Þessi fiskréttur er einn sá besti sem við höfum bragðað, svo einfalt er það! Bragðgóður fiskurinn með ljúffengu pistasíusalsanu, sætu kartöflumúsinni með mildu chili og límónubragði og svo sósunni sem er hnossgæti, gerð úr meðal annars smjöri og sojasósu, vá hvað þetta kom á óvart! Þetta var eins og að snæða fiskrétt á einhverjum frábærum veitingastað! Það hljómar núna eins og ég sé að mæra eldamennskuna hjá mér í bak og fyrir en það er uppskriftin sem er svona frábær, það getur hver sem er eldað þennan rétt! Enn og aftur undrast maður yfir því hvað hægt er að galdra fram dásamlega bragðgóða rétti með fremur fáum og einföldum hráefnum. Sósan var algjör snilld! Sem betur fer tvöfaldaði ég uppskriftina því sósan var hreinlega sleikt upp úr skálinni, sem og fiskurinn og kartöflumúsin. Næst ætla ég að prófa þessa sósu með laxi, það er örugglega líka meiriháttar gott. Með þessum rétti sauð ég nýtt og ferskt brokkolí. Ég sýð það afar stutt, það er ekki gott að borða mauksoðið brokkolí auk þess sem þá fara öll næringarefni úr því!
Sumum finnst erfitt að tímasetja matargerð og setja því kannski fyrir sig að það þarf að útbúa þrenns konar uppskriftir fyrir þennan rétt. En það er auðvelt. Best er að byrja á kartöflunum, afhýða þær, skera niður og byrja á að sjóða þær. Þegar þær eru komnar í pottinn er fiskurinn útbúinn og gerður tilbúinn fyrir ofninn. Eina sem er viðkvæmt fyrir biðinni er fiskurinn, maður vill bera hann á borð þegar hann er nýkominn úr ofninum. Þess vegna er best að setja hann í ofninn þegar kartöflurnar eru komnar vel á stað og jafnvel sósan líka. Kartöflumúsin er stöppuð, hrærð og bragðbætt í potti og þá þarf að skerpa á henni en það er hægt að gera hvenær sem er þannig að hún þolir vel að bíða.
- ca 5-600 gr sætar kartöflur, skrældar og skornar í bita
- 1-2 kartöflur, skrældar og skornar í bita
- 1/2 rautt chili, fræhreinsað
- safi úr 1/2 límónu (lime)
- ca 1 msk smjör
- salt og pipar
Kartöflur og sætar kartöflur skrældar og skornar í svipað stóra bita. Þær eru svo settar í pott og vatn rétt látið fljóta yfir. Chili skorið í tvennt langsum, fræin hreinsuð úr og því svo bætt út í pottinn. Til að fá bragðsterkari kartöflumús er hægt að saxa chili smátt. Límónusafa bætt út í pottinn. Suðan látin koma upp og soðið í 15-20 mínútur eða þar til að kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Vatninu helt af og chili (ef það er í heilu) fjarlægt. Kartöflurnar stappaðar fínt með smjöri og bragðbættar með salti, pipar og jafnvel meiri límónusafa. Til að skerpa á hitanum á sætkartöflumúsinni er hún sett í pott og hituð upp við meðalhita, hrært í á meðan.
- ca 600 gr þorskhnakkar eða þorskflök
-
salt og pipar
-
3-4 msk pistasíuhnetur, saxaðar (má líka nota furuhnetur)
-
3 msk sítrónusafi og rifið hýði af 1/2 sítrónu
-
1 msk olífuolía
- ca 1 dl fersk steinselja, söxuð
- 1/4 – 1/2 rautt chili, fræhreinsað og fínsaxað
Ofninn hitaður í 220 gráður. Þorskflökin skorin í bita og þeim raðað í smurt eldfast form. Kryddað með salti og pipar. Því næst er blandað saman í skál: pistsíuhnetum, sítrónusafa, sítrónuhýði, steinselju, chili og ólífuolíu. Blöndunni er dreift yfir fiskinn. Bakað í miðjum ofni við 220 gráður í ca 12-15 mínútur eða þar til fiskurinn er fulleldaður. Gætið þess að ofelda hann ekki.
