Þessi kalda sósa er upplögð með allskyns grillmat. Hér notaði ég hana með grilluðum kjúklingabringum með þessari heimatilbúnu grillsósu.
Uppskrift:
- 200 gr fetaostur (kubbur, ekki þessi í olíu)
- 2 hvítlauksgeirar, saxaðir
- ca ¼-½ rauður chili, saxaður
- dálítið af steinselju, söxuð
- 2-3 msk sýrður rjómi
Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og blandið vel. Setjið í skál og skreytið gjarnan með chili og steinselju. Berið fram með grillmat.