Þessi kaka afar sniðug að mörgu leyti. Í fyrsta lagi þarf ekki að nota hrærivél, hún er bara gerð í potti. Þess vegna er hægt að gera hana hvar sem er, t.d. í sumarbústað. Í öðru lagi er hér um bil ekkert hveiti í henni og það er hægt að skipta því út fyrir maísenamjöl ef maður vill hafa hana hveitilausa. Í þriðja lagi þá er hún svakalega góð! 🙂 Kremið er afsakaplega ljúffengt, gert úr Pipp súkkulaði með karamellu, það er líka hægt að nota Pipp með piparmyntukremi ef maður er hrifnari af piparmyntu. Í kökunni er kaffi en mér finnst kaffi afskaplega bragðvont og forðast yfirleitt allt kaffi í kökum, tertum og eftirréttum. Ég hef hins vegar ekkert fundið fyrir kaffibragðinu í þessari köku hingað til. En svo bar við í þetta sinn að mér fannst of mikið kaffibragð af henni. Það var ekki fyrr en núna í þessum skrifuðu orðum að ég uppgötvaði að ég hafði notað tvær matskeiðar af kaffinu í stað tveggja teskeiða, mæli ekki með því! Hins vegar fannst engum öðrum en mér of mikið kaffibragð af kökunni þannig það virtist ekki koma að sök!
Uppskrift:
- 250 gr suðusúkkulaði
- 180 gr smjör
- 2 tsk instant Nescafe, kaffiduft mulið, t.d. í morteli (má sleppa)
- 2 dl sykur
- 4 egg
- 2 tsk vanillusykur
- 1/2 tsk lyftiduft
- 1/2 dl hveiti (má nota maísenamjöl fyrir glútenfría köku)
Krem:
- 25 gr smjör
- 1/2 dl rjómi
- 200 gr Pipp með karamellukremi (selt í 100 gr. plötum) eða með piparmyntu
Aðferð:
Ofninn hitaður í 175 gráður. Smelluform (24 cm) smurt að innan. Súkkulaði brotið niður í pott ásamt smjöri, brætt við vægan hita og hrært í á meðan. Potturinn tekinn af hellunni og blandan látin kólna dálítið. Neskaffi mulið mjög smátt (ég gerði það í morteli) og því bætt út í ásamt sykri og eggjum, hrært vel með písk þar til að blandan er slétt. Hveiti, vanillusykri og lyftidufti blandað saman og sigtað ofan í pottinn. Hrært þar til að blandan er slétt. Deiginu er helt í smurt bökunarform og bakað í ca. 45 – 50 mínútur neðarlega í ofninum. Fylgist vel með kökunni, hún má vera blaut í miðjunni.
Krem:
Hráefnið í kreminu sett saman í pott og brætt við vægan hita, hrært þar til að Pipp súkkulaðið er bráðnað og kremið er slétt og glansandi. Potturinn tekinn af hellunni.
Þegar kakan hefur kólnað og kremið þykknað dálítið er því smurt yfir kökuna. Kakan skreytt með t.d. jarðaberjum og borin fram með þeyttum rjóma eða vanilluís.



Þessi er ein af mínum uppáhalds. Ég geri hana oft og er einmitt ótrúlega þægileg af því að það er hægt að gera hana í potti = lítið uppvask! Uppskriftin er líka einföld – ég er meira að segja farin að kunna hana utan að…. Klikkar aldrei!
OMG þessa verð ég að prófa, þetta er of girnilegt, takk takk
en… þarf að vera neskaffi… má ekki bara vera venjulegt ?
Ef notað er kaffiduft eingöngu þarf það að vera instant Nescafe sem er öðruvísi en venjulegt kaffiduft. Ef notað er venjulegt kaffi þá myndi ég nota uppáhellt sterkt kaffi eða espresso, ca. 0.5 dl.
