Ítalskur parmesan kjúklingur


IMG_7887Þetta er færsla númer tvöhundruð á matarblogginu mínu! Það þýðir að ég er komin með alveg hreint ágætissafn af uppskriftum. Þó svo að ég hafi alltaf eldað og bakað töluvert mikið þá hafa síðastliðnir átta mánuðir frá því að ég stofnaði þetta blogg verið einstakir. Síðan þá hef ég sjaldan eldað sama réttinn tvisvar því ég er alltaf með hugann við að bæta við uppskriftasafnið hér á síðunni. Þessa kjúklingauppskrift prófaði ég í fyrsta sinn í kvöld og hún sló í gegn hér á heimilinu. Mjúkur kjúklingur í bragðgóðri sósu með stökkum hjúpi umvafinn dásamlegum ostum – getur varla orðið betra! Rétturinn er ekki bara einstaklega góður heldur barnslega einfaldur að útbúa! Þessa uppskrift verðið þið bara að prófa!

IMG_7881

Uppskrift:0007764490040_300X300

 • 2 msk ólífuolía
 • 4 hvítlauksrif, fínsöxuð eða pressuð
 • chili krydd eftir smekk
 • pipar & salt
 • 6 kjúklingabringur
 • 4-500 gr. tómatsósa með basiliku (ég notaði þessa sósu frá Franseco Rinaldi sem fæst í Krónunni og örugglega á fleiri stöðum, sjá mynd)chathamvillage_croutons_largecut_cheese_garlic_5oz
 • fersk basilka, söxuð gróft
 • 300 g rifinn mozzarella ostur
 • 150 g parmesan ostur, rifinn
 • 1 poki brauðteningar með hvítlauk

IMG_7873IMG_7879

Ofn hitaður í 180 gráður. Olíunni dreift í botninn á stóru eldföstu móti. Hvítlauk, chilikryddi, pipar og salti dreift yfir. Þá eru kjúklingabringurnar lagðar þar ofan á. Því næst er tómatsósunni hellt yfir kjúklinginn. Því næst er basilikunni dreift yfir tómatsósuna. Svo er helmingnum af mozzarella ostinum dreift yfir ásamt helmingnum af parmesan ostinum. Svo er brauðteningunum dreift yfir og loks restinni af mozzarella ostinum og parmesan ostinum. Bakað í ofni við 180 gráður í ca. 30-40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Borið fram með hrísgrjónum og salati.

IMG_7884

Ein hugrenning um “Ítalskur parmesan kjúklingur

 1. Takk fyrir þessa uppskrift. Hún kom á alveg réttum tíma, átti nánast allt í þetta og vantaði einmitt einhverja nýja hugmynd. Svo átti ég reyndar líka smá beikonkurl sem ég skutlaði í líka og lokaniðurstan rosalega góð.

 2. Takk kærlega fyrir frábæra uppskrift. Við fengum kollega í mat og þetta sló alveg í gegn. Erum alveg orðin „hooked“ á þessari síðu og bíðum spennt eftir næstu uppskriftum. Held við splæsum samt næst í pistasíu þorskinn. Takk fyrir okkur

 3. Dásamlega góðar parmesan kjúklingabringur, var að borða þær. Bringurnar voru stórar ( er í USA) þurfti að elda lengur en 40 mín. Dasamlegt, nota lundir næst.

  • Gaman að heyra Sigríður! Já, ég get ímyndað mér að það þurfi að lengja tímann fyrir „huge“ bandarískar kjúklingabringur! 🙂

 4. Sæl. Takk fyrir mjög góða síðu :=) Ein spurning, hvað er þetta fyrir marga þessi uppskrift ?
  Kveðja Gerður

  • Sæl Gerður
   Ég myndi segja að þessi uppskrift væri fyrir 5-6 manns. Oftast nægir ein kjúklingabringa á mann, það fer aðeins eftir stærðinni á bringunum.

   • Takk fyrir þetta. þá ætla ég að gera 1 1/2 uppskrift :=)
    Eigðu góðan dag.

 5. Ég er ný inná síðunni þinni og það er svo rosalega mikið sem mig langar að prófa 🙂 Ákvað að prófa þennan rétt í kvöld og hann sló alveg í gegn hjá fjölskyldunni enda mjög góður og auðveldur að gera, ég var með salat og sauð ferskar gulrætur og setti pínu hunang út í og það passaði mjög vel með. Ég kem til með að prófa fullt af fleiri uppskriftum frá þér 🙂
  Takk kærlega fyrir.
  Kv. Rósella

 6. Eldaði þennan rétt í gær og hann vakti mikla lukku:) Ekki var verra hvað það var fljótlegt að gera hann:)

 7. Dásamlegur kjúklingaréttur, notaði núna kjúllalundir og það var frábært. Við dæsum hér af vellíðan eftir réttinn frá þér.
  Kv, Sigríður

 8. Bakvísun: Parmesan- og kryddjurtakjúklingur | Eldhússögur

 9. Bakvísun: Ostafylltur kjúklingur með parmaskinku | Eldhússögur

 10. Virkilega ljúffengur réttur. Sleppti reyndar brauðteningunum en góður var hann samt. Nýr uppáhalds!
  Takk fyrir skemmtilega síðu og ótal góðar uppskriftir.
  Kv. Íris

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.