
Marengs:
- 220 sykur
- 4 eggjahvítur (stór egg)
- 2.5 bollar Kornflex
- 1 tsk lyftiduft
Rjómafylling:
- 5 dl rjómi
- 150 g Nóa karamellukurl (1 poki)
- 250 g fersk jarðarber, skorin í bita
- 1-2 þroskaðir bananar, skornir í bita
Karamellukrem:
- 4 eggjarauður
- 4 msk flórsykur
- 100 g Pipp súkkulaði með bananakremi
- 2 msk rjómi eða mjólk
Ofn hitaður í 120 gráður við blástur Eggjahvítur, lyftiduft og sykur er þeytt þar til marengsinn er orðinn stífur. Þá er kornflex bætt varlega út í marengsinn með sleikju. Diskur eða kökuform sem er ca. 23 cm í þvermál er lagt á bökunarpappír og strikaður hringur eftir disknum. Þetta er gert tvisvar. Marengsinum er skipt í tvennt og hann
settur á sitt hvorn hringinn. Því næst er slétt jafnt úr marengsinum innan hringsins með sleikju eða spaða. Þá er marengsinn bakaður í 120°C (blástur) í heitum ofni í ca. 50 – 60 mínútur. Best er að láta marengsinn kólna í ofninum.
settur á sitt hvorn hringinn. Því næst er slétt jafnt úr marengsinum innan hringsins með sleikju eða spaða. Þá er marengsinn bakaður í 120°C (blástur) í heitum ofni í ca. 50 – 60 mínútur. Best er að láta marengsinn kólna í ofninum.
Rjóminn er þeyttur og Nóa karamellukurlinu ásamt jarðarberjunum og banönunum er bætt út í rjómann. Rjómablandan er svo sett á milli marengsbotnanna.
Eggjarauður og flórsykur þeytt vel saman. Pippið er sett í skál ásamt 2 msk af rjóma eða mjólk og brætt yfir vatnsbaði. Eggjarauðu- og flórsykurblöndunni er svo blandað út í súkkulaðið. Kreminu er því næst dreift yfir marengstertuna. Skreytt með berjum, t.d. jarðarberjum.