Alveg meiriháttar góð kaka 🙂
Gott að heyra Guðfinna! Takk fyrir kveðjuna! 🙂
Ok ég lét verð af því að prófa þessa snilldaruppskrift, ég sleppti kaffinu (átti það ekki til). Þessi kaka gæti ekki verið einfaldari og þægilegri að útbúa. Við fjölskyldan gæddum okkur á henni á meðan hún var enn volg úr ofninum með vanilluís og hún minnti mig helst á lava cake sem maður fær bara á veitingarstöðum, um kvöldið skellti ég kökunni inn í ísskáp og fékk mér sneið næsta dag, Þá var hún þykk og chewy, algjört ÆÐI, mér fannst ég fá tvær kökur í einni, báðar guðdómlega góðar, tell niður dagana þar til ég get leyft mér að baka hana aftur, þarf helst að gera tvær því við erum of mörg um kræsingarnar. þessi kaka fær toppeinkunn, algjör snilld!!
En hvað þetta var skemmtilegt að heyra! 🙂 Mæli með því að baka tvær kökur sem fyrst aftur! 🙂 Takk fyrir kveðjuna / Dröfn
Við gátum ekki annað en prófað þessa eftir að Ylfa systir (hér að ofan) gat ekki hætt að dásama hana, þar sem hún býr erlendis gat hún ekki boðið okkur í heimsókn til að prófa hana þegar hún bakaði, þannig að allt stóðið var safnað saman heim til mömmu og pabba í gær og skellt var í kökuna. Þóra (önnur systir) tekur að sér að skella öllu í pottinn og er nú ekki að lesa nákvæmlega leiðbeiningarnar, því ég kem að henni þar sem hún er að reyna að veiða eggið upp úr eftir að hafa bara skellt öllu saman í pottinn (fyrir utan þurrefnin en sykurinn var kominn ofan í).. það hafðist merkilega að veiða eggið upp úr en hitt fékk bara að malla saman… það virtist ekki koma að sök, kakan var guðdómleg og var ekki lengi kláruð.. 😉 takk fyrir okkur!
Haha … gott hjá Þóru systur að skella öllu í pottinn! 🙂 Gaman að heyra frá ykkur systrum, verði ykkur að góðu! 🙂
Æðislegt, ha ha ha, alveg Þóra!! Ég lét það eftir okkur að baka aðra um helgina enda eru gestir á leiðinni frá Íslandi bráðlega og ég er nú þegar búin að panta meira karamellupipp fyrir gistinguna. Sonur minn er svo búinn að biðja um að þetta verði afmælistertan hans í ár, rétt rúmur mánuður í stóra daginn hans og hans ósk verður uppfyllt, með glöðu!!
Gerði þessa í gær og er svo GÓÐ !!!! + frábær síða hjá endalaust flott í matinn og góðar uppskriftir fyrir mig og mína .Takk fyrir
Gaman að heyra að þér líkaði kakan Alma! 🙂 Takk fyrir hrósið, það gleður! 🙂
Hæ hæ.
Ég er að baka fyrir afmæli dóttur minnar og langar að vita hvort ég geti bakað hana núna og fryst hana? Þessi kaka hljómar ótrúlega vel og meðmælin greinilega góð miðað við „commentin“ sem þú ert búin að fá 😉
Já, það er vel hægt að mæla með þessari! 🙂 Það er ekkert mál að frysta þessa köku en kremið verður svolítið blautt þegar að kakan þiðnar, kannski lítur hún því ekki eins vel út afþýdd, þó að hún bragðist örugglega eins. Best væri líklega að baka bara botninn og frysta. Afþýða svo botninn kvöldið fyrir afmælið og setja kremið á þá um kvöldið eða morguninn eftir þannig að kakan fái að bíða svolítið með kreminu á, áður en hún er borin fram. Gangi þér vel! 🙂
Takk kærlega fyrir að svara svona fljótt 🙂
Þessi er kominn í uppáhald:)
Gaman að heyra! 🙂
Bakvísun: Eftirréttir fyrir gamlárskvöld | Eldhússögur
Þessa gerði ég núna áðan og ætla að bera fram með eftirréttum í kvöld! Vona að hún bragðist vel! Get ekki séð annað en að hún muni gera það;)
Vonandi líkaði ykkur kakan vel! 🙂 Takk fyrir kveðjuna og gleðilegt ár!
Ég er svolítið spennt að prófa þessa köku fyrir næsta saumaklúbb. Er hún bökuð á blæstri eða yfir- og undirhita?
Ég mæli eindregið með þessari fyrir saumaklúbbinn Edda! 🙂 Ég gef upp hitann miðaðan við undir- og yfirhita.
