Spaghettí og hakk


Spaghettí og hakk! Einfaldara getur það varla orðið en samt er þetta einn vinsælasti rétturinn á okkar heimili. Ég held áfram með þemað ,,fljótlegir matréttir“ sem er alveg í takti við tímaleysið hjá mér þessa dagana.

Yngri krakkarnir eru svolítið kresin á sósuna í hakkinu. Þeim líkar illa ef í henni eru tómatbitar eða laukabitar. Mér finnst Rinaldi tómatsósurnar ákaflega góðar og nota þannig ,,orginal“ sósu sem ég krydda svo til sjálf. Þegar ég sýð spaghettí set ég vatn í stóran pott og læt suðuna koma upp, þá bæti ég út í ca 2 tsk af salti. Því næst set ég spaghettíið út í. Ég passa að hræra öðru hvort í því þannig að það festist ekki saman. Mikilvægt er að ofsjóða ekki spaghettíið, ,,al dente“ – ,,við tönn“ er málið! Það er, nógu mjúkt til að borða en samt enn þétt í sér.

Uppskrift:

  • 600 gr hakk
  • 1 krukka Rinaldi orginal tómatsósa
  • 2 msk basilika
  • 1 msk oregano
  • 1 tsk nautakraftur
  • 1 msk sojasósa
  • salt og pipar
  • spaghettí

Spaghettí soðið eftir leiðbeiningum. Hakk steikt á pönnu þar til það er steikt í gegn. Þá er sósunni hellt út á pönnuna. Því næst er kjötsósan krydduð með basiliku, oregano, nautakrafti, sojasósu, salti og pipar. Borið fram með dálitlu rifnum osti eða parmesan osti ásamt tómatsósu. Einnig gott að bera fram með réttinu brauð og nota það til þess að hreinsa upp góðu sósuna af disknum! 🙂

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.