Pecanböku-ostakaka


IMG_7826Vinur okkar hjóna kom í mat til okkar í vikunni. Hann er mikill matgæðingur og góður kokkur, ég gat því ekki boðið honum upp á neitt slor! 😉 Ég hafði í aðalrétt ofnbakaða þorskinn með pistasíusalsa, sætkartöflumús og sojasmjörsósu. Þetta er orðinn svona „my go to“ réttur þegar mig langar að bjóða upp á gómsætan aðalrétt í matarboðum. Ég er búin að skoða svo margar góðar uppskriftir af eftirréttum undanfarið að ég var í dálitlum vandræðum með hvað ég ætti að velja. Og þó – ég var langspenntust fyrir þessari köku! Þeir sem hafa smakkað pecanpæ og bakaða ostaköku þurfa ekki að spyrja hvers vegna! Það er greinilega eitthvað þema hjá mér að blanda saman ostakökum við aðrar kökur samanber brownie-ostakökuna sem ég er með uppskrift af hér. En að þessu sinni er  pekanböku blandað saman við ostaköku sem er þvílíka snilldin! Þetta er algjört sælgæti sem er skemmtilegt að baka og enn skemmtilegra að borða!

IMG_7771

Uppskrift:

Botn:

  • 300 g Digestive kex
  • 150 g smjör
Pecanböku-fylling:
    • 200 g sykur
    • 200 g síróp
    • 80 g smjör, brætt
    • 2 egg
    • 150 g pecan-hnetur, saxaðar gróft
    • 1 tsk vanillusykur
Ostakaka:
  •  600 g rjómaostur
  • 130 g púðursykur
  • 2 msk hveiti
  • 4 egg
  • 150 ml rjómi
  • 1 tsk vanillusykur

Ofninn stilltur á 180 gráður undir- og yfirhita. Smjör brætt og kex mulið í matvinnsluvél eða mixer og því blandað saman við smjörið. Sett í bökunarform með lausum botni og blöndunni þrýst i í botninn og aðeins upp í hliðar á forminu. Botnin bakaður í 10 mínútur og látin kólna á meðan pecanböku-fyllingin er búin til.

Öllum hráefnunum fyrir pecanböku-fyllinguna blandað saman í pott og látið ná suðu. Látið blönduna malla á meðalhita þar til hún hefur þykknað. Hrært í stöðugt á meðan, þetta tekur 8-10 mínútur. Blöndunni er hellt yfir kexbotninn. Þá er ostaköku blandan útbúin.

IMG_7781

Rjómaostur hrærður í hrærivél eða með rafmagnsþeytara á meðalhraða þar til hann er orðin mjúkur. Þá er púðursykri og hveiti bætt út í þar til blandan verður kremkennd. Eggjum bætt við einu og einu í senn og þeytt vel, en þó ekki of lengi. Að síðustu er rjómanum og vanillusykrunum bætt út í og hrært á meðan. Þá er ostakökublöndunni hellt yfir pecanbökuna. Bakað í miðjum ofni við 180 gráður í klukkustund. Þá er slökkt á ofninum og kökunni leyft að bíða í ofninum í klukkustund í viðbót. Þá er kakan kæld í minnst 4 tíma áður en hún er borin fram.

IMG_7815

20 hugrenningar um “Pecanböku-ostakaka

  1. Þar sem ég er gesturinn sem upplifði herlegheitin vil ég fyrst þakka þér Dröfn enn og aftur fyrir matarbloggið. Ég hef sagt það áður að uppskriftavalið á síðunni er eins og sniðið að mínum smekk. Listin við matreiðslu felst í að gleðja samtímis augu og bragðlauka, þá list kannt þú svo sannarlega vinkona. Síðan vil ég þakka frábært mararboð, það gerist stundum á heimleiðinni frá ykkur hjónum eftir enn eitt velheppnaða matarboðið að ég lúti höfði þá kannski á rauðu ljósi og þakki Almættinu fyrir að hafa leitt ykkur Elfar æskuvin minn saman. Það gerðist s.l. fimmtudagskvöld þar sem ég sat og hugsaði til Pecan ostakökunnar STÓRkostlegu fullur þakklætis með matarást í hjarta og einmitt á rauðu ljósi.

    Hjartans þakkir.

    Svanberg.

  2. Ég var að taka þessa út úr ofninum og sá þá að það hafði lekið smjörlíki út um allan ofn og það var frekar leiðinlegt að þrifa hann. Ég var með lausbotna smelluform bakaði botninn fyrst í 10 mín setti svo hnetufyllinguna og síðan ostablönduna ofan á og bakaði í 1 tíma á 180 undir og yfir hita. Er ég einhverstaðar að gera vitleysu?

    • Það hljómar eins og þú hafir gert allt rétt. Ég átta mig ekki á af hverju það lak smjör hjá þér. Botninn ætti að vera það þéttur að úr honum ætti ekki að koma neitt smjör. Spurning hvort að smelluformið þitt sé óþétt eða vitlaust smellt saman þannig að það hafi ekki haldið við kökuna nægileg vel. Vonandi bragðast samt kakan vel! 🙂

  3. nýtt mót sem ég keypti í dag en maður getur svo sem keypt gallaða vöru en borðar þú þessa köku með einhverju eða bara dry. p.s hakkrúlla í ofninum núna.

  4. Bakvísun: Ostakaka með crème brûlée | Eldhússögur

    • Frábært að heyra Jóhanna og rjómaostakökuklúbbur hjómar stórkostlega – ég þarf að komast í svoleiðis klúbb! 🙂

  5. Ætla að græja þessa um helgina. Er rjóminn þeyttur àður en hann fer saman við í ostakökufyllinguna eða bara beint úr fernunni?

  6. Sæl
    Mikið hlakka ég til að prófa þessa.
    Er hægt að gera þessa köku og frysta hana ? Eða geymist hún í nokkra daga í ísskáp ?

    • Ég hef sjálf ekki fryst bakaðar ostakökur en ég hef oft lesið um það, þe. að einmitt bakaðar ostakökur sé vel hægt að frysta. Passa bara að þær séu orðnar kaldar áður en þær fara í frystinn. Svo myndi ég bara frysta þær í bökunarforminu og setja plastfilmu eða álpappír þétt á. Gangi þér vel! 🙂

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.