Þessi er alveg frábær, ég nota einn espresso í hana í stað kaffidufts og það kemur vel út.
Gaman að heyra, takk fyrir kveðjuna! 🙂
Var með þessa í saumaklúbb í kvöld, sló alveg í gegn og fæ að deila uppskriftinni áfram. 🙂
Frábært Eyrún! 🙂 Endilega deildu áfram!
Gerði þessa í kvöld og hún er syndsamlega góð, notaði sterkt lagað kaffi í stað kaffiduftsins. Kærar þakkir fyrir .þessa uppskrift.
Frábært Stína! Takk fyrir kveðjuna! 🙂
Notar þú lausbotna kökuform fyrir hana ?
Sæl Gerða. Ég nota ekki lausbotna form, þau eru of lág. Best er að nota smelluform eða sílikonform, ca. 24-26 cm í þvermál.
Hahahaha never mind……las yfir hana aftur og sá 😉
Ok! 🙂
Þessi er alveg svakalega girnileg (einsog allt annað á síðunni) en hvernig helduru að það kæmi út að hafa bæði pipp með karmellu og piparmyntu?
Sæl Klara! Ég held að það gæti komið mjög vel út! 🙂
Bakvísun: Kjötbollur með eplum og beikoni ásamt jógúrtsósu með fetaosti | Eldhússögur
Ætla að prófa þessa fyrir saumaklúbbinn í kvöld. Vona að ég hafi nógan tíma, annars prófa ég pönnukökusouffle-ið. Endalaust hægt að fá hugmyndir hér, kemur í staðin fyrir margar matreiðslubækur (ekki það að ég ætli að hætta að kaupa svoleiðis, ónei!!!!)
Vonandi náðir þú að prófa þessa köku Svala, hún er svo fljótleg og góð! 🙂
Ég prófaði og ég get svo svarið það að ég sá glytta í tár á hvarmi, svo hrifnar voru þær. Er búin að bara tvisvar síðan og alltaf sama sagan! Prófaði reyndar eitthvað voða fansý súkkulaði í annað skiptið, sem kostaði u.þ.b. handlegg, og hún varð bara verri við það. Svo suðusúkkulaði er það sem bragðast best!!!!
Frábært að heyra Svala! 🙂
Skemmtileg síða hjá þér! 🙂 Þessi kaka hljómar alveg svakalega girnileg! Varð líka extra spennt að sjá að væri hægt að skipta hveitinu svona auðveldlega út. En hvað með lyftiduftið, er hægt að nota vínsteinslyftiduft í stað lyftidufts? Lyftiduftið er ekki glútenlaust. Miður verðum við að sniðganga glútenið algjörlega á mínu heimili.
Sæl Bryndís! Þér ætti að vera óhætt að skipta út lyftiduftinu fyrir vínsteinslyftiduft, notaðu sama magn og gefið er upp í uppskriftinni. Gangi þér vel! 🙂
Loksins var hún bökuð. Gerði mikla lukku í afmælisveislunni og kláraðist fyrst allra. Smakkaðist bara ljómandi vel glútenlaus 🙂 Þessi er komin efst á listann hjá glútenlausa hluta fjölskyldunnar sem og annarra 😉
Frábært að heyra það Bryndís, takk fyrir að skilja eftir kveðju! 🙂
Sæl aftur.
Um daginn var ég komin af stað með súkkulaðið og smjörið í pottinum. En enginn sykur til á heimilinu! Rakst þá á dökkt agavesíróp inn í skáp og notaði það eins og leiðbeiningar sögðu til þ.e. hve mikið síróp væri mikill sykur. Kakan var ekki eins góð og pínu römm á bragðið, auðvitað alveg vel æt. En er mun betri með venjulegum sykri. Óvænt tilraunastarfsemi og þetta varð niðurstaðan.
