Bananakaka með núggatsúkkulaði


IMG_1146Bananakaka með núggatsúkkulaði

Í hvert sinn sem ég sé eitthvað nýtt og girnilegt súkkulaði á markaðnum fer hugur minn á flug og ég reyni að finna leið til þess að koma því köku! Síðast gerði ég til dæmis tilraunir með Pipp með bananabragði sem lukkaðist vel. Að þessu sinni var það nýja rjómasúkkulaðið með frönsku núggati frá Nóa og Siríus sem heillaði mig. Mér finnst mjúkt núggat ekki gott en ég er hrifin af stökku frönsku núggati. Ég ákvað að setja það í eina af mínum uppáhaldskökum, bananaköku, og sá ekki eftir því. Góð kaka varð enn betri! Svona bananakökur myndast reyndar ekkert svakalega vel þannig að þið verðið bara að taka orð mín trúanleg! 🙂

Uppskrift:

  • 150 g mjúkt smjör
  • 1 dl. sykur
  • 1 dl. púðursykur
  • 2 stór egg
  • 5 dl. Kornax hveiti
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. matarsódi
  • 1 tsk. salt
  • 2 tsk. vanillusykur
  • 3 meðalstórir bananar (vel þroskaðir)
  • 150 g rjómasúkkulaði með frönsku núggati, saxað smátt

Bananakaka með núggatsúkkulaði

Aðferð:

Bakarofn hitaður í 175 gráður. Smjöri og sykur hrært vel saman. Eggjum bætt út í, einu í senn. Þurrefnum blandað saman og sáldrað út í. Bananar maukaðir og þeim hrært saman við deigið. Í lokin er súkkulaðinu blandað saman við deigið. Degið sett í hringlaga smurt form form. Bakað í ca. 40-45 mínútur (fer eftir ofnum) eða þar til kakan er bökuð í gegn. Það gæti þurft að setja álpappír yfir hana undir lok bökunartímans ef hún er farin að dökkna mikið.

IMG_1135Bananakaka með núggatsúkkulaði