Sojasmjörsósa
- 3 msk smjör
- 1 skarlottulaukur (hægt að nota 1/2 rauðlauk), saxaður fínt
- 1 hvítlauksrif, saxað fínt
- 1 tsk rautt chili, saxað fínt
- 2-3 msk sojasósa
- 1 msk steinselja, söxuð smátt
Smjör brætt í potti og látið krauma við fremur vægan hita í ca 15 mínútur þannig að smjörið verði brúnt. Froðan veidd af smjörinu. Lauk, hvítlauk, sojasósu, chili og steinselju blandað saman í skál og blandað út í smjörið rétt áður en sósan er borin fram. Njótið gjarnan með góðu hvítvínsglasi!
Sævar Már Sveinsson vínþjónn mælir með franska hvítvíninu Arthur Metz Pinot Gris. Lýsing: Roðagult. Meðalfylling, hálfþurrt, mild sýra. Hýði, reykur.
Þarna bjargaðir þú algjörlega matarboðinu mínu í kvöld! Takk, takk ég læt þig vita hvernig líkar 🙂
Frábært, ég er spennt að heyra hvernig ykkur líkar! 🙂
Frábærlega góður réttur. Þessi verður eldaður aftur. Kærar þakkir.
Frábært að heyra Guðlaug! 🙂
Þetta er með betri réttum sem ég hef smakkað!!..meiriháttar gott:)
Gaman að heyra Guðrún! Ég er alveg sammála, með betri fiskréttum sem ég hef borðað! 🙂
Þessi fiskréttur er svo góður. Með svona gott hráefni eins og þorskurinn getur orðið, steinliggur rétturinn. Bragðsamsetninginn er eins og vel samið ljóð, einfalt en segir svo mikið.
Wow hvað þetta var gott!!!!
Annars for ég í sumar á Satt og þar var borið fram brúnað smjör með brauðinu. Ss. Búið að brúna það vel og blanda því svo við óbrúnað smjör. Ég endaði á því að borða bara smjörið og sleppa brauðinu svo gott var það 😉
Gott að heyra! 🙂 Já, þetta brúnaða smjör er sælgæti! Maður þarf einmitt að prófa fleiri útfærslur á því.
þetta ætla ég að prófa við fyrsta besta tækifæri!!
talandi um brúnað smjör, hef ég fengið þann allra besta ís sem ég hef nokkurn tíma smakkað (fyrir utan jólaísinn hennar mömmu…) og það var rjómaís með brúnuðu smjöri í !!!
Vá, það hljómar ótrúlega spennandi! Núna verð ég ekki í rónni fyrr en ég hef athugað hvort ég finni uppskriftir af þannig ís! 🙂
Vá búin að prenta og nú er að fara að elda takk takk fyrir frábærar uppskriftir kæra Dröfn!
Verði ykkur að góðu! 🙂 Ég er spennt að heyra hvernig ykkur líkar!
Bakvísun: Ananasbaka | Eldhússögur
Bakvísun: Þorskur með balsamik-lauk og sellerímús | Eldhússögur
Þú ert snillingur Dröfn – hlakka til að smakka þennan rétt – þ.e. ef ég finn góðan þorsk í Stokkhólmi
Takk Inga mín! Vonandi finnur þú góðan þorsk í Stokkó! Ég hef borðað ágætis þorsk í Stokkhólmi þó hann slái auðvitað ekki þeim íslenska við! 🙂
Á frosna þorskhnakka….ætli þeir virki ekki vel….bara að afþýða þá alveg fyrst??
Þorskhnakkar eru bestu bitarnir, þrælvirka! 🙂 Ég myndi afþýða þá alveg fyrst.
Á eftir að prófa þennann rétt, er í vandræðum með munnvatnið að lesa uppskriftina, þorskhnakkinn er líka dásamlegur eins og við höfum getað keypt hann undanfarið.
Takk fyrir kveðjuna! Já, ég mæli með að þú prófir þennan rétt! 🙂
Þessi er tær smilld. Takk fyrir að deila.
Frábært að heyra Sveinn! Gaman hvað þú ert duglegur að nota uppskriftirnar mínar! 🙂
Hæ og takk fyrir allar þessar frábæru uppskriftir og deila þeim með okkur hinum… Við prufuðum þessa uppskrfit um daginn og notuðum þá fisk sem við keyptum heima á Íslandi. í dag erum við að prufa þetta á fisk keyptum frá Prinsip. Okkur þótti þetta æðislega gott og stefnum að því að nota þessa uppskrift sem forrétt ( þá í mini-skömtum ) í vinarjólaboði á næstu helgi. Hlökkum verulega til hvað þeim finnst.