Gaman að heyra um þessar tilraunir Bryndís! Ég mun halda mig við sykurinn! 😉
Þessi er algjört æði, ég held að ég hafi bakað hana svona 20 sinnum og hún slær alltaf í gegn 🙂
Frábært að heyra Rebekka mín! 🙂 Þessi kaka er algjört „safe card“, öllum finnst hún dásamlega góð og ekki er verra hversu auðvelt og fljótlegt er að baka hana! 🙂
Bakvísun: Súkkulaðikaka með “fudge” kremi | Eldhússögur
frábær síða hjá þér, ég var að spá hvort að það mætti nota spelt í staðinn?? og hrásykur í staðinn fyrir hvítann sykur??
kveðja Maria Anna
Ég veit það hreinlega ekki Anna María, ég hef aldrei prófað. Ég held að speltið hljóti að vera í lagi þar sem að magnið er svo lítið. Spurning hvernig hrásykurinn kemur út. Prófaðu endilega og láttu vita hvernig það gekk! 🙂
ég prófaði það og þetta var algjört hit :0) smakkaði rosalega gott. Þannig það er alveg hægt
Frábært að heyra það Anna María, gott að vita! 🙂
Þetta er ekkert spes kaka
ég er í sjokki að heyra þetta, ég er búin að gera þessa köku margoft og það er rifist um hana hér á bæ, eitthvað hlýtur að hafa misfarist hjá þér. Hún er svo sniðug og þægileg að gera og algjört sælgæti. Ég bý erlendis og hér kemur engin í heimsókn nema færa mér karamellupipp svo ég geti bakað.
Bakvísun: Súkkulaðikaka með Pipp bananakremi | Eldhússögur
Búin að prófa þessa og finnst hún æðisleg, bæði að baka og borða 😉 Sérstaklega úr ísskápnum daginn eftir hehe… en ég las eitthvað vitlaust í fyrsta skiptið sem ég bakaði hana (eða meira svona heilinn tengdi vitlaust :P) og keypti karamellu Nizza í staðinn fyrir Pipp. Það var svo hrikalega gott að ég er ekki enn búin að þora að prófa að nota Pipp eins og í uppskriftinni!
Ég ætla að gera þessa á morgun, til að taka með í vinnuna á miðvikudaginn í tilefni eigin afmælis. Var að spá í að prófa að setja kókospálmasykur í staðinn fyrir hvítan, á svoleiðis og hann er alltaf fyrir mér uppi í skáp 😛 en þori því ekki alveg eftir að lesa komment hérna að ofan með agave… kannski prófa ég 50/50 😉 Æji svo hugsar maður reyndar, fyrst verið er að leggja í svona gúmmelaði yfirhöfuð á þá ekki að fara bara alla leið!
Takk fyrir skemmtilega kveðju Eyrún! 🙂 Sniðugt að þú sért að nota karamellu Nizza með góðum árangri. Minn hugur fór af stað og ég fór að hugsa um súkkulaðikrem búið til úr Nizza með lakkrís – ég þarf að útfæra eitthvað svoleiðis! 🙂 Ef þú þorir að gera tilraunir með kókospálmasykur eða eitthvað slíkt láttu þá vita hvernig til tekst og til hamingju með afmælið á miðvikudaginn! 🙂
Bakvísun: Af Gigglebellies og geðsjúkrahúsum | Sólheimafréttir
Ætli geti passað að hafa banana pipp súkkulaði?
Já, ég hef prófað það, algjört æði! 🙂
Bakvísun: Vinsælustu eftirréttirnir | Eldhússögur
Bakvísun: Vinsælustu uppskriftirnar 2013 | Eldhússögur
gerði tvær svona á gamlárskvöld og setti after eight í kremið á annari í stað pipp súkkulaði … MJÖG gott … báðar alveg svakalega góðar
Frábært að heyra Perla! 🙂
Ég gerði þessa köku í dag og hafði hana í eftirmat í matarboði í kvöld og það voru allir dolfallnir yfir henni, þvílík dásemd!
Takk fyrir uppskriftina – hún verður svo sannarlega bökuð aftur!
En hvað þetta var skemmitlegt að heyra Hrafnhildur! 🙂 Takk fyrir kveðjuna!
Elska þessa köku!! Þegar ég gerði hana fyrst þá sendi pabbi mér sms: Viðbjóðslega góð súkkulaðikaka :D.
Fékk gesti í dag og geri þessa snilldar köku. Hún verður pottþétt gerð aftur, og prufað með öðrum fylltum súkkulöðum🍫🍫😀😀
Gaman að heyra Maya! 🙂