Um síðustu helgi þegar við vorum með kalkúnaveisluna buðum við upp á stóran og girnilegan humar í forrétt. Humar er eitt af því besta sem ég fæ. Þegar maður er með svona eðalgott hráefni í höndunum eins og þessi humar var, þá er mikilvægt að leyfa honum að njóta sín sem best. Mér finnst humar njóta sín best þegar hann er baðaður í gómsætu hvítlaukssmjöri! Til þess að auðvelda gestunum að borða humarinn og líka til að hann líti fallega út á disk, losuðum við hann úr skelinni og lögðum upp á bakið. Þetta er dálítið pill og þolinmæðisvinna. Ég sá auðvitað í hendi mér að slíkt hentaði skurðlækninum mínum vel og hann var settur í það verk! 🙂 Auðvitað leysti hann það verk prýðisvel úr hendi eins og sést á myndunum. Það er lítið mál að búa til hvítlaukssmjörið. Síðan þarf bara að passa að baka humarinn passlega mikið, alls ekki of mikið. Þá er maður komin með ljúffengan forrétt sem fátt slær við. Að sjálfsögðu er líka hægt að hafa svona humar í aðalrétt líka. Þá er um að gera að bera hann fram með nóg af brauði til þess að dýfa í sósuna góðu sem kemur af humrinum. Það er passlegt að bera fram þrjá humra á mann í forrétt en allavega fimm til sex á mann í aðalrétt, jafnvel meira. Uppskriftina fékk ég frá Fiskikónginum.
- 1 rauður chilipipar, fræhreinsaður
- 1 búnt steinselja
- 2-3 heilir hvítlaukar, afhýddir (já, þú last rétt!), gott að nota solo-hvílaukana sem koma í heilu.
- 500 g smjör, við stofuhita
- 1 msk maldonsalt
- reykt paprikuduft á hnífsoddi
- svartur pipar úr kvörn
- 2 kg humar, helst stór eða millistór
- hvítlaukssmjör (sjá uppskrift ofar)
- 1.5 dl hvítvín
- 1.5 dl rjómi
- maldonsalt
- svartur pipar úr kvörn

flott hja þer
Takk fyrir! 🙂
Þetta er svo ótrúlega skemmtileg síða hjá þér – hef eldað 3 rétti og allir mjög gómsætir 🙂
Gaman að heyra það, takk fyrir kveðjuna! 🙂
Omæ…þetta er ekkert smá girnilegt:)
þettta er á matseðlinum hjá okkur annað kvöld, hlakka til :=)
Namm, öfunda ykkur! 😉
Er búinn að búa til þetta hvítlaukssmjöt og grilla humar, þetta er algjör snilld 🙂 á klárlega eftir að prufa fleiri rétti af þessari síðu, mjög flott síða hjá þér kv María
Frábært að heyra María, takk fyrir kveðjuna! 🙂
Hafði humarinn um síðustu helgi, flott og gott að hafa hann svona uppá skelinni, minna mál en ég hélt rosalega góður, er með snikkersökuna í kvöld og hlakka til að prufa fleira
takk fyrir kveðja Þórunn
Gaman að heyra það Þórunn! 🙂 Vonandi líkaði ykkur Snickerskakan!
Bakvísun: Tíu tillögur af páskamat | Eldhússögur
Kæra Dröfn, á laugardaginn var ég með flotta veislu með humarinn frá þér í forrétt. Það er frábært að þú birtir svona góðar myndir með, því ég hef aldrei eldað humar fyrr. Ég á ekki matvinnsluvél en dró fram eldgamlan töfrasprota til að mauka kryddin og hrærivélin sá um rest. Humarinn heppnaðist vel og gestirnir dæstu af vellíðan, þvílík veisla. Aðalrétturinn var lambalæri en síðan toppaði ég veisluna með maskarponeþeytingi með Toffypops. Líka uppskrift frá þér. Þakka þér fyrir allar uppskriftirnar. Ég les þær alltaf og tek mig síðan stundum til og elda og útkoman er alltaf góð.
Kveðja, Sigríður
Mikið var þetta hlý og góð kveðja Sigríður – hún gleður mig mikið! 🙂 Vonandi heldur þú áfram að finna eitthvað gott héðan af síðunni.
Með bestu kveðjum, Dröfn
Prófaði þessa uppskrift og hún sveik ekki.
Frábært að heyra Lilja, þetta er einmitt ein af mínum uppáhaldsuppskriftum! 🙂
Bakvísun: Hátíðarmatur og nýjung á Eldhússögum | Eldhússögur
Bakvísun: Dillonskaka | Eldhússögur
Lalalala ég slefaði á hendurnar á mér þegar ég sá myndirnar😥😪😢😛😛😛
Jæja LOKSINS prófuðum við þennan rétt er búin að vera slefandi yfir honum svo lengi. Mamma bauð okkur í humar og ég sagðist auðvitað vita um sjúklega girnilega uppskrift 😉
Ekki vorum við svikin af henni enda alveg ROSALEGA gott.
Er strax farin að hlakka til að fá þennan rétt aftur 😉
Úff já, þessi er ægilega góður! 🙂 Vona að mér verði líka boðið í humarveislu sem allra fyrst! 😉
Eru 2-3 hvílauks rif eða heilir hvítlaukar??
Heilir hvítlaukar! 🙂 Ég nota alltaf solo-hvítlaukana sem eru heilir (koma nokkrir saman í svona lítilli bastkörfu). Þá sleppur maður við að taka utan af mörgum rifum.
Þetta er svo dásamlega gott að ég geri alltaf humar á þennan hátt og hann vekur alltaf jafn mikla lukku. Nota þessa síðu líka mjög mikið til að fá góðar hugmyndir og ekkert hefur klikkað. Gleðileg jól og takk fyrir 🙂
Frábært að heyra, takk fyrir þessa góðu kveðju! 🙂 Gleðileg jól!
Bakvísun: Ofngrillaður humar í hvítlaukssmjöri með Tripel Karmeliet og Hva Saa frá Mikkeller | Bjór & Matur
Sæll og Blessaður hvað þetta var rosalega gott 🙂