Frábært að heyra þetta! 🙂 Það hljómar spennandi að nota réttinn í forrétt!
Þetta er algjörlega frábær réttur! Hef verið að velta fyrir mér hvort það gæti gengið að nota léttsaltaða þorskhnakka? Hefurðu einhvern tímann prófað það?
Gaman að heyra! 🙂 Ég hef ekki prófað léttsaltaða þorskhnakka en ég held að það gæti komið afar vel út í þessum rétti.
Vefurinn þinn er smátt og smátt að verða minn uppáhalds vefur….Þú segir skemmtilega og líflega frá og uppskriftirnar eru góðar! Ég notaði þorskhnakka í þessa uppskrift, snöggsteikti þá á logandi pönnu með salti og pipar. Um leið og ég snéri þeim þá setti ég salsað ofan á og pönnuna inn í ofn í 5 min. kom frábærlega út. takk fyrir
Takk fyrir góða kveðju Fríða! 🙂 Þín aðferð hljómar ofsalega vel, ég þarf að prófa hana næst! 🙂
Þetta er ein af mínum uppàhalds matarbloggum, kem oft til að skoða. Þetta er fràbær rèttur, maður þarf auðvitað að vera með gott hràefni eins og alltaf ef maturinn a að vera gòður og þetta er sko góð uppskrift!! 😉 „sòsan“ er algjört lostæti!!
Takk takk.
En hvað það var gaman að heyra Guðrún! 🙂 Já, ég er sammála þér með þennan rétt enda er þetta einn af mínum uppáhaldsréttum! Takk fyrir góða kveðju! 🙂
Mátti til með að þakka þér fyrir að deila þessarri uppskrift hafði þetta í matinn daginn áður en Hera hélt af stað til Parísar aftur og þetta er guðdómleg uppskrift, svo gaman að elda þetta líka , algjörlega mín uppáhalds fiskuppskrift núna fæ vatn í munnin að hugsa um þetta 🙂
Frábært að heyra þetta Dagný mín! Mikið gleður þessi kveðja mig. Ég er sammála með þessa uppskrift, hún er líka í uppáhaldi hjá mér og svo gaman að elda hana! Kærar kveðjur til ykkar allra!
Bakvísun: Grískur kjúklingaréttur með tzatziki jógúrtsósu | Eldhússögur
Bakvísun: Pecanböku-ostakaka | Eldhússögur
Takk fyrir frábærar uppskriftir. Er að velta einu fyrir mér, sýnist í salsanu þínu vera eitthvað rautt sem þó er ekki listað á hráefnislista… er þetta chili?
Sorrí, las aðeins lengra og sá að chilliið kemur í sósunni 😉
Sæl Sif! Ég velti þessu einmitt fyrir mér þegar ég gerði þennan rétt í annað sinn og fór eftir eigin uppskrift. Ég hef greinilega sett smá fínsaxað chili út í pistasíusalsað á myndinni. Ég er því farin að setja örlítið chili út í salsað þegar ég geri þennan rétt. Það gefur svo fallegan lit! 🙂
Sé að allir eru sammála mér: þetta er æðislegur réttur! En nú færðu sko hrós frá Fiskihatara miklum! Og ég borðaði sko hálft flak með bestu lyst í kvöldmatinn! 🙂 Foreldrar mínir eru búnir að fylla frystinn okkar af íslenskum þorski og eiginmaðurinn og sonurinn eeeeeeeelska fisk…og nú verð ég að finna mér uppskriftir svo að ég geti líka borðað matinn á fiskidögum – og þetta var sko alveg uppskrift þar sem ég gat borðað með 🙂 Ætlum að prófa þetta sem forrétt um helgina – skrifa svo til þín hvað danir segja við þessu 😉
En hvað þetta er gaman að heyra Freyja! Frábært að fá fiskihatara til að borða fisk! 🙂 Ég hlakka til að heyra hvað Danirnir segja. Ég mæli líka með þessum rétti: https://eldhussogur.com/2012/10/17/pizzufiskur-eda-thorskur-i-midjardarhafssosu-med-mozzarella/ Dóttir mín sem borðar alls ekki fisk er mjög hrifin af þessum fiskrétti líkt og við öll hin í fjölskyldunni.
