Glútenlausar vöfflur á vöffludegi


Glútenlausar vöfflur„Þegar ég bjó í Svíþjóð …“ er setning sem ég var staðráðin í að láta ekki hljóma vandræðalega oft eftir að ég flutti heim til íslands eftir 15 ára dvöl þar í landi. Ég veit ekki alveg hvort ég hef staðið við það, ég hef allavega margoft rætt um Svíþjóð og sænskar hefðir hér á blogginu. En það er jú líka ansi margt sem við getum sótt til þessarar frændþjóðar okkar þegar kemur að matargerð. Til dæmis eru Svíar snillingar í að búa sér til hátíðisdaga helgaða matréttum – nokkuð sem við Íslendingar mættum gjarnan taka upp finnst mér.

Svíar halda upp á dag kanelsnúðsins (4. október), dag frönsku súkkulaðikökunnar (7. nóvember) og dag ostakökunnar (14. nóvember). Til að fagna sænsku prinsessutertunni, dugir ekkert minna en heil vika sem er sú síðasta í september. Að auki eru borðaðar saffransbollur (Lussekatter) í kringum Lúsíuhátíðina á aðventunni og svo auðvitað bolludagur (sænskar semlor) sem nær eiginlega yfir mánaðartímabil. Í dag er svo vöffludagurinn – þið verðið að viðurkenna að þetta er dálítil snilld hjá Svíunum!

Það er sniðugt hvernig vöffludagurinn kom til því upphaflega er þetta kristinn dagur, dagur jómfrúarinnar (Vårfrudagen) en þá er þess minnst þegar Gabríel erkiengill boðaði Maríu Mey að hún myndi fæða frelsarann, ég geri ekki ráð fyrir að hún hafi boðið honum upp á vöfflur í tilefni dagsins. Í tímans rás þá breyttist á óútskýranlegan hátt, vegna misheyrnar, misskilnings eða jafnvel bara gríns, nafnið „Vårfrudagen“ í „Våffeldagen“.

IMG_4511

25. mars er því helgaður vöfflum í Svíþjóð og mér sýnist hjá vinum mínum á Instagramminu að svo sé líka í Noregi. Óteljandi girnilegar vöfflumyndir hafa streymt í gegnum símann minn í dag með Instagram og það kom því ekkert annað til greina en að baka vöfflur þegar ég kom heim úr vinnunni.

Ég hef aðeins verið að prófa mig áfram með glútenfrítt brauð og bakkelsi og var því mjög glöð þegar ég sá sænskar Finax vörur, sem ég notaði mikið í Svíþjóð, voru komnar í Hagkaup. Þetta er glútenlaus mjölblanda og gróf mjölblanda. Þessar blöndur er hægt að nota í stað hveitis í flestum uppskriftum. Til dæmis bjó ég til gómsætt glútenlaust brauð um daginn sem var líka gerlaust þar sem ég blandaði saman grófa og fína mjölinu.

IMG_4476 Ég var ekkert smá ánægð með útkomuna á vöfflunum. Hér heima voru nokkur börn sem gæddu sér á vöfflunum og þeim fannst þær meira að segja betri en þessar hefðbundu sem ég hef gert. Vöfflurnar voru afar fljótar að bakast, og urðu stökkar og gómsætar!

IMG_4505

Uppskrift:

  • 4 egg Finax
  • ca. 5 dl mjólk
  • 100 g smjör, brætt
  • 5 dl glutenfri mix frá Finax
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 tsk salt
  • 2 tsk vanillusykur (eða 1 tsk vanilludropar)

Mjölinu er blandað við lyftiduftið, vanillusykurinn og saltið. Eggin eru aðskilin og eggjarauðunum er hrært út í þurrefnin ásamt helmingnum af mjólkinni. Þá er restinni af mjólkinni bætt út í smátt og smátt. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og því næst blandað varlega út í degið.

IMG_4499 IMG_4505

 

Glútenlausar vöfflur á vöffludegi


Glútenlausar vöfflur„Þegar ég bjó í Svíþjóð …“ er setning sem ég var staðráðin í að láta ekki hljóma vandræðalega oft eftir að ég flutti heim til íslands eftir 15 ára dvöl þar í landi. Ég veit ekki alveg hvort ég hef staðið við það, ég hef allavega margoft rætt um Svíþjóð og sænskar hefðir hér á blogginu. En það er jú líka ansi margt sem við getum sótt til þessarar frændþjóðar okkar þegar kemur að matargerð. Til dæmis eru Svíar snillingar í að búa sér til hátíðisdaga helgaða matréttum – nokkuð sem við Íslendingar mættum gjarnan taka upp finnst mér.

Svíar halda upp á dag kanelsnúðsins (4. október), dag frönsku súkkulaðikökunnar (7. nóvember) og dag ostakökunnar (14. nóvember). Til að fagna sænsku prinsessutertunni, dugir ekkert minna en heil vika sem er sú síðasta í september. Að auki eru borðaðar saffransbollur (Lussekatter) í kringum Lúsíuhátíðina á aðventunni og svo auðvitað bolludagur (sænskar semlor) sem nær eiginlega yfir mánaðartímabil. Í dag er svo vöffludagurinn – þið verðið að viðurkenna að þetta er dálítil snilld hjá Svíunum!

Það er sniðugt hvernig vöffludagurinn kom til því upphaflega er þetta kristinn dagur, dagur jómfrúarinnar (Vårfrudagen) en þá er þess minnst þegar Gabríel erkiengill boðaði Maríu Mey að hún myndi fæða frelsarann, ég geri ekki ráð fyrir að hún hafi boðið honum upp á vöfflur í tilefni dagsins. Í tímans rás þá breyttist á óútskýranlegan hátt, vegna misheyrnar, misskilnings eða jafnvel bara gríns, nafnið „Vårfrudagen“ í „Våffeldagen“.

