Fyrir stuttu skrifaði ég langa bloggfærslu um fermingarveisluna sem við vorum með um páskana. Anna vinkona minnti mig á fleiri punkta sem ég hafði gleymt að skrifa um þannig að áður löng bloggfærsla er nú orðin enn lengri … hér er slóðin ef einhvern langar að lesa.
Um daginn eldaði ég þennan mexíkóska kjúklingarétt og mallaði eitthvað úr þeim hráefnum sem ég átti í ísskápnum. Ég hef ekki enn lært af reynslunni og tel mig alltaf muna hvað ég set í réttina án þess að skrifa það niður sem er auðvitað algjör vitleysa. Ég er varla staðinn upp frá matarborðinu þegar ég hef þegar steingleymt því öllu. Sem betur fer tók ég margar myndir af ferlinu að þessu sinni og gat því rifjað upp uppskriftina. Sem var eins gott! Þessi réttur sló nefnilega í gegn hér heima og við borðuðum öll óhóflega mikið af þessum rétti. Galdrahráefnið var ostur held ég, mikill ostur gerir þennan rétt ómótstæðilegan! 🙂 Þessi réttur verður sannarlega eldaður fljótt aftur hér á heimilinu.
Uppskrift:
- 900 g kjúklingabringur frá Rose Poultry, skornar í bita
- 1 stór rauðlaukur, saxaður smátt
- ólífuolía til steikingar
- 1 bréf burritokrydd
- salt & pipar
- hvítlaukskrydd
- 1 tsk kjúklingakraftur
- 1 dós niðursoðnir tómatar (gott að hafa þá bragðbætta með t.d. chili)
- 200 g Philadelphia rjómaostur
- 1 dós sýrður rjómi
- ca. 200 g salsa sósa
- 6 stórar tortillur
- 2 pokar rifinn ostur
- borið fram með guacamole, sýrðum rjóma og salati