðir af tortillum í þessa uppskrift, þegar ég er með minnstu gerðina geri ég tvær tertur en ef ég er með millistærð geri ég eina tertu en þá verður hún bara hærri. Ég ber fram með tortillutertunni ferskt salat, en ég er orðin sjálfbær núna í salatinu, allt þetta græna á myndinni kemur úr garðinum! Venjulega hef ég líka með þessu sýrðan rjóma, ferskt guacamole og salsa. En á meðan ég eldaði þessa stóru tertu týndist út úr húsi hver fjölskyldumeðlimurinn á fætur öðrum, alltaf svo magt skemmtilegt að gera hjá öllum í góða veðrinu! Á endanum sat ég því ein eftir þegar tertan var tilbúin og ég lét mér því bara nægja salatið að sinni sem meðlæti.

Uppskrift f. 4:

 • 5-6 st meðalstórar tortillakökur
 • 800 gr. kjúklingabringur
 • 1/2-1 bréf burrito kjúklingakrydd
 • 1 gulur laukur
 • 1 púrrlaukur
 • 250 gr. sveppir
 • 1 rauð paprika
 • smjör til steikingar
 • 1 krukka Thick´n Chunky Salsa
 • 200 rjómaostur
 • svartar ólífur, saxaðar
 • rifinn ostur
 • salt og pipar

Stillið ofninn á 225 gráður. Skerið kjúklingabringurnar í litla teninga, saxið laukinn, skerið púrrlaukinn í strimla, sneiðið sveppina og skerið paprikuna í bita. Steikið kjúklinginn í smjörinu og kryddið með burrito kryddinu, bætið sveppum, papriku, lauk og púrrlauk við og steikið í nokkrar mínútur. Bætið út í salsaósunni og rjómaosti og látið malla þar til að rjómaosturinn hefur bráðnað. Smakkið til með salti og pipar.

Setjið smjörpappír á ofnplötu og eina tortillaköku á plötuna. Breiðið kjúklingasósu yfir kökuna, þá rifnum osti, leggið yfir aðra tortilluköku yfir og þannig koll af kolli. Endið á kjúklingasósu, stráið ólífum yfir og að lokum rifnum osti.  Hitið í ofninum í ca. 15 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og gullinbrúnn.

Berið fram með salati, sýrðum rjóma, fersku guacamole og salsasósu.

25 hugrenningar um “Mexíkósk tortilluterta

 1. Hljómar vel, verð að prófa þessa, geri stundum eina sem kallast tortillapizza og er úr stórum kökum, mjög vinsælt í unglina afmælum 🙂

 2. Bakvísun: Guacamole | Eldhússögur

 3. jummí þessi er girnileg og gæti örugglega rípleisað föstudagspizzuna svona endrum og eins.

 4. :Takk fyrir ! Þessi sló gjörsamlega í gegn ég notaði að vísu nautahakk og taco krydd var svo bráðlát átti það til heima en hún var æði. En ætla að prófa með kjúkling 🙂 Tilvalin í saumaklúbbinn.

 5. Góðan daginn og takk fyrir mig
  Eldaði þessa „tertu“ í gær og hún sló þvílíkt í gegn 🙂 Afgangurinn fór í nestisboxið í morgun.
  Takk fyrír frábærara uppskriftir og snilldar leiðbeiningar með þeim öllum 😉

 6. Góðann daginn var með þessa í saumaklúbbnum í gær var ÆÐISLEG verður gerð aftur á þessu heimili eins ætla hinar að gera hana nammi nammi 🙂 Hlakka til að bjóða fleirum að smakka hana takk takk fyrir mig Jenny

 7. Var að spá í hvort það væri ekki alveg hægt að nota í þessa kjúklingarétti heilan kjúkling (elda hann semsagt fyrst heilan og rífa síðan niður (það er nefninlega talsvert ódýrara að kaupa heilan kjúkling en t.d. bringur eða læri)

 8. Þessi lítur rosalega vel út og tilvalin fyrir svona vandræðapésa eins og mig sem ekki má borða neitt ger 🙂 Prufa þessa pottþétt fljótlega 🙂

 9. Omg hef ekki fengið jafn mikið vatn i munninn og slef niður skeggið i langan tima

 10. Þessi tortilluterta sló heldur betur í gegn hjá fjölskyldunni í gær, skemmtilegt að bjóða tortillu svona 🙂 , keypti einmitt stórar kökur í Kosti.
  Höfðum með þessu sýrðan rjóma, salsa og uppskriftina þina af guacamole uuuummm þetta er svo gott ( gerðum líka þetta með hamborgurunu á föstud , alveg guðdómlegt ) erum orðin alveg húkt.

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.