Marengsterta með Freyju karamellurjóma og Hrískúlum


 

img_4119img_4113

Ég hef talað um það áður hér á blogginu, að þegar ég sé nýtt sælgæti á markaðnum, þá er ég alltaf spenntust fyrir því að finna því einhvern skemmtilegan farveg í uppskriftum. Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá nýja Hrísið með Freyjukaramellubragði var að þessar súkkulaðikúlur myndu passa eins og hönd í hanska við gómsæta marengstertu. Mér datt síðan í hug að búa til karamellurjóma úr Freyju karamellum. … og herregud hvað þetta varð geggjaður rjómi!

Það munaði litlu að hann kæmist ekki á milli botnanna því ég þurfti ”aðeins” að smakka hann til dálítið of oft! 😉 Það væri örugglega geggjað að útbúa svona karamellurjóma og bera fram með berjum og ávöxtum eða með góðri súkkulaðiköku. Það er allavega næst á dagskrá hjá mér. Það er ekkert flókið að búa hann til, bara tvennt sem þarf að passa. Annars vegar að láta ekki rjómann sjóða og hins vegar að gefa honum góðan tíma til að kólna alveg. Það er því mjög hentugt að nota hann á marengstertu því það er einmitt terta sem maður bakar oftast daginn áður. Ég bakaði marengsbotnanna að kvöldi ásamt því að útbúa rjómann. Daginn eftir þeytti ég rjómann og setti saman tertuna, einfalt og fljótlegt. Ég tók hana með með í vikulega sunnudagskaffið hjá okkur fjölskyldunni og sló tertan í gegn. Þetta er terta sem verður sannarlega bökuð aftur og aftur!

img_4114

Uppskrift:

Marengs:
  • 300 g sykur
  • 6 eggjahvítur
  • 3 bollar Kornflex eða Rice krispies
  • 1 tsk lyftiduft

Rjómafylling:    hris

  • 5 dl rjómi
  • 150 g Freyju karamellur, klipptar í litla bita
  • 200 g Hrís með Freyjukaramellum
  • 250 g fersk jarðarber, skorin í bita

Súkkulaðikrem:

  • 6 eggjarauður
  • 6 msk flórsykur
  • 200 g suðusúkkulaði
  • 50 g Freyjukaramellur, klipptar í litla bita
  • 1-2 msk rjómi eða mjólk
Marengs: Ofn hitaður í 140 gráður við blástur. Eggjahvítur eru þeyttar ásamt lyftidufti og sykri smá saman bætt út í þar til marengsinn er orðinn stífur. Þá er Kornflexi eða Rice krispies bætt varlega út í marengsinn með sleikju. Diskur eða kökuform sem er ca. 23 cm í þvermál er lagt á bökunarpappír og strikaður hringur eftir disknum. Þetta er gert tvisvar. Marengsinum er skipt í tvennt og hann settur á sitt hvorn hringinn. Því næst er slétt jafnt úr marengsinum innan hringsins með sleikju eða spaða. Þá er marengsinn bakaður í 120°C (blástur) í heitum ofni í ca. 60 mínútur. Best er að láta marengsinn kólna í ofninum.

Karamellurjómi: Rjómi hitaður í potti og þegar hann er kominn nálægt suðu lækkað í meðalhita og karamellunum, sem búið er að klippa í minni bita, er bætt út rjómann. Þá er hrært þar til karamellurnar hafa bráðnað. Athugið að rjóminni má alls ekki sjóða! Rjómablöndunni er því næst hellt í skál og sett í kæli, í minnst 4 tíma, eða þar til blandan er orðin alveg köld. Best er að geyma hana í kælinum yfir nóttu. Þegar rjómablandan er orðin alveg köld er hún stífþeytt og loks er jarðaberjunum og hrískúlunum blandað varlega saman við með sleikju.img_4110

Súkkulaðikrem: Eggjarauður og flórsykur þeytt vel saman. Suðusúkkulaði og karamellur er sett í pott ásamt 1-2 msk af rjóma eða mjólk (eftir þörfum) og brætt við meðalhita. Þegar súkkulaðiblandan er bráðnuð er hún látin kólna dálítið og því næst bætt út í eggjarauðu- og flórsykurblönduna. Kreminu er því næst dreift yfir marengstertuna. Ef súkkulaðiblandan er mjög þunn er hægt að setja hana í ísskáp í dálítla stund til þess að hún þykkni áður en henni er dreift yfir tertuna. Skreytt með berjum, t.d. jarðarberjum, hindberjum og blæjuberjum. img_4112img_4115

Fazermint marengsterta


IMG_4594

 

IMG_4600Í gær var ég svolítið eins og sprungin blaðra, ánægð blaðra – en sprungin! 🙂 Fermingin hans Vilhjálms var í fyrradag og heppnaðist ákaflega vel. Ég er orðin hressari núna og nýt þess að vera loksins í fríi. Ég á eftir að blogga meira um þennan dásamlega fermingardag, matinn, uppskriftir og skreytingar en ég þarf að vinna úr myndunum betur áður.

Á meðan ætla ég hins vegar að setja hér inn í dag uppskrift að frábærri marengstertu með myntusúkkulaði. Það er fátt sem slær út gómsætum marengstertum og ég mæli með að þið skellið þessa og bjóðið sem eftirrétt eftir góða páskamáltíð!

IMG_4611

Marengs:

▪   2 dl sykur
▪   1 dl púðursykur
▪   4 eggjahvítur
▪   3 bollar Rice Krispies

Ofn hitaður í 120 gráður við blástur (ef baka á báða botnana samtímis) eða 130 gráður við undir- og yfirhita. Eggjahvítur, púðursykur og sykur er þeytt þar til marengsinn er orðinn stífur. Þá er Rice Krispies bætt varlega út í marengsinn með sleikju. Diskur eða kökuform sem er um það bil 23 cm. í þvermál er lagt á bökunarpappír og strikaður hringur eftir disknum. Þetta er gert tvisvar. Marengsinum er skipt í tvennt og hann
settur á sitt hvorn hringinn. Því næst er slétt jafnt úr marengsinum innan hringsins með sleikju eða spaða. Þá er marengsinn bakaður í 120°C (blástur) í heitum ofni í um það bil 60 mínútur. Best er að láta marengsinn kólna í ofninum.

Fazermint marengsterta

Rjómafylling:

▪   5 dl rjómi
▪   250 g fersk jarðarber, skorin í bita
▪   ca. 200 g fersk bláber
▪   8 molar Fazermint (ca. 60 g), saxaðir smátt

Rjóminn er þeyttur og berjunum ásamt Fazermint molunum er blandað út í rjómann. Rjómablandan er svo sett á milli marengsbotnanna þegar þeir eru orðnir kaldir.

Fazermint krem: 

  • 4 eggjarauður
  • 4 msk flórsykur
  • 12 molar Fazermint (ca. 90 g)
  • 100 g Toms extra súkkulaði 70%

IMG_4925

Eggjarauður og flórsykur þeytt vel saman. Toms extra súkkulaðið er brotið niður í skál ásamt Fazermint molunum og brætt yfir vatnsbaði. Ef súkkulaðiblandan er of þykk er hægt að bæta örlítilli mjólk eða rjóma út í. Eggjarauðu- og flórsykurblöndunni er svo blandað út í súkkulaðið. Kreminu er því næst dreift yfir marengstertuna. Skreytt með berjum, t.d. jarðarberjum, bláberjum, hindberjum, rifsberjum og blæjuberjum. Tertan er geymd í ísskáp og er góð, ef ekki betri, daginn eftir.

IMG_4585

Karamellu marengsterta


Karamellu marengsterta

Í afmælisveislu pabba um daginn var mamma með svo góða marengstertu. Þegar ég fór að spyrjast fyrir um uppskriftina þá kom í ljós að þetta var uppskrift sem hún hafði fengið frá mér! Ég mundi þá allt í einu að þetta var terta sem ég gerði reglulega hér áður fyrr en hafði svo bara gleymt. Það vill nefnilega oft verða þannig með uppskriftir. Þar kemur þetta matarblogg sterkt inn! Hér set ég inn allar góðar uppskriftir sem ég prófa og því engin hætta á því að þær gleymist. Margengstertan góða sem ég hafði gleymt er nú dregin aftur fram í dagsljósið. Ég reyndar breytti uppskriftinni aðeins. Ég er búin að horfa grindaraugum á nýja Nóa kroppið með karamellubragði í verslunum. Ég sá í hendi mér að það myndi smellpassa í þessa köku sem það gerði auðvitað. Reyndar virðist það bara eiga að vera til tímabundið þannig að ef það fæst ekki þá er gamla góða Nóa kroppið líka afar gott í þessa tertu. Venjulega nota ég jarðarber og/eða bláber í rjómafyllinguna líka. Ég gerði það ekki í þetta sinn en ég mæli með því. Mér finnst tertan verða enn betri fyrir vikið og ferskari.

IMG_0652

Uppskrift:

Marengs:

  • 2-3 bollar Rice Krispies (eða Korn Flakes)
  • 2 dl sykur
  • 1 dl púðursykur
  • 4 eggjahvítur

Ofn hitaður í 120 gráður við blástur (ef baka á báða botnana samtímis) eða 130 gráður við undir- og yfirhita. Eggjahvítur, púðursykur og sykur er þeytt þar til marengsinn er orðinn stífur. Þá er Rice Krispies bætt varlega út í marengsinn með sleikju. Diskur eða kökuform sem er ca. 23 cm í þvermál er lagt á bökunarpappír og strikaður hringur eftir disknum. Þetta er gert tvisvar. Marengsinum er skipt í tvennt og hann
settur á sitt hvorn hringinn. Því næst er slétt jafnt úr marengsinum innan hringsins með sleikju eða spaða. Þá er marengsinn bakaður í 120°C (blástur) í heitum ofni í ca. 50 – 60 mínútur. Best er að láta marengsinn kólna í ofninum.

IMG_0602

Hringur, ca. 23 cm í þvermál, gerður á bökunarpappír

IMG_0603

Marengsinum skipt í tvennt og hann settur á sitt hvorn hringinn

IMG_0605

Því næst er slétt jafnt úr marengsinum innan hringsins með sleikju eða spaða.

IMG_0608

Marengsinn bakaður í 120°C (blástur) í heitum ofni í ca. 50 – 60 mínútur. Best er að láta marengsinn kólna í ofninum. 

Rjómafylling:

  • 5 dl rjómi
  • 200 g Nóa kropp með karamellubragði (eða þetta hefðbundna)
  • 1 askja fersk jarðarber skorin í bita og/eða bláber (má sleppa en ég mæli með því að hafa ber!)

Rjóminn er þeyttur og Nóa kroppinu ásamt berjunum er bætt út í rjómann. Blandan er svo sett á milli marengsbotnanna.

IMG_0612IMG_0619

Rolokrem:

  • ca 2 og 1/2 rúllur af Rolo (ég keypti 3 rúllur í pakka og skreytti tertuna með hálfu rúllunni sem eftir var)
  • 50 g suðusúkkulaði
  • örlítill rjómi til að þynna kremið með

Suðusúkkulaðið brotið niður í skál og Roloinu bætt út í. Brætt yfir vatnsbaði, ef þess þarf þá er hægt að þynna blönduna með dálítið af rjóma. Kreminu er svo hellt yfir tertuna. Það er fallegt að skreyta hana með jarðarberjum eða hindberjum, nokkrum niðurskornum Rolobitum og rifnu suðusúkkulaði. Tertan er geymd í ísskáp og er langbest daginn eftir þegar hún hefur fengið að brjóta sig.

IMG_0627

IMG_0643