Jóhanna Inga hefur nú lokið vikulöngu matreiðslunámskeiði. Hún gaf námskeiðinu hæstu einkunn en það er afar góður vitnisburður þar sem að þessi unga stúlka er kröfuhörð! 🙂 Þau fengu að gera alls 16 rétti, meðal annars pottrétt, pönnukökur, pæ, ís, salat, brauð, kökur, fiskrétt og súpu. Allt voru þetta mjög góðir og girnilegir réttir. Í lokin fengu þær vinkonurnar kokkahúfur! 🙂
Jóhanna Inga, Gyða Dröfn og Hrefna Rós:
Jóhanna Inga ætlar að gefa uppskrift af einum rétti sem hún útbjó. Þó svo að allir réttirnir hafi verið góðir var þetta eitthvað sem öllum í fjölskyldunni fannst afar ljúffengt. Hún segir að það sé mjög auðvelt að búa til þennan rétt! 🙂
Berjapæ
- 2 dl. hveiti
- 1 dl. púðursykur
- 1 dl. sykur
- 1/2 tsk. kanill
- 1/4 tsk. salt
- 2 dl. haframjöl
- 100 gr. smjör
- 4 dl. ber (hægt að nota frosna berjablöndu)
- 1 epli, afhýdd og skorið í bita
- 2 dl. sykur
- 2 msk. maísmjöl
Aðferð:
- Blandaðu saman fyrstu 7 hráefnunum. Smjörið á að vera kalt.
- Myldu saman öll hráefnin þar til blandan minnir á haframjöl. Gættu þess að mylja ekki of mikið því þá bráðnar smjörið.
- Blandaðu eplunum, berjum, sykrinum og maísmjölinu saman.
- Settu berjablönduna í eldfast mót og stráðu svo hveitiblöndunni yfir.
- Settu í 180 gráðu heitan ofn í 35-40 mínútur eða þar til toppurinn er orðin gullinbrún og berjablandan bubblar upp um hliðarnar.
- Berið fram heitt með ís eða rjóma.
Hér er berjapæið hennar Jóhönnu ásamt heimatilbúna ísnum sem hún útbjó. Jóhanna vill koma því á framfæri að það hentar mjög vel líka að nota nýtínd bláber í þessa berjaböku! 🙂
Mjög girnilegt pæ. Prófa þetta á næstu dögum:)
Bakvísun: Asískur pottréttur með grilluðum ananas og sweet chili-jógúrtsósu | Eldhússögur
Bakvísun: Subway smákökur – Jóhanna Inga gestabloggar | Eldhússögur
Bakvísun: Rabarbara- og perubaka með stökkum hafrahjúp | Eldhússögur
Bakvísun: Rabarbara- og perubaka með stökkum hafrahjúpi | Eldhússögur