Nutella rúlluterta


IMG_7895Það var svo dásamlegt veður hér í höfuðborginni í dag. Þegar sólin skín líkt og í dag þá finn ég alltaf hversu niðurdrepandi myrkrið og skammdegið í raun og veru er. Það er því dásamlegt að daginn sé að lengja og sólin farin að skína! 🙂 Um helgina skellti ég í þessa einföldu rúllutertu. Það er gaman að baka köku sem tekur svona stuttan tíma í undirbúningi og bakstri. Ég held að það hafi liðið um það bil korter frá því að ég byrjaði að baka þar til að kakan var tilbúin. Fyrir þá sem eru hrifnir af Nutella þá er þessi kaka „must“! Ef einhver veit ekki hvað Nutella er, þá er það heslihnetusúkkulaðimauk, algjört nammi! Mér datt í hug að það væri gott að skera niður bananabita ofan á Nutella kremið! Ég held að það geti verið rosalega gott og ætla sannarlega að prófa það næst!

Nutella

Uppskrift:

  • 3 egg
  • 1,5 dl sykur
  • 50 g smjör, brætt
  • 2 msk mjólk
  • 2 msk kakó
  • 2 msk kartöflumjöl
  • 5 msk hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • ca. 1/2 dós Nutella
  • (bananar? ég held að það gæti verið gott að skera niður bananabita ofan á nutella kremið! 🙂 )

IMG_7834

Ofn hitaður í 250 gráður undir/yfirhita. Egg og sykur þeytt létt og ljóst. Mjólkinni er hellt út í brædda smjörið. Kakói, kartöflumjöli, hveiti og lyftidufti blandað saman. Því er svo bætt út í eggjablönduna á víxl við smjör/mjólkurblönduna. Þá er deiginu helt á ofnplötu klædda bökunarpappír og dreift úr deiginu þannig að það myndi ferning. Bakað við 250 gráður í ca. 4-5 mínútur. Um leið og kakan kemur úr ofninum er henni hvolft á sykurstráðan bökunarpappír. Gott er að bíða í nokkrar mínútur eftir því að kakan kólni svolítið áður en Nutella kremið er borið á kökuna, annars bráðnar það. Þegar Nutella kreminu hefur verið dreift jafnt yfir kökuna (mér finnst gott að hafa kremið fremur þunnt) er henni rúllað upp.

IMG_7838

3 hugrenningar um “Nutella rúlluterta

  1. heyrdu… tad var nutella dagurinn i gaer her i svitjod… var tad tilviljun eda ekki? eg heyrdi tad i dag

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.