Þessi uppskrift er búin að fá mig til að borða fisk 2 !! sinnum í þessari viku! 🙂 Og danirnir voru mjög hrifnir 😉 Næst er að prófa pizzufiskinn – alveg eitthvað fyrir mig 🙂
Sæl og blessuð og takk fyrir skemmtilegt blogg. Prófaði þennan rétt í kvöld og sló hann í gegn, yndislega góður. Prófaði einnig kjúklingarétt hjá þér um daginn og fékk hann einnig góðar viðtökur. Kærar þakkir, Sigurborg
Sæl Sigurborg! Kærar þakkir fyrir góða kveðju, það er alltaf gaman að heyra að fólk geti nýtt sér uppskriftirnar og finnist þær góðar! 🙂
Þessi uppskrift fær einkunina 6 af 5 mögulegum:) Besti fiskréttur sem ég hef gert, takk fyrir okkur:)
Frábært að heyra þetta Jóhann! 🙂 Ég er sammála, þetta er frábært fiskréttur!
Bakvísun: Tíu tillögur af páskamat | Eldhússögur
Alveg geggjuð uppskrift sem ég prófaði í kvöld í matarboði. Féll í afar góðan jarðveg hjá sænskum gestum. Takk fyrir mig
Dásamlegt Kolbrún! Verði ykkur að góðu! 🙂
Þessi fiskréttur er algjör snilld, takk kærlega fyrir uppskriftina og bara þessa frábæru síðu ; )
Gaman að þér líkaði rétturinn Emilía, takk fyrir kveðjuna! 🙂
Hljómar ótrúlega vel, er samt með lax í ísskápnum, gæti það gengið? Einhverjar breytingar sem þyrfti að gera? Langar að prófa 🙂
Sæl Ásdís! Ég hef einmitt hugsað mér að nota lax í þessa uppskrift en hef ekki gert það enn. Þú þarft engu að breyta, fylgstu bara með eldunartímanum á laxinum þannig að hann verði ekki ofeldaður! Láttu endilega vita hvernig laxinn kemur út í þessari uppskrift! 🙂
Þetta hljómar vel. Ætla að prófa hann á erlendum gestum sem eru á leiðinni til landsins – Knús Lalli Matur Englanna
Spennandi að vita hvernig erlendu gestunum líkar rétturinn Lalli! Flott vefsíðan ykkar, Matur englanna! 🙂
Hæ Dröfn. Er hitinn miðaður við blástursofn eða venjulegan ofn?
Ég miða við undir- og yfirhita Steingerður! 🙂 Gangi þér vel!
Fiskurinn vakti mikla lukku, takk takk 🙂
Frábært Steingerður, það gleður mig! 🙂
Vá hvað þetta er hrikalega góður fiskréttur, held að hann sé bara sá besti sem ég hef smakkað lengi og samsetningin svo góð. Svo skemmdi ekki að ég átti smá hvítvínslögg í ísskápnum til að hafa með.
Takk kærlega fyrir þessa og aðrar uppskriftir hjá þér. Það er svo dásamlegt að það sé til svona fólk eins og þú sem prófar allskonar og leyfir svo fólki eins og mér að deila því með þér.
Frábær síða hjá þér.
Vá, gaman að fá svona hrós! 🙂 Kærar þakkir fyrir góða kveðju Selma! Vonandi heldur þú áfram að geta fundið uppskriftir hér á Eldhússögum!
Takk fyrir góða uppskrift, passaði allt svo vel saman.
Þakka þér fyrir Kristín! 🙂
Þessi fiskréttur er guðdómlegur og með því að skipta út sætkateflumúsinni fyrir blómkálsmús er þetta þá ekki algjörlega LKL ? 🙂
Jú Jensey, blómkálsmús er málið fyrir LKL! 🙂
Bakvísun: Lax með pecanhnetusalsa, blómkálsmús með chili og sojasmjörsósu | Eldhússögur
Alveg dásamlega gott, klárlega besta uppskrift sem við höfum prufað. Èg grillaði reyndar þorskhnakkana smurði svo salsanu ofan á hnakkann þegar èg var búinn að snúa stykkinu. Sósan er svo algjört knockout. Takk kærlega fyrir okkur.
Frábært að heyra þetta Hjalti, takk fyrir kveðjuna! 🙂
Takk kærlega fyrir þessa frábæru uppskrift 🙂 Hún var æði.
Þakka þér fyrir góða kveðju Helga! 🙂
Bakvísun: Smjördeigsbögglar með eplum í karamellusósu | Eldhússögur