IMG_4511

25. mars er því helgaður vöfflum í Svíþjóð og mér sýnist hjá vinum mínum á Instagramminu að svo sé líka í Noregi. Óteljandi girnilegar vöfflumyndir hafa streymt í gegnum símann minn í dag með Instagram og það kom því ekkert annað til greina en að baka vöfflur þegar ég kom heim úr vinnunni.

Ég hef aðeins verið að prófa mig áfram með glútenfrítt brauð og bakkelsi og var því mjög glöð þegar ég sá sænskar Finax vörur, sem ég notaði mikið í Svíþjóð, voru komnar í Hagkaup. Þetta er glútenlaus mjölblanda og gróf mjölblanda. Þessar blöndur er hægt að nota í stað hveitis í flestum uppskriftum. Til dæmis bjó ég til gómsætt glútenlaust brauð um daginn sem var líka gerlaust þar sem ég blandaði saman grófa og fína mjölinu.

IMG_4476 Ég var ekkert smá ánægð með útkomuna á vöfflunum. Hér heima voru nokkur börn sem gæddu sér á vöfflunum og þeim fannst þær meira að segja betri en þessar hefðbundu sem ég hef gert. Vöfflurnar voru afar fljótar að bakast, og urðu stökkar og gómsætar!

IMG_4505

Uppskrift:

  • 4 egg Finax
  • ca. 5 dl mjólk
  • 100 g smjör, brætt
  • 5 dl glutenfri mix frá Finax
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 tsk salt
  • 2 tsk vanillusykur (eða 1 tsk vanilludropar)

Mjölinu er blandað við lyftiduftið, vanillusykurinn og saltið. Eggin eru aðskilin og eggjarauðunum er hrært út í þurrefnin ásamt helmingnum af mjólkinni. Þá er restinni af mjólkinni bætt út í smátt og smátt. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og því næst blandað varlega út í degið.

IMG_4499 IMG_4505

 

Kotasæluklattar


Í dag er fyrsti skóladagurinn hjá yngstu börnunum. Ég er eiginlega ekki tilbúin, mér finnst sumrinu vera lokið þegar skólarnir byrja og ég er enn að sætta mig við hvað sumrin hér á Íslandi eru stutt! Þegar við bjuggum í  Svíþjóð fannst mér vera þar sumar frá apríl og alveg fram í lok september. En það er nú reyndar ekki hægt að kvarta yfir þessu dásamlega sumri sem við fengum á Íslandi í ár, það mætti bara vera lengra! 🙂

En eftir allar matarveislur sumarsins er kannski tími til komin að huga að hollustu! Mér finnst reyndar voðalega leiðinlegt að pæla allt of mikið í svoleiðis hlutum og reyni að forðast öfga í mataræðinu. Ég elda mat úr ferskum og fjölbreyttum hráefnum, nota mikið grænmeti, forðast unna matvöru og finnst það vera heilbrigð hollusta. Ég er ekki hlynnt algjörlega kolvetnislausu fæði en ég finn samt að það gerir mér gott að sneiða hjá miklum kolvetnum. Ég byrjaði því núna síðsumars að minnka brauðát. Það getur verið snúið að finna eitthvað í stað brauðsins. Ég fæ mér oft eggjaköku í hádeginu og borða með henni ávexti og grænmeti, finnst það  afskaplega gott. En fyrir nokkru síðan sá ég uppskrift af kotasæluklöttum sem eru meira og minna kolvetnislausir. Það sem stoppaði mig í að prófa uppskriftina var að í henni er ,,fiberhusk“. Ég vissi að þetta var einhverskonar trefjaviðbætir til að halda saman deiginu, sem er án hveitis, en fann það ekki í hefðbundnum búðum. Ég komst svo að því að þetta trefja husk fæst til dæmis í Heilsuhúsinu, í apótekum og í mörgum heilsuhornum frá Now meðal annars. Þá var ekkert því til fyrirstöðu að prófa klattana. Mér fannst dálítið erfitt að steikja klattana fyrst um sinn, deigið virtist afar linnt og það var eins og klattarnir næðu ekki að steikjast almennilega. Ég þurfti að ,,sópa“ þeim svolítið saman með steikarspaðanum til að þeir héldu forminu. En eftir smátíma og eftir að ég hækkaði aðeins hitann á pönnunni gekk þetta betur og ég fékk þessa fínu kotasæluklatta.

Uppskrift (2 klattar):

  • 125 gr. kotasæla
  • 3/4 msk trefjahusk  (mér skilst að hægt sé að nota 1.5 msk af muldu haframjöli í staðinn – hef ekki prófað það sjálf).
  • 1 egg
  • örlítið salt
  • 1 msk olía til steikingar, gott að nota kókosolíu

Maukið allt hráefnið saman með töfrasprota og látið standa í mínútu eða tvær. Setjið feiti á pönnuna, best er að nota teflonpönnu. Hitið olíuna á fremur háum hita á pönnunni, ausið svo deiginu á pönnuna í tvær ,,hrúgur“. Lækkið hitann niður í meðalhita (ég steikti á 5 af 9). Steikið í nokkrar mínútur og ýtið klöttunum saman með steikarspaðanum öðru hvoru ef þeir renna mikið til. Steikið þar til klattarnir eru orðnir nægilega stökkir þannig að hægt sé að snúa þeim við. Ég snéri þeim síðan við nokkrum sinnum, setti svo á milli þeirra mozzarella og skinku og leyfi því aðeins að bráðna saman við klattana á pönnunni. Ekki er verra að bæta líka við ferskri basiliku og tómötum og grilla svo klattasamlokuna í samlokugrilli!