Laxasúpa


Þessi súpa komst inn í gegnum súpuhliðið hjá mér! Þetta er sem sagt súpa sem mér finnst afar góð þó ég sé kresin á súpur. Laxinn í súpunni kemur rosalega vel út en mikilvægt er að ofelda hann ekki. Eftir að laxinn er kominn ofan í súpuna tekur bara nokkrar mínútur fyrir hann að verða tilbúinn. Fenniku fékk ég í Nettó í Mjóddinni. Ég mæli með því (fyrir þá sem búa réttu meginn í borginni! 🙂 ) að kaupa laxinn í Fiskbúð Hólmgeirs í Mjóddinni og skottast svo yfir í Nettó sem er við hliðina á og kaupa grænmetið og restina af hráefninu þar. Það er yfirleitt mjög gott úrval af grænmeti og ávöxum í þeirri verslun. Þetta er fremur mild súpa, ekkert af hráefninu er sérstaklega bragðsterkt. Ég vil hafa súpur frekar bragðmiklar og notaði því vel af cayanna piparnum en það er smekksatriði, súpuna þarf að smakka til og krydda eins og hentar hverjum og einum.

 • 800 gr laxaflök, roðflett og skorin i teninga
 • 200 gr rækjur (má sleppa)
 • 1-2 stönglar af sellerí, skorið í strimla
 • 2 gulrætur, skornar í strimla
 • 1 fennika, skorin í strimla
 • 1 púrrlaukur, skorinn í sneiðar
 • smjör til steikingar
 • 1 dós hakkaðir tómatar
 • 8 dl fiskisoð
 • smá hvítvín (má sleppa)
 • 5 dl matargerðarrjómi
 • Cajanna pipar
 • maizena mjöl og vatn
 • salt 

Skerið allt hráefnið eins og sagt er til um hér að ofan. Reynið að hafa grænmetisstrimlana svipað stóra. Steikið sellerí og gulrætur í smjöri í nokkrar mínútur, bætið svo við fenniku og púrrlauk og steikið í smástund í viðbót. Bætis svo við tómötum, fiskisoðinu, rjómanum og hvítvíni (ef það er notað). Látið súpuna malla þar til að grænmetið er tilbúið. Hristið saman dálítið maizenamjöl og vatn og bætið út í súpuna, látið suðuna koma upp. Því næst er súpan söltuð og pipruð með cayanna pipar og smökkuð til. Laxinum er bætt út í í örfáar mínútur (hann er mjög fljótt tilbúinn), hrærið ekki í súpunni. Bætið svo rækjum út í þegar súpan er borin fram. Súpuna er hægt að skreyta með fersku dilli og gott er að bera hana fram með góðu brauði, til dæmis focaccia brauði eða þessu fljótlega fimmkornabrauði.

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.