Chilikartöflur með papriku


Þessar chili-papriku kartöflur passa ákaflega vel með grillmat. Ég vil oft festast í þeirri gildru að hafa alltaf sama meðlætið með grillmat og reyni því meðvitað að prufa reglulega eitthvað nýtt. Þetta er meðlæti sem ég mun örugglega gera aftur og reglulega, ofsalega gott!

Uppskrift:

  • 2 rauðar paprikur sneiddar gróft
  • 600 gr. kartöflur
  • 2 hvítlauksgeirar, hakkaðir fínt
  • 2-3 msk ólífuolía
  • 1 tsk. Sambal Oelek
  • 1 tsk. paprikuduft
  • maldon salt og nýmalaður pipar

Aðferð:

Bakarofn hitaður í 220 gráður. Kartöflur skrældar eða þvegnar og því næst skornar í helminga (eða báta ef þær eru mjög stórar) og lagðar í eldfast mót með paprikunni. Sambal oelek, ólífuolíu og hvítlauk hrært saman og dreift yfir. Kryddað með salti og pipar og smá skvettu af ólífuolíu helt helt yfir. Hitað í ofni í ca. 30 mínútur eða þar til kartöflurnar eru tilbúnar.

Þessar kartöflur er svolítið sterkar en samt mátulegar finnst mér allavega! 🙂 Afar góðar með öllum grillmat, hvort sem um er að ræða dökkt eða ljóst kjöt.

3 hugrenningar um “Chilikartöflur með papriku

  1. Bakvísun: Grillað nautaribeye með heimagerðri bearnaise sósu og chilikartöflum með papriku | Eldhússögur

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.