Subway smákökur – Jóhanna Inga gestabloggar


Subway smákökur

Á nákvæmlega sama degi fyrir ári síðan sagði ég frá því í þessari færslu þegar Jóhanna Inga fór á matreiðslunámskeið með vinkonum sínum. Í ár var hún afar spennt að fara aftur á námskeiðið og lauk því í síðustu viku. Jóhanna var alveg jafn ánægð með námskeiðið eins og í fyrra og hefði gjarnan viljað vera lengur. Krakkarnir fá að vinna alveg sjálfstætt, þau gera daglega marga rétti úr vönduðu hráefni og fara eftir góðum uppskriftum.

JIE

Nokkrir girnilegir réttir sem Jóhanna Inga matreiddi

IMG_0740

Vinkonurnar Jóhanna Inga og Hrefna Rós að loknu matreiðslunámskeiði.

Í fyrra valdi fjölskyldan þessa berjaböku sem einn besta réttinn sem Jóhanna Inga gerði á námskeiðinu það sumarið. Í ár gerði Jóhanna Inga afar margt gott, meðal annars fiskrétt, mexíkóskan rétt, brauðbollur og fleira en við völdum smákökurnar sem hún bakaði, þær eru í anda vinsælu Subway smákakanna. Ofsalega góðar kökur og Jóhanna Inga segir að þær séu auðvelt að baka. 🙂

IMG_0479

Uppskrift:

  • 150 g smjör (mjúkt)
  • 2 1/3 dl púðursykur
  • 1/2 dl sykur
  • 1 pakki Royal búðingsduft – vanillu eða karamellu
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 egg
  • 5 dl hveiti
  • 1 tsk matarsódi
  • 150 g súkkulaðidropar eða M&M

Stillið ofninn á 180 gráður undir- og yfirhita. Hrærið vel saman smjöri, púðursykri, sykri, búðingsdufti og vanilludropum í hrærivél eða með rafmagnsþeytara. Bætið eggjum út í, einu í senn og hrærið vel á milli. Bætið hveitinu og matarsódanum út í og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Blandið að lokum súkkulaðidropunum eða M&M sælgætinu saman við með sleif. Búið til frekar stórar kökur með matskeið og setjið á pappírsklædda bökunarplötu. Bakið í 12-17 mínútur (minni kökur 8-10 mínútur). Varist að baka kökurnar lengi, þær eiga að vera seigar en ekki stökkar.

Subway smákökur

4 hugrenningar um “Subway smákökur – Jóhanna Inga gestabloggar

  1. Tók mig til og prufaði þessar bætti reyndar lakkrískurli súkkulaðihúðað við þar sem êg átti opin poka. Þetta verður pottþétt bakað aftur . Öllum líkaði vel við þær.

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.