Kartöflusalat án kartaflna


IMG_9727

Ég skrifaði um daginn að ég hefði haldið matarboð sem hentaði fyrir þá sem eru í lágkolvetnis lífsstílnum, LKL. Mig langaði að búa til gott kartöflusalat með grillsteikinni en kartöflur eru ekki leyfilegar í LKL. Ég gerði því kartöflusalat án kartaflna, notaði kúrbít í staðinn. Það kom ákaflega vel út, kúrbíturinn er auðvitað ekki með sömu áferð og kartöflur en getur samt vel komið í stað t.d. kartaflna í kartöflusalat eða í stað lasagnaplatna í lasagnaréttinn. Það er auðvitað hægt að nota hvaða kartöflusalats uppskrift sem er og skipta bara út kartöflum fyrir kúrbít en hér er uppskriftin sem ég notaði.

Uppskrift:

  • 1 stór kúrbítur Unknown
  • 1/2 púrrlaukur
  • 1 dl sýrður rjómi
  • 0,5 dl majónes
  • 0,5 msk dijon sinnep
  • 1 msk capers (kemur frá mismunandi framleiðendum en lítur um það bil svona út eins og á myndinni     →
  • Salt & svartur pipar

Kúrbíturinn er afhýddur og skorinn í teninga. Púrrlaukurinn er saxaður fínt. Hvor tveggja er því næst steikt upp úr smjöri þar til kúrbíturinn hefur mýkst dálítið, látið kólna. Capers er saxað og blandað við sýrðan rjóma, majónes og sinnep. Því næst er kúrbítsblöndunni hrært út í og smakkað til með salti og pipar.
IMG_9725