Tælensk gulrótarsúpa


IMG_7868Helgin hefur liðið í rólegheitum. Jóhanna Inga er búin að eyða allri helginni með Kötlu vinkonu sinni, þær gistu saman báðar næturnar. Í gær fóru þær í Krakkahöllina og deginum í dag eyddu þær í snjóhúsagerð ásamt Vilhjálmi. Ég fór hins vegar með skólasystrum mínum út að borða í gærkvöldi, svo sáum við Macbeth og enduðum á bar fram eftir nóttu þar sem mastersgráðunum okkar var fagnað! 🙂

En að uppskrift dagsins, aldrei þessu vant er komið að súpu-uppskrift! Þessi súpa er algjör snilld, hún er hollustusprengja sem hentar vel á flensutímum og er notaleg að gæða sér á í skammdeginu. Í súpunni eru einungis örfá hráefni sem eru fremur ódýr, hverju öðru hollara en síðast en ekki síst er súpan ofsalega bragðgóð. Þessa verðið þið bara að prófa!

Uppskrift f ca. 3-4:

 • 500 g gulrætur
 • 1 gulur laukur
 • 3 hvítlauksrif
 • 1 rautt chili
 • 2 cm ferskt engifer
 • 400 ml kókosmjólk (1 dós)
 • 6 dl vatn
 • salt & pipar
 • olía til steikingar
 • ferskt kóríander (má sleppa)

Gulrætur flysjaðar og skornar í ca. 1 cm sneiðar. Laukur og hvítlaukur saxaður fínt. Chili fræhreinsað og saxað smátt. Olía sett í pott og laukur, hvítlaukur og chili steikt þar til laukurinn verður mjúkur og glær. Þá er gulrótum bætt út í ásamt vatninu. Suðan látin koma upp og súpan látin malla þar til gulræturnar verða mjúkar. Þá er potturinn tekinn af hellunni og súpan maukuð (auðveldast með töfrasprota beint í pottinn en líka hægt að nota matvinnsluvél). Þá er kókosmjólk bætt út í ásamt engifer sem er rifinn með rifjárni. Súpan látin ná suðu og malla í dálitla stund, kryddað vel með salti og pipar. Gott er að bera fram súpuna með grófsöxuðum kóríander.

Brauðið með súpunni er ósköp hversdagslegt en samt svo gott. Ég nota venjulegt heimilisbrauð og dreypi á það dálítilli ólífuolíu, þá set ég tómatsneiðar, því næst rifinn mozzarellaost og að lokum dreifi ég yfir brauðið ítölsku kryddi ásamt grófsöxuðu fersku kóríander og steinselju. Hita í ofni við 230 gráður þar til osturinn er farinn að dökkna.

IMG_7861

7 hugrenningar um “Tælensk gulrótarsúpa

 1. hæ, líst vel á brauðið sem er með súpunni en það er engin uppskrift af því .
  Langar að vita hvað er á brauðinu ?
  takk fyrir , flottar uppskriftir hjá þér og girnilegar.
  kv. Sjöfn

  • Hæ Sjöfn, brauðið með súpunni er ósköp hversdagslegt en samt svo gott. Ég nota venjulegt heimilisbrauð og dreypi á það dálítilli ólífuolíu, þá set ég tómatsneiðar, því næst rifinn mozzarellaost og að lokum dreifi ég yfir brauðið itölsku kryddi ásamt grófsöxuðu fersku kóríander og steinselju. Hita í ofni við 230 gráður þar til osturinn er farinn að dökkna.
   Ég bætti þessu inn í uppskriftina! 🙂

 2. Sæl, prófaði súpuna og brauðið. Þetta var svakalega gott.
  Hef prófað margar af uppskriftunum og allt reynst vel.
  Bestu kveðjur, Sigurborg

 3. þetta eru flottar uppskriftir hjá þér. Ég ætla að prófa þessa súpu á morgun.

  Kv. Róbert

   • Þetta er svaka fín súpa, það voru allir hrifnir af henni á mínu heimili. Ég mæli með henni
    kv.Róbert

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.