Kornflex marengsterta með karamellukurli


Kornflex marengsterta með karamellukurliÞegar það er yfirvofandi óveður í júlí þá er bara eitt ráð í stöðunni, að borða eitthvað gott! Reyndar finnst mér það vera óbrigðult ráð í öllum stöðum. 🙂 Það er eitthvað ómótstæðilegt við marengstertur og þessi terta er þar engin undantekning. Marengsinn er með Kornflexi og það er líka hægt að nota Rice Krispies ef maður kýs það heldur. Mér finnst óskaplega gott að nota karamellukurl og banana saman í svona marengstertur og jarðarberin og banana-Pippið kóróna verkið. Þetta er „must try“ fyrir marengstertu-aðdáendur gott fólk! 🙂
IMG_6218IMG_6235
Marengs:
 • 220 sykur
 • 4 eggjahvítur (stór egg)
 • 2.5 bollar Kornflex
 • 1 tsk lyftiduft

Rjómafylling:

 • 5 dl rjómi
 • 150 g Nóa karamellukurl (1 poki)
 • 250 g fersk jarðarber, skorin í bita
 • 1-2 þroskaðir bananar, skornir í bita

Karamellukrem:

 • 4 eggjarauður
 • 4 msk flórsykur
 • 100 g Pipp súkkulaði með bananakremi
 • 2 msk rjómi eða mjólk
Ofn hitaður í 120 gráður við blástur Eggjahvítur, lyftiduft og sykur er þeytt þar til marengsinn er orðinn stífur. Þá er kornflex bætt varlega út í marengsinn með sleikju. Diskur eða kökuform sem er ca. 23 cm í þvermál er lagt á bökunarpappír og strikaður hringur eftir disknum. Þetta er gert tvisvar. Marengsinum er skipt í tvennt og hann
settur á sitt hvorn hringinn. Því næst er slétt jafnt úr marengsinum innan hringsins með sleikju eða spaða. Þá er marengsinn bakaður í 120°C (blástur) í heitum ofni í ca. 50 – 60 mínútur. Best er að láta marengsinn kólna í ofninum.

Rjóminn er þeyttur og Nóa karamellukurlinu ásamt jarðarberjunum og banönunum er bætt út í rjómann. Rjómablandan er svo sett á milli marengsbotnanna.

IMG_6219IMG_6220

Eggjarauður og flórsykur þeytt vel saman. Pippið er sett í skál ásamt 2 msk af rjóma eða mjólk og brætt yfir vatnsbaði. Eggjarauðu- og flórsykurblöndunni er svo blandað út í súkkulaðið. Kreminu er því næst dreift yfir marengstertuna. Skreytt með berjum, t.d. jarðarberjum.

IMG_6231

 

11 hugrenningar um “Kornflex marengsterta með karamellukurli

 1. Áhugavert að þú notar blástur við bakstur á marengs. Þegar ég bakaði fyrst marengs fyrir mörgum árum, nýfarin að búa og frekar græn í bakstri, notaði ég blásturinn og hef alltaf gert síðan. Eldri konur (en ég var þá, þótt ég sé næstum farin að fylla þeirra flokk núna), jesúsuðu sig og guðuðu yfir þessum ósóma, blástur skyldi ALDREI nota á marengs. Ég sat fast við mitt, enda marengsinn minn dásamlega góður og hefur aldrei klikkað – nema þegar ég prófaði að sleppa blæstrinum. Allt vill víst lagið hafa og hefur hver sína leið. Held það skipti í raun voða litlu, þetta með blásturinn, bara ef tíminn og hitinn er nokkuð réttur.

  • Já, það er ekkert mál að nota blástur á marengs. Það þarf bara að lækka hitann aðeins miðað við undir-og yfirhita og ég gef upp hitastig miðað við blástur. Kannski var blásturinn verri á ofnum hér áður fyrr! 🙂

 2. Sæl!
  Þessi er rosalega girnileg 🙂 heldur þú að það sé nóg að setja rjómann á 8 klst áður en hún verður borin fram?

  • Það er ekkert mál. Ég set rjómann á rétt áður en ég ber kökuna fram af því að ég vil halda marengsinum stökkum. Sumir vilja hafa hann mýkri og setja þá rjómann á fyrr. Þetta fer bara eftir smekk.

 3. Þessi er rosalega girnileg… Ég er með eina (mjög svipaða) í ofninum sem verður sett saman á morgun 😉.
  Kveðja frá Vallentuna,
  Halldóra

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.