Pepperóni pasta


Ein af ástæðunum fyrir því að ég opnaði þetta matarblogg var sú að ég vildi safna uppskriftunum mínum á einn aðgengilegan stað. Alexander ætlar að flytja að heiman á næsta ári og hann hefur oft talað um að þá þurfi hann að fá uppskriftir af hinum og þessum réttum sem ég geri. Núna þarf hann ekkert nema nettengingu til þess að ná í þessar uppskriftir! 🙂 Þessi uppskrift er sérstaklega sett inn fyrir hann en þessi réttur hefur verið hans uppáhalds síðan hann var lítill. Öllum hinum í fjölskyldunni finnst þessi pastaréttur afar góður líka og yngri börnin borða alltaf vel af þessum rétti.

Uppskrift f. 4-5

  • 500 gr pasta, soðið eftir leiðbeiningum
  • 1 ½ áleggsbréf af pepperóní
  • 250 gr sveppir
  • 2 dósir niðursoðnir hakkaðir tómatar, gott að nota þessa bragðbættu, t.d. með basiliku.
  • 2 msk tómatpúrra
  • 2 msk tómatsósa
  • 1 peli rjómi
  • 2 dl mjólk
  • 2 tsk basilika
  • 1 tsk kjötkraftur
  • salt og pipar
  • ólifuolía til steikingar

Aðferð:

Sveppir sneiddir frekar gróft og steiktir á pönnu ásamt kjötkrafti. Pepperóni skorið í bita og bætt út í. Niðursoðnum tómötum ásamt tómatpúrru og tómatsósu bætt við og kryddað með oregano, basiliku, salti og pipar. Að lokum er rjóma og mjólk bætt við. Sósunni leyft að malla í dálitla stund, því lengur sem hún fær að malla því betri verður hún en fyrir þá sem eru í tímaþröng þá duga 10 mínútur, á meðan er pasta soðið. Ef sósan verður of þykk þá er hægt að þynna hana með meiri mjólk. Sósan er svo smökkuð til og krydduð meira við þörfum, því næst blandað saman við pastað. Borið fram með salati og góðu brauði.

6 hugrenningar um “Pepperóni pasta

  1. Gerði þessa í gærkvöldi, gerði sama magn og þú og afgangurinn dugði fyrir okkur Einar í hádegismat í dag, mjög gott 🙂

  2. vorum að enda við að borða þennan og mikið rosalega var hann góður, krakkarnir sleiktu diskana og það er sko nóg afgangur 🙂

  3. Bakvísun: LjA?ffengt pepperonipasta | Hun.is

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.