Túnfisksalat með kotasælu og avókadó


IMG_7745Þó ég elski osta mikið þá sá ég í hendi mér að það væri kannski ekki gæfulegt að nota Gullost sem álegg í öll mál! Þetta túnfisksalat er sjúklega gott svo ekki sé minnst á hversu hollt það er. Ég skipti Gullostinum út með ánægju fyrir það – allavega í annað hvert mál! 🙂 Ég kaupi reglulega avókadó og bíð þolinmóð eftir því að þau verði passlega þroskuð. Hér skrifaði ég um hvernig hægt væri að flýta fyrir þroska þeirra (notabene þá er þetta kjúklingasalat æði!). Þegar avókadóið er passlega þroskað hræri ég í þetta salat, það tekur bara nokkrar mínútur, set það í vel þétt box inn í ísskáp og þá er alltaf hægt að næla sér í gómsætt álegg á brauðið eða hrökkbrauðið. Reyndar þá er „alltaf“ orðum aukið því salatið er ofurvinsælt að taka með sér í skóla og vinnu og stoppar stutt við á heimilinu! Best finnst mér að nota það á Minna mál hrökkbrauðið með osti og graskerafræjum

frettir_minnamal2 eða Finn Crisp hrökkbrauðið sem er miklu uppáhaldi hjá okkur Ósk.

UnknownUppskrift:

  • 1 dós túnfiskur í vatni
  • 1-2 lárperur (avókadó)
  • 1/2 lítill rauðlaukur
  • 1 stór dós kotasæla
  • ferskt kóríander
  • salt og pipar
  • 1/2 rautt chili (má sleppa)

Avókadó er skorið í fremur litla bita. Rauðlaukur saxaður mjög smátt. Kóríander saxað fremur smátt. Ef notaður er chili er hann fræhreinsaður og saxaður mjög smátt. Öllu blandað vel saman. Gott að setja á gróft hrökkbrauð með t.d. tómatsneiðum og/eða káli eða bara eitt og sér. Salatið geymist í boxi með vel þéttu loki í minnst 2-3 daga – það hefur eiginlega aldrei reynt á það hjá mér! 🙂

IMG_7739

11 hugrenningar um “Túnfisksalat með kotasælu og avókadó

  1. Takk fyrir góða og virka síðu, dett oft um hugmyndir að mat hjá þér.
    Ættir að prufa, túnfisk, rauðlauk, kotasælu, og 1 til 2 sentimetra af Wasabi paste ( bara smakka til), salt og svartan pipar. Einfallt og æðislegt. b. kv Maja.

  2. ÞÚ ! Ættir að prufa, túnfisk, rauðlauk, kotasælu, og 1 til 2 sentimetra af Wasabi paste ( bara smakka til), salt og svartan pipar. Einfallt og æðislegt., hef oft gert það ef mig langar í eitthvað rífandi kott á hrökkkexið..

  3. Æðislegt salat, bjó til tvö, þetta hefðbundna með majó, lauk, eggjum og alles, svo þetta og held svei mér þá að þetta hafi vinninginn. Bæði hollt og gott.

    • Gaman að heyra það Dísa! 🙂 Ég er sammála, finnst þetta slá hefðbundnu túnfisksalati við og ekki er verra að það er miklu hollara líka!

  4. Gerði blöndu af þínu og mínu…þ.e. túnfiskur, egg, kotasæla, avokadó, rauðlaukur og krydd…mjög gott…

  5. Ákvað að gera þetta frábæra salat áðan og það sló rækilega í gegn, ekkert smá ferskt og gott, og það skemmir ekki hversu hollt það er. Takk fyrir mig! 🙂

  6. Bakvísun: Dagur#4 | Kill The Cupcake

  7. Sssssssvvvvoooo gottt salat alveg frábært, mun gera þetta oft enda svo ferskt og hollt 🙂

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.