Fiski-tacos Gwyneth Paltrow


IMG_7711Hún Ragga vinkona mín býr í Bandaríkjunum er listakokkur og benti mér á eina góða uppskrift úr matreiðslubókinni hennar Gwyneth Paltrow. Ég er búin að skoða þessa uppskrift í nokkra mánuði án þess að þora einhvern veginn að prófa. Ég tók mig svo taki og reyndi að sálfræðigreina hvað stoppaði mig að elda þessa máltíð sem að vinkonur mínar Ragga og Gwynna vippa fram úr erminni reglulega. Ég uppgötvaði að það væri líklega tvennt, annars vegar var það hráefni sem ég þekkti ekki og sá fram á að þurfa að eltast við. Hins vegar var það djúpsteikingin. Ég hef afar sjaldan djúpsteikt mat og set það einhvern veginn fyrir mig.

Tvennt fann ég ekki fyrir réttinn. Það voru korn-tortillur, þær eru víst rosa góðar fyrir þennan rétt, veit kannski einhver hvar þær fást? Ég notaði hveiti-tortillur í staðinn. Hins vegar var það chipotle í adobo sósu. Chipotle er reyktur jalapeño og adobo sósa er marinering gerð úr m.a. papriku, oregano og hvítlauk. Ég fann þetta ekki í Kosti en hins vegar fann ég Chipotle salsa sem ég notaði í staðinn. Ekki láta stoppa ykkur að það þurfi að búa til margt fyrir þennan rétt, þetta er allt mjög einfalt og fljótlegt að útbúa, alveg satt! 🙂

Uppskrift fyrir 6:

 • Djúpsteiktur fiskur
 • Límónu krem (lime creme)
 • Tómatsalsa (Pico de gallo)
 • Guacamole
 • „smokey“ sósa (Chipotle)
 • salatblöð
 • Korn-tortillur eða hveiti-tortillur
 • gott að bera fram með þessu límónubáta (lime) til að kreista yfir allt

Tómatsalsa (Pico de gallo):

 • 4-6 tómatar, saxaðir fremur smátt
 • ½ rauðlaukur (lítill), saxaður mjög smátt
 • 2 msk fínsaxaður kóríander
 • Maldon salt
 • Safi úr einni límónu (lime)

Öllu blandað saman í skál.

IMG_7684

Guacamole:

 • 1-2 þroskuð avacado
 • 2 msk hvítur laukur, smátt saxaður
 • 3 msk kóríander, smátt saxað
 • Safi úr einni límónu (lime)
 • maldon salt

Öllu blandað saman í skál

IMG_7685

„Chipotle mayo“ (smokey sósa)

 • 100 ml majónes (eða sýrður rjómi)
 • 2 chipotle í adobo sósu
 • 1 hvítlauksrif
 • salt

Maukað saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Ég fann sem sagt ekki chipotle í adobo sósu og keypti chipotle salsa í Kosti. Við notuðum það beint upp úr krukkunni en ég blandaði það með sýrðum rjóma fyrir krakkana. Til þess að ná reykta bragðinu er líka hægt að nota bara venjulega barbeque sósu og blanda við majones/sýrðan rjóma – þá þarf ekki einu sinni að fara í Kost!

IMG_7689

Límónukrem (lime creme)

 • 150 ml majones (eða sýrður rjómi)
 • 1.5 msk límónu safi (lime)
 • salt

IMG_7693

 Djúpsteiktur fiskurOT496287S

 • Körfublómaolía eða hnetuolía fyrir djúpsteikingu (ég notaði corn oil frá Wesson úr Kosti)
 •  250 ml hveiti
 • 250 ml bjór
 • maldon salt
 • svartur pipar
 • 700 gr þorskur (eða ýsa), skorinn í fingurlanga strimla.

Olía sett í djúpsteikingarpott eða í stóran pott, ca 5 cm (ég notaði reyndar meira) og hitað upp í 180 gráður. Það er líka hægt að prófa sig áfram með því að setja lítinn brauðbita ofan í olíuna. Ef hann verður gullinbrúnn fljótt er olían tilbúin. Á meðan olían hitnar er hveiti, bjór, dálítið af salti og pipar, pískað saman í stórri skál. Fiskinum dýpt ofan í deigið (ég notaði eldhústöng) og svo djúpsteiktur. Steiktur í 3-4 mínútur og honum snúið við á meðan. Steikt þangað til hann er orðinn fallega gylltur. Það þarf að passa að setja ekki of mikið í pottinn í einu! Fiskurinn er svo settur á grind með eldhúspappír undir og salti stráð yfir hann. Haldið áfram þar til allur fiskurinn er steiktur. Olían er látin kólna í pottinum, hún er svo sigtuð og sett aftur ofan í brúsann, hana er hægt að nota aftur.

IMG_7697

IMG_7695IMG_7699IMG_7702