


- 800 gr sætar kartöflur
- 2 msk olía
- salt og pipar
- 2-3 msk curry paste (grænt, milt, sterkt – eftir smekk)
- 1 msk olía
- 700 gr kjúklingabringur eða lundir
- 1 dl kröftugt kjúklingasoð (kjúklingakraftur + sjóðandi vatn)
- 1 dós kókosmjólk
- 1 límóna (lime), safinn + fínrifinn börkur
- kóríander, grófsaxað
Bakarofn hitaður í 220 gráður. Sætar kartöflur skrældar, skornar í bita og dreift í ofnskúffu. Olíu, salt og pipar bætt við og hitað við 220 gráður í ca. 20 mínútur. Á meðan er kjúklingurinn skorinn í bita. Olíunni (1 msk) hellt á pönnu og curry paste bætt út á pönnuna. Látið malla í ca. 2 mínútur, hrært í á meðan. Kjúklingabitunum bætt út á pönnuna og steikt þar til þeir hafa náð lit á öllum hliðum. Þá er kókosmjólk, kjúklingasoði, safa og berki frá límónunni bætt út og látið malla í ca. 10 mínútur. Þegar sætu kartöflurnar eru hér um bil eldaðar í gegn er þeim bætt út í kjúklingaréttinn (allt fært í stóran pott ef pannan er of lítil) og leyft að malla með kjúklingnum í nokkrar mínútur í viðbót. Borið fram með hrísgrjónum og fersku kóríander stráð yfir réttinn.