Chilikjúklingur með chorizo pylsu, kirsuberjatómötum og rótargrænmeti


Um síðustu helgi buðum við foreldrum mínum í mat og ég ákvað að prófa kjúklingarétt sem ég hef haft augastað á. Í honum er chorizo pylsa en ég hef lítið sem ekkert notað slíkar pylsur. Til dæmis hef ég ekki enn fundið hjá mér hvöt til að fara í verslunina Pylsumeistarann á Hrísateigi þó svo að ég hafi heyrt að það eigi að vera ægilega mikið gourmet og hámóðins hjá öllum matgæðingum! Ég hefði auðvitað átt að fara þangað til að tryggja að ég notaði hágæða pylsu í réttinn en ég lét mér duga að kaupa chorizo pylsu frá Ali í Þinni Verslun. Og þessi pylsa kom reglulega á óvart, passaði vel við réttinn og meira að segja krakkarnir voru sólgnir í hana. Rétturinn sjálfur er afar einfaldur að útbúa og reglulega góður, jafnvel krakkarnir hámuðu hann í sig af bestu lyst. Þó svo að í réttinum væri chilimauk fannst engum rétturinn vera of bragðsterkur, hvorki foreldrum mínum né börnunum. Ég skellti í eitt svona brauð til að bera fram með réttinum, en splæsti í sunnudagsútgáfuna, notaði bara hveiti og sesamfræ! Að auki bar ég fram með réttinum ferskt salat.

Uppskrift f. 3-4:

 • 4-6 stórar kartöflur, skornar í báta
 • 2 stórar gulrætur, skornar í þykkar skífur
 • 1 sæt kartafla, skorin í fremur stóra teninga
 • 8 skarlottulaukar, skornir í tvennt
 • 2-3 hvítlauksrif, söxuð smátt
 • ólífuolía og smjör til steikingar
 • 4 kjúklingabringur, skornar í 3-4 bita hver
 • 1 dl hvítvín (eða kjúklingasoð)
 • 1 dós niðursoðnir kirsuberjatómatar (fást í Krónunni)
 • 1-2 tsk sambal oelek (má nota aðra tegund af chilimauki)
 • 100-150 gr chorizo pylsa, skorin í bita
 • maldonsalt og pipar
 • ferskt timjan (ég fékk það ekki og notaði þurrkað)

Stillið ofn á 225 gráður. Skrælið kartöflur, sæta kartöflu og gulrætur og skerið eins og uppskriftin segir til um. Dreifið grænmetinu í eldfast mót ásamt skarlottulauknum og hvítlauknum. Hellið yfir dálítið af ólífuolíu og kryddið með maldonsalti og pipar. Hitið í ofni við 225 gráður í 20-30 mínútur eða þar til að grænmetið er næstum því tilbúið.

Á meðan grænmetið er í ofninum er kjúklingur kryddaður með maldonsalti og pipar. Kjúklingurinn er brúnaður í smjör og ólífuolíu þar til að hann hefur fengið lit. Því næst er kjúklingurinn lagður ofan á grænmetið ásamt chorizo pylsubitunum, kokteiltómötunum (vökvinn líka notaður) og grófsöxuðu timjan.

Að lokum er hvítvíni/kjúklingasoði blandað saman við chilimaukið og því hellt yfir réttinn. Rétturinn er aftur settur inn í ofn í um það bil 15-20 mínútur eða þar til bæði kjúklingur og grænmeti er tilbúið. Borið fram með brauði og góðu salati. Ekki skemmdi rauðvínsglasið fyrir!

14 hugrenningar um “Chilikjúklingur með chorizo pylsu, kirsuberjatómötum og rótargrænmeti

 1. Hæ, er búin að labba Bónus fram og tilbaka til að finna sambal oelek eð aannað Chilimauk en ég finn bara ekki út úr þessu. Í hvaða gangi/eða nálægt hvaða vörum er þetta geymt?

 2. Eldaði þennan rétt áðan í sunnudagsmatinn og ég mæli með honum, mjög góður, við vorum 5 sem borðuðum og eigum afgang, sem verður etinn á morgun,sem er allt ekki verra, Okkur fannst sérstaklega rótargræmetið gott og það fyllti næstum því stóra eldfasta mótið, annars takk fyrir mig og mína (-:

 3. Eldaði þennan rétt áðan, notaði nú bara pepperoni í stað pylsunnar og maukaða tómata í dós þar sem það var til heima. Mæli með þessum rétti virkilega góður og léttur notaði aðeins meira af chilli maukinu finnst gott að hafa sterkt. En ég þurfti að hafa þetta lengur í ofninum mæli með ca 40 mín fyrir grænmetið + 20-25 mín. Takk fyrir þennan góða sunnudagsrétt

 4. Hæ Dröfn. Ég rakst á síðuna thína í fyrsta skipti í nóvember í fyrra og ég má til með að hrósa thér. Ég er búin að prófa súkkulaðiskúffukökuna thína og nokkra kjúllarétti og allt heppnaðist voða vel. Danirnir (ég bý í Danmörku) voru vitlausir í kökuna! Thetta er frábær og lystauandi síða. Hlakka til að spreyta mig á fleiri réttum :).
  kv. Steingerður

  • Mikið var gaman að fá þessa kveðju Steingerður! 🙂 Takk fyrir hrósið! Ég vona að þú haldir áfram að fylgjast með of finna góða rétti hér. 🙂

   • Ég fór að leita að súkkulaðiskúffukökunni en sé ekki hvaða uppskrift það er.
    Ætla að skella í þennan kjúklingarétt og skúffuköku í kvöld
    🙂

 5. Hæhæ

  er að fá 5 manns í mat er þessi uppskrift nægjnlega stór fyrir svo marga eða myndiru mæla með því að hún yrði tvöfölduð ?

  • Ég reikna alltaf mjög ríflega á mann þannig að í raun ætti þetta alveg að duga. Ég myndi bæta einni kjúklingabringu við og hafa aðeins meira af kartöflum, það ætti að duga vel! 🙂

 6. Bakvísun: ChilikjA?klingur meA� kirsuberjatA?mA�tum og rA?targrA�nmeti | Hun.is

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.