Eins og hjá flestum barnafjölskyldum er taco afar vinsæll matur á okkar heimili. Hins vegar er alltaf dálítið vesen að borða tacoskeljar! Ég geri stundum því stundum vinsælan tacorétt í staðinn sem er einfaldur og góður. Mér finnst samt eiginlega eins og ég sé að brjóta einhver foreldralög að nota snakk í kvöldmatinn! Það er einhvern veginn prentað í mann að snakk sé svo óhollt og ég forðast að kaupa það svona almennt. En í upphaflegu uppskriftinni er gert ráð fyrir því að nota mjög stóran tortillupoka, sem er yfir 400 gr (þetta er reyndar fremur stór uppskrift). Ég átti bágt með að nota svona mikið og minnkaði snakkið aðeins en setti á móti taco skeljar sem ég braut gróft. En reyndar er nú föstudagskvöld og þá má leyfa sér svolítið! 🙂
Uppskrift f. ca. 6
- 1 poki Tortilla eða Nachos flögur, ca. 3-400 gr.
- 1 kg nautahakk
- 2 bréf tacokrydd
- 1 msk nautakraftur
- 3 dl vatn
- 2 dósir sýrður rjómi
- 1 askja Philadelphia ostur
- 4-5 tómatar, sneiddir
- 1 ½ paprika, skorin í bita
- 1 dós gular maísbaunir
- 1 púrrlaukur, sneiddur
- rifinn ostur