Focaccia brauð


Focaccia brauð er mjög vinsælt á Ítalíu. Ofan á það er sett ólífuolía, kryddjurtir og salt en jafnvel líka ostur, kjöt eða laukur. Algengasta útgáfan er þó með ólífum, rósmarín og kryddjurtum. Ef þið eigið góða hvítlauksolíu eða aðra kryddolíu heima er gott að nota slíkar olíur á brauðið í stað venjulegrar ólífuolíu. Þetta brauð er afar gott með ýmiskonar salötum.

Focaccia-brauð

  •  250 g vatn
  • 500 g hveiti
  • 50 g ólífuolía
  • 1 tsk salt
  • 15 g pressuger
  • ferskt rósmarín og ólífur, líka gott að nota kokteiltómata
  • maldon salt
  • ólífuolía til að pensla á brauðið

Hnoðið deigið saman eins og venjulegt brauðdeig, leyfið að standa í skál 30 mínútur, hnoðið upp aftur og látið standa í 15 mínútur til viðbótar. Þrýstið deiginu út á ofnplötu og myndið ca 2 cm þykkan ferkantaðan brauðhleif, látið hefast. Stingið fingri í deigið og myndið holur hér og þar, penslið brauðið með ólífuolíu, sparið ekki olíuna, sumar holurnar mega vera vel fylltar af olíu. Stingið svo ólífum og rósmarín í holurnar, maldon salti stráð yfir. Bakið brauðið við 230°C í 10-15 mínútur eða þar til brauðið er orðið fallega brúnt.

 

Ein hugrenning um “Focaccia brauð

  1. Bakvísun: Laxasúpa | Eldhússögur

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.