Kjúklingapottréttur með karrí


Kjúklingapottréttur með karrí

Ég útbjó einfaldan en ákaflega góðan kjúklingarétt í gær sem mig langar að deila með ykkur. Kjúklingur í karrísósu klikkar jú aldrei en hér er sojasósu og appelsínusafa bætt við sem gefur sósunni einstaklega gott bragð.

IMG_0323

Uppskrift:

  • 600 g kjúklingabringur eða kjúklingalundir
  • 2 paprikur, skornar í bita
  • 1-2 gulir laukar, skorinn í þunnar sneiðar
  • 2 hvítlauksrif, söxuð smátt eða pressuð
  • ca. 150 g sveppir, niðurskornir
  • smjör til steikingar
  • 3 msk karrí
  • 1 msk paprikukrydd
  • 4 dl rjómi eða matreiðslurjómi
  • 2 dl sýrður rjómi
  • 2 msk ferskur appelsínusafi (ég notaði safa úr appelsínu)
  • 2 msk sojasósa
  • salt & pipar

Kjúklingurinn er skorin í bita og steiktur upp úr smjöri á pönnu þar til að kjúklingurinn er steiktur á öllum hliðum. Papriku, lauk, sveppum, hvítlauk, karrí og paprikukryddi er bætt út á pönnuna og steikt í nokkrar mínútur til viðbótar. Þá er rjóma, sýrðum rjóma, appelsínusafa, sojasósu, pipar og salti (sojasósