Karamellu marengsterta


Karamellu marengsterta

Í afmælisveislu pabba um daginn var mamma með svo góða marengstertu. Þegar ég fór að spyrjast fyrir um uppskriftina þá kom í ljós að þetta var uppskrift sem hún hafði fengið frá mér! Ég mundi þá allt í einu að þetta var terta sem ég gerði reglulega hér áður fyrr en hafði svo bara gleymt. Það vill nefnilega oft verða þannig með uppskriftir. Þar kemur þetta matarblogg sterkt inn! Hér set ég inn allar góðar uppskriftir sem ég prófa og því engin hætta á því að þær gleymist. Margengstertan góða sem ég hafði gleymt er nú dregin aftur fram í dagsljósið. Ég reyndar breytti uppskriftinni aðeins. Ég er búin að horfa grindaraugum á nýja Nóa kroppið með karamellubragði í verslunum. Ég sá í hendi mér að það myndi smellpassa í þessa köku sem það gerði auðvitað. Reyndar virðist það bara eiga að vera til tímabundið þannig að ef það fæst ekki þá er gamla góða Nóa kroppið líka afar gott í þessa tertu. Venjulega nota ég jarðarber og/eða bláber í rjómafyllinguna líka. Ég gerði það ekki í þetta sinn en ég mæli með því. Mér finnst tertan verða enn betri fyrir vikið og ferskari.

IMG_0652

Uppskrift:

Marengs:

 • 2-3 bollar Rice Krispies (eða Korn Flakes)
 • 2 dl sykur
 • 1 dl púðursykur
 • 4 eggjahvítur

Ofn hitaður í 120 gráður við blástur (ef baka á báða botnana samtímis) eða 130 gráður við undir- og yfirhita. Eggjahvítur, púðursykur og sykur er þeytt þar til marengsinn er orðinn stífur. Þá er Rice Krispies bætt varlega út í marengsinn með sleikju. Diskur eða kökuform sem er ca. 23 cm í þvermál er lagt á bökunarpappír og strikaður hringur eftir disknum. Þetta er gert tvisvar. Marengsinum er skipt í tvennt og hann
settur á sitt hvorn hringinn. Því næst er slétt jafnt úr marengsinum innan hringsins með sleikju eða spaða. Þá er marengsinn bakaður í 120°C (blástur) í heitum ofni í ca. 50 – 60 mínútur. Best er að láta marengsinn kólna í ofninum.

IMG_0602

Hringur, ca. 23 cm í þvermál, gerður á bökunarpappír

IMG_0603

Marengsinum skipt í tvennt og hann settur á sitt hvorn hringinn

IMG_0605

Því næst er slétt jafnt úr marengsinum innan hringsins með sleikju eða spaða.

IMG_0608

Marengsinn bakaður í 120°C (blástur) í heitum ofni í ca. 50 – 60 mínútur. Best er að láta marengsinn kólna í ofninum. 

Rjómafylling:

 • 5 dl rjómi
 • 200 g Nóa kropp með karamellubragði (eða þetta hefðbundna)
 • 1 askja fersk jarðarber skorin í bita og/eða bláber (má sleppa en ég mæli með því að hafa ber!)

Rjóminn er þeyttur og Nóa kroppinu ásamt berjunum er bætt út í rjómann. Blandan er svo sett á milli marengsbotnanna.

IMG_0612IMG_0619

Rolokrem:

 • ca 2 og 1/2 rúllur af Rolo (ég keypti 3 rúllur í pakka og skreytti tertuna með hálfu rúllunni sem eftir var)
 • 50 g suðusúkkulaði
 • örlítill rjómi til að þynna kremið með

Suðusúkkulaðið brotið niður í skál og Roloinu bætt út í. Brætt yfir vatnsbaði, ef þess þarf þá er hægt að þynna blönduna með dálítið af rjóma. Kreminu er svo hellt yfir tertuna. Það er fallegt að skreyta hana með jarðarberjum eða hindberjum, nokkrum niðurskornum Rolobitum og rifnu suðusúkkulaði. Tertan er geymd í ísskáp og er langbest daginn eftir þegar hún hefur fengið að brjóta sig.

IMG_0627

IMG_0643

Ein hugrenning um “Karamellu marengsterta

 1. OMG!!!!!! Nóa kropp með karamellubragði!!! Get ekki beðið eftir að smakka…
  Kakan er sko líka girnileg:)

 2. Vá hljómar spennandi, þetta ætla ég sko að prófa sem fyrst!

 3. hvað mælir þú með í staðinn fyrir nóa kropp – kakan er girnileg en ég bý í danmörk og hef því ekki aðgang að gæða sælgæti frá íslandi….

  • Ég þekki ekki sælgætið í Danmörku, bara Svíþjóð. Af því sem til er í Svíþjóð (og þá kannski líka í Danmörku) þá dettur mér í hug Kina puffar (svolítið eins og Nóa Kropp) og Polly litlar kúlur. Þær eru reyndar mjúkar inni í en örugglega góðar í svona köku. Svo er spurning hvort það eru til mjúkar karamellukúlur sem eru súkkulaðihúðaðar (mega ekki vera of harðar). Svo er líka hægt að nota karamellufyllt súkkulaði eins og Center eða annað súkkulaði sem er með mjúkri karamellufyllingu og skera það bara niður í bita og blanda við rjómann. Gangi þér vel! 🙂

   • Takk fyrir það – reyni að finna hvort að það sé selt hér….eða þá að prófa Center því það fæst hér

   • Hrein snilld þessi og hrikalega góð. Þar sem ég bý í Þýskalandi og hef ekki aðgang að Nóa Kroppi (því miður) nota ég Maltesers súkkulaðikúlurnar í staðinn sem eru svipaðar og Kroppið og fást örugglega/vonandi í DK :)))

   • Frábært að heyra! 🙂 Já, það er góð hugmynd að nota Malterses kúlurnar, þær eru svo góðar! 🙂

 4. eru þetta tvær og hálf „rúlla“ af rolo eða tveir og hálfur pakki með þremur rúllum í ???

  kv. Kristín

 5. vaða hita notaru ef ég nota undir og yfir hita? Er nefnilega ekki með blástur

   • oki gerði það og tókst hæun mjög vel svo átti ég ekki fersk ber en bara frosin svoi ég maukaði þau og setti smá vanillusykkur saman við og skellti saman við rjóman og til að toppa þetta bræddi ég einnig mars og smá suðusúkkulaði saman og setti smá saman við rjóman

 6. Bakvísun: Vinsælustu eftirréttirnir | Eldhússögur

 7. Bakvísun: Vinsælustu uppskriftirnar 2013 | Eldhússögur

 8. Gerði þessa fyrir afmæli sem ég hélt í dag. Hún var algerlega guðdómleg! Gerði einfaldan skammt fyrir sinnhvorn botninn, hafði þá bara stærri og ferkanntaða. Notaði venjulegt Nóa Kropp sem var sko bara æði. Takk kærlega fyrir þessa uppskrift! 🙂

 9. ef maður er að halda stóra veislu hvað telur þú að sé áætlað mikið í heila ofskúffu ef maður vill gera stóra tertu ekki svona kringlóttar?

 10. Sæl, er að spá þessa fyrir brúðkaup. Þarf að baka marga botna, hvað má geyma þá lengi i stofuhita ?

  • Sæl Guðlaug

   Marengsbotna er hægt að geyma við stofuhita í marga daga. Málið er að halda þeim þurrum, þe. að þeir blotni ekkert því þá geta þeir farið að skemmast. Það er því mikilvægt að þeir séu alveg orðnir þurrir þegar þeir fara í geymslu. Svo má ekki pakka þeim inn í plastfilmu eða eitthvað álíka því þá „svitna“ þeir og verða blautir. Best er að geyma þá í einhverskonar lokuðum ílátum þannig að það komi ekki raki að þeim.

   • Sæl og takk fyrir svarið. Hvað segir þú um að setja botnana saman og skreyta sólarhring fyrir veisluna ? Er það of langur tími ?

   • Það er allt í lagi að setja á marengstertur daginn áður. Marengsinn verður dálítið blautur en flestum finnst það gott!

 11. Takk fyrir svarið 🙂 En er í lagi með ber og ávextina sólarhing eftir?

 12. Þessi kaka er í miklu uppáhaldi hjá mér. Gerði hana um daginn og notaði karamellu nóa kroppið, pabbi hélt að þetta væri bailey’s kaka 🙂 Finnst hún reyndar betri með með gamla góða nóa kroppinu, jafnvel þó ég sé bailey´s fan 🙂

 13. Buin að bua til þessa aður og hun var svo sleikt af diskinum. Nuna geri eg sko 2!

 14. Bakvísun: A�A�isleg marengsterta meA� Rolo og NA?a kroppi | Hun.is

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.