Grillað lambafille með Hasselback kartöflum, grilluðu grænmeti og sveppasósu


Við erum nýkomin úr bústaðarferð og þar var ansi mikið gott sett á grillið eins og sést á uppskriftunum undanfarna daga! 🙂 Eitt kvöldið grilluðum við lambafille (úr versluninni Til sjávar og sveita). Ég kryddaði það bara vel með nýmöldum pipar og prófaði að salta það eftir grillun á meðan það jafnaði sig með reyktu maldon salti en það kom vel út.

 Fyrr um daginn höfðum við heimsótt garðyrkjustöðina Engi á Laugarási. Þar var býsna margt girnilegt og eftir að hafa prófað völundarhúsið og skoðað gróðurhúsin heldum við aftur í bústaðinn með tvo fulla poka af grænmeti og kryddjurtum. Við komum svo aftur við þar á leiðinni heim úr bústaðnum nokkrum dögum seinna og keyptum fleiri kryddjurtir!

 Í grænmetisgrindina þetta kvöldið lenti því margt gott grænmeti. Það var kúrbítur, sveppir, paprika, brokkolí og svo glænýtt chili frá Engi! Það þarf að fræhreinsa það vel og gæta þess að það sé vel grillað svo það verði ekki of sterkt. Grænmetisgrindin sem ég nota er frá Weber, frábær til að grilla grænmeti í og mikið notuð á heimilinu. Satt best að segja þá flytum við hálft eldhúsið með okkur þegar við förum í bústað! Það eru teknir með grillaukahlutir, espressovélin, blenderinn, soda stream til að búa til sódavatn og svo hálfur búrskápurinn svo hægt sé að elda og baka! 🙂

 Auk grillaðs grænmetis bjó ég til ferskt salat úr blönduðu salati, klettasalati og spínati ásamt kokteiltómötum, hunangsmelónu og fetaosti. Einnig gerði ég Hasselback kartöflur sem eru mjög vinsælar á heimilinu! Uppskrift af þeim er ég með hér.

Með kjötinu bjó ég til sveppasósu. Það er líka gott að nota heimatilbúna bearnaise sósu og uppskrift af henni er ég með hér.

Sveppasósa

 • 1/2 rauðlaukur
 • 2 hvítlauksrif
 • smjör
 • nokkrir sveppir
 • 2 tsk. nautakraftur
 • 1/2 piparostur
 • 3 msk. rjómaostur
 • 4 dl. rjómi (eða matreiðslurjómi)
 • 2 tsk. rifsberjahlaup
 • 2 tsk. soyjasósa
 • sósujafnari
 • salt og pipar

Laukur og hvítlaukur saxað smátt, sveppir sneiddir og allt steikt í potti upp úr smjöri. Nautakrafti bætt við. Hiti lækkaður aðeins og piparosti og rjómaosti bætt út og látið bráðna. Rjóma bætt út í ásamt rifsberjahlaupi og soyjasósu og suðan látin koma upp. Sósujafnara bætt út og sósan látin malla á vægum hita þar til að hún þykknar (sósulit bætt út í til að fá dekkri lit). Sósan smökkuð til með kryddi, rifsberjahlaupi, sojasósu og/eða nautakrafti.

20 hugrenningar um “Grillað lambafille með Hasselback kartöflum, grilluðu grænmeti og sveppasósu

 1. Hasselback karföflurnar eru mergjaður matur einar sér ásamt sósunni og ferska og grillaða grænmetinu, það gott að safaríkur lambakjötsbiti fer hjá sér! Æðislega gott!

 2. Bakvísun: Grilluð nautasteik með piparsósu | Eldhússögur

 3. Bakvísun: Grillað lambalæri með kartöflugratíni | Eldhússögur

 4. Bakvísun: Kjúklingapottréttur | Eldhússögur

 5. Bakvísun: Tíu tillögur af páskamat | Eldhússögur

 6. Bakvísun: Laxa tartar á ananas með kóríander | Eldhússögur

 7. Gerði þessa sveppasósu með grilluðu lambalæri í sunnudagsmatinn, sósan er algjört æði og verður sko gerð aftur 🙂

 8. Bakvísun: uppskriftir | ghafdis

 9. Notarðu mjúkan piparost eða þennan harða í sósuna? Hvað er sósan fyrir ca. marga? 🙂

  • Sæl Bettý. Ég nota harða piparostinn. Yfirleitt er miðað við 1 dl af sósu á mann (sem er samt frekar mikið) þannig að miðað við það er þessi sósa fyrir fjóra. Þetta fer því mikið eftir því hversu sósuglatt fólkið er! 🙂 Ég myndi allavega segja að sósan væri fyrir 4-6.

   • Takk fyrir þetta 🙂 Ætla að prufa sósuna um helgina 😉

 10. Þetta var í matinn hjá mér í kvöld og sló rækilega í gegn. Sósan er sérstaklega góð, skemmtilega öðruvísi og bragðmikil. 🙂 Mun án efa gera hana aftur ásamt kartöflunum sem voru líka ljúffengar.
  Takk fyrir þessa síðu. 🙂

 11. Bakvísun: Marengsbomba með rjóma, súkkulaði og berjum | Eldhússögur

 12. Var með þessa dásemdarsósu ( sem ég hef notað nokkrum sinnum ) með páskalambinu það er svo yndislegt bragð af henni. Var svo með gratínið þitt góða með 😉
  Takk fyrir okkur og gleðilega páska

 13. Geri þessa sósu oft i matarboðum ofl og hún slær alltaf i gegn. Hún er svo góð að maður gæti borðað hana með skeið!

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.