Amerísk bananakaka


Þessi uppskrift af bananköku hefur fylgt okkur fjölskyldunni í 20 ár eða frá því að við hjónin fórum að búa! Hún er alltaf jafn vinsæl og ég held að það hafi aldrei gerst að hún hafi verið til í meira en sólarhring á heimilinu! Þetta er uppáhaldskaka eiginmannsins og eina kakan sem hann bakar! 🙂


Uppskrift

 • 150 gr. mjúkt smjör (eða smjörliki)
 • 3 dl. sykur
 • 2 egg
 • 5 dl. hveiti
 • 2 tsk. lyftiduft
 • 1 tsk. matarsódi
 • 1 tsk. salt
 • 1/2 tsk. negull
 • 1/2 tsk. múskat (má sleppa)
 • 2 tsk. vanillusykur
 • 3 bananar (vel þroskaðir)

Aðferð:

Bakarofn hitaður í 175 gráður. Smjöri og sykri hrært saman mjög vel. Eggjum bætt út í, einu í senn. Þurrefni blandað saman og sáldrað út í. Bananar maukaðir og settir út í. Degið sett í hringlaga smurt form form. Bakað í ca. 45 mínútur eða þar til kakan er bökuð í gegn. Það gæti þurft að setja álpappír yfir hana undir lok bökunartímans ef hún er farin að dökkna mikið.

3 hugrenningar um “Amerísk bananakaka

 1. Bakvísun: Súkkulaði-bananavöfflur | Eldhússögur

 2. Ummm alveg yndisleg eins og allt sem ég hef prófað hérna 😉 allir svo glaðir með þessa köku og tekur enga stund að gera.
  Nú hlakka ég bara til morgundagsins því þá prófum við hægeldað lambalæri, og auðvitað er það þín uppskrift. Er hægt og rólega að vinna mig í gegnum uppskriftirnar þínar, mundi vilja hafa það eina uppskrift á dag 🙂
  Takk fyrir okkur

  • Vá, en gleðilegt að heyra þetta Halla Björk! 🙂 Flott að hafa einhvern sem tekur út allar uppskriftirnar og gaman að þú skiljir eftir komment! 🙂 Verði ykkur að góðu og gleðilega páska! 🙂

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.