Hasselback kartöflur


Hasselback kartöflur eru upprunnar frá Stokkhólmi þar sem þær voru fyrst bornar á borð á samnefndum veitingastað. Það eru til nokkrar uppskriftir af þessum kartöflum. Í viðbót við það sem ég geri hér að neðan bæta sumir við brauðmylsnu og parmesan osti eða bara hinu síðarnefnda. Mér finnst hins vegar einfalda uppskriftin langbest, með bara smjöri og salti. Hasselback kartöflur er einfalt að útbúa og þær eru afar gómsætar. Ég á sérstakt bretti til að skera þær á sem fæst meðal annars í Kokku en látið ekki stoppa ykkur þó þið eigið ekki slíkt bretti. Það er hægt að notast við sleif, stóra skeið eða til dæmis undirskál sem hjálpartæki svo ekki sé skorið of djúpt í kartöflurnar.

Uppskrift:

  • 8 stórar kartöflur
  • 50 gr. smjör + 25 gr. bætt við þegar kartöflurnar eru í ofninum
  • 2 msk. ólívuolía
  • Maldon salt.

Hitið bakarofn í 220 gráður. Kartöflur þvegnar eða skrældar (ég mæli með að hafa hýðið á, mikið betra!) Raufar skornar í kartöflurnar með nokkra millimetra millibili. Skera skal djúpt niður en þó ekki þannig að kartaflan detti í sundur. Smjör og olía brædd saman í potti. Kartöflum raðað í ofnskúffu og smjörinu og olíunni hellt yfir kartöflurnar. Snúið kartöflunum nokkrum sinnum og veltið þeim þannig vel upp úr smjörinu. Stráið Maldon salti yfir kartöflurnar. Setjið í ofn og bakið í ca. 50 – 60 mínútur, fer eftir stærð kartaflanna, eða þar til þær eru gullinbrúnar. Þegar bökunartímin er rúmlega hálfnaður hafa kartöflurnar opnað sig aðeins og þá er gott að bæta við smá smjörklípu ofan á hverja kartöflu.

11 hugrenningar um “Hasselback kartöflur

  1. Vá! Þarf að kaupa mér nýtt lyklaborð því ég er búin að slefa heilan desilíter á mitt!!
    Ertu búin að láta Opruh vita af þessu? Hún er alveg sérstaklega veik fyrir bökuðum kartöflum ;o)

  2. Sjúúúúkar kartöflur, get staðfest það! Er ekki mikil kartöflu manneskja en gæti borðað þessar eintómar. 🙂

  3. Geðveikar!! Get ekki beðið þángað til þú gerir þær næst 😛 !!!

  4. Bakvísun: Grillað lambafille með Hasselback kartöflum, grilluðu grænmeti og sveppasósu | Eldhússögur

  5. Bestu kartöflur í heimi, geri þær oft með grillmat og geri alltaf allt of mikið því þær klárast alltaf !! Ég nota bara olíu og pensla kartöflurnar. Stundum nota ég restina af fetaostolíunni…það er líka gott 🙂

  6. Dásamlegar þessar! Er nýlega búin að uppgötva bloggið þitt og listinn af uppskriftum sem mig langar að prófa er að verða ansi langur 😉
    Kveðja Dagrún

  7. Gerði þessar kartöflur í gær og þær voru æði. Krakkarnir elskuðu þær og svo er þetta líka svo lítið mál að gera 🙂
    Takk fyrir þú bjargaðir kvöldinu 😉

  8. Bakvísun: Hægelduð nautalund | Eldhússögur

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.