Þessi uppskrift af bananköku hefur fylgt okkur fjölskyldunni í 20 ár eða frá því að við hjónin fórum að búa! Hún er alltaf jafn vinsæl og ég held að það hafi aldrei gerst að hún hafi verið til í meira en sólarhring á heimilinu! Þetta er uppáhaldskaka eiginmannsins og eina kakan sem hann bakar! 🙂
Uppskrift
- 150 gr. mjúkt smjör (eða smjörliki)
- 3 dl. sykur
- 2 egg
- 5 dl. hveiti
- 2 tsk. lyftiduft
- 1 tsk. matarsódi
- 1 tsk. salt
- 1/2 tsk. negull
- 1/2 tsk. múskat (má sleppa)
- 2 tsk. vanillusykur
- 3 bananar (vel þroskaðir)
Aðferð:
Bakarofn hitaður í 175 gráður. Smjöri og sykri hrært saman mjög vel. Eggjum bætt út í, einu í senn. Þurrefni blandað saman og sáldrað út í. Bananar maukaðir og settir út í. Degið sett í hringlaga smurt form form. Bakað í ca. 45 mínútur eða þar til kakan er bökuð í gegn. Það gæti þurft að setja álpappír yfir hana undir lok bökunartímans ef hún er farin að dökkna mikið.