Ofnbakaður hafragrautur með rabbabara


Ég verð að viðurkenna að ég er ekki mikið fyrir hafragraut, eiginlega borða ég hann ekki en öfunda alla þá sem borða hafragraut því hann er svo hollur og staðgóður! Flestum í fjölskyldunni finnst hann góður, þær systur fá sér oft hafragraut á morgnana. En svo sá ég á netinu hugmynd af ofnbökuðum hafragraut sem kveikti áhuga minn á að gera einhverjar skemmtilegar útfærslur af grautnum. Það lítur kannski út fyrir að vera tímafrekt að útbúa grautinn í ofni en svo er alls ekki, ég tók tímann! Ég var 2 mínútur að útbúa grautinn (með forskornum rabbabara úr frysti, aðeins lengur ef epli eru skorin niður), svo er honum bara hent inn í ofn og á meðan er hægt að vekja börnin og hafa alla til á meðan grauturinn bakast í ofninum í ca. 15 -20 mínútur. Það er líka hægt að búa hann til kvöldinu áður og geyma í ísskáp yfir nóttu, setja bara álpappír eða plastfilmu yfir hann. Krökkunum fannst ofnbakaði hafragrauturinn algjört sælgæti! Ósk sagði að grauturinn bragðaðist ekki eins og hafragrautur, meira eins og nammi! Meira að segja Vilhjálmi, sem hefur hingað til ekki verið mjög hrifinn af hafragraut, fannst hann æðislegur. Ég prófaði nokkrar útfærslur af grautnum. Í eitt skiptið notaði ég frosin bláber í botninn, en betra fannst okkur að nota rabbabara eða epli. Við eigum líka eftir að prófa t.d. frosin hindber, það er örugglega ljúffengt! Það er hægt að leika sér enn meira með þennan graut, td. bæta út í hann smá kókosmjöli, döðlum, hnetum eða hunangi. Eins er hægt að bera hann fram og borða með kotasælu, jógúrt eða AB-mjólk. Ef það er afgangur af grautnum þá er hægt að geyma hann í ísskáp og borða seinna um daginn, kaldan eða upphitaðan. Uppskriftin hér að neðan passar fyrir eina svanga sál!

Uppskrift:

  • 1 dl haframjöl
  • 3/4 dl mjólk
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 1 egg
  • 1/2 tsk kanill
  • 1/2 banani
  • rabbabari eða epli eða hindber eða bláber eða ……

Ofninn er hitaður í 220 gráður. Í botninn á litlu eldföstu móti eða skál er lagður smátt skorinn rabbabari (nú eða smátt skorin epli, líka hægt að skera þau í skífur). Haframjöli, mjólk, eggi, lyftidufti, kanil og banana blandað saman í skál með gaffli (banani stappaður í leiðinni) og helt yfir rabbabarann. Bakað í ofni við 220 gráður í 15-20 mínútur (fer dálítið eftir hvernig formið er og þá hversu þykkt lag af graut er ofan á ávöxtunum, fer líka eftir hversu stökkt yfirborð maður vill)

3 hugrenningar um “Ofnbakaður hafragrautur með rabbabara

  1. mmm.. girnilegur þessi, ætli maður geti ekki verið búin að gera hann tilbúinn kvöldið áður til að spara tíma…. eða kannski verður bananinn orðinn brúnn og ljótur..

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.