Grillaðar kjúklingabringur í úllalasósu


IMG_0583

Við eigum góð vinahjón í Grjótaþorpinu sem eru snillingar í eldhúsinu. Ég varð því mjög spennt þegar þau mæltu eindregið með sósunni hans Úlfars Finnbjörnssonar sem birtist uppskrift að í Fréttablaðinu um daginn. Ég prófaði að nota sósuna með grilluðu lambakjöti og hún var afar góð.

IMG_0592Með grillaða lambakjötinu bar ég fram æðislegan grillaðan beikonvafinn halloumi ost og gómsætt ananas/tómatsalsa

Það var hins vegar mikill afgangur af sósunni og ég lét því kjúklingabringur marínerast í sósunni. Daginn eftir grillaði ég svo kjúklinginn og bar afganginn af sósunni fram með honum. Sósan naut sín margfalt betur með kjúklingunum en lambinu fannst okkur, hún var dásamlega góð. Ósk var sérstaklega hrifin af þessari sósu, hún sagði bragðið vera alveg einstakt og nýtt. Ég mæli því eindregið með þessari sósu með kjúklingi, algjört hnossgæti! Ekki láta langan hráefnislista fæla ykkur frá, ég til dæmis átti allt hráefnið til heima.

IMG_0581Úllalasósan í fallegu Green gate skálinni frá Cup Company

Uppskrift:

 • 5 cm. bútur engiferrót, skræld
 • 1/2 -1 chili-aldin, fræhreinsað
 • 3-4 hvítlauksgeirar
 • 1 tsk. kóríanderfræ, má sleppa
 • 1 tsk. rósapipar, má sleppa
 • 1 tsk. milt karrí
 • 1 tsk paprikuduft
 • 2 msk. hunang
 • 2 msk. balsamedik
 • 3 msk. ostrusósa
 • 2 msk. tómatsósa
 • 2 msk. sætt sinnep
 • 2 msk. sérrí (ég sleppti því)
 • 2-3 dl. olía

IMG_0576

Setjið allt nema olíuna í matvinnsluvél og maukið vel. Hellið þá olíunni saman við í mjórri bunu og látið vélina ganga á meðan. Ég notaði sex kjúklingabringur lagði þær í maríneringu í rúmlega helminginn af sósunni í yfir nóttu. Það er þó alveg nóg að hafa hana bara stutt, 30-60 mínútur. Með kjúklingnum bar ég fram grillaða maísstöngla, grillaðan ferskan ananas með karrí, kúskús og salat.

IMG_0596Ég forsauð maísstönglana og grillaði svo, bar þá fram með smjöri og örlitlu salti – úff, ég var búin að gleyma því hvað maísstönglar eru sjúklega góðir! 🙂

IMG_0594

3 hugrenningar um “Grillaðar kjúklingabringur í úllalasósu

 1. Bakvísun: Hreindýrainnralæri með úllalasósu og hvítlauksmayonesi | Kruðerí og kjánabangsar

 2. Gerði loksins þessa sósu og úúuúúúúfffff af hverju var ég ekki löngu búin að prófa hana, buin að skoða uppskriftina svo oft 😉
  Við mareneruðum bringur í sósunni og höfðum hana svo lika með matnum. Svo frábær sósa ummmm fæ vatn i munninn þegar ég hugsa um hana og allir I fjölskyldunni svo ánægðir með hana 😊

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.