Þessi kaka er þekkt í Svíþjóð og kallast því viðeigandi nafni,,Sverigekaka“ eða Svíþjóðarkaka. Hún er líka þekkt undir, að mínu mati, meira óviðeigandi nafni, það er ,pensionärskaka“ eða lífeyrisþegakaka … nokkuð augljóst væntanlega af hverju ég kýs fyrrnefnda nafnið! Voða lítið girnilegt við síðarnefnda nafnið! Þetta afar auðveld kaka að baka en hún þarf að bíða ísskáp í nokkra tíma eða yfir nóttu áður en hún er borin fram. Það er til þess að kremið stífni. Ég bakaði þessa köku að kvöldi og setti hana í kæli yfir nóttu. Daginn eftir komu þrjár vinkonur Jóhönnu Ingu með henni heim úr skólanum. Þær fengu sér allar væna kökusneið og ein þeirra sagði ,,rétt upp hönd sem finnst þetta besta kaka í heimi“! Þær réttu allar upp hönd þannig að kakan fékk háa einkunn í aldurshópnum 7-8 ára! 🙂 Fleirum í fjölskyldunni þótti hún greinilega góð því að skömmu seinna var hún horfin. Það er því óhætt að mæla með Sverigekökunni!
Botn:
- 3 egg
- 3 dl sykur
- 3 dl hveiti
- 2 tsk lyftiduft
- 1 dl sjóðandi heitt vatn
- 1 dl mjólk
- 125 gr smjör
- 3 msk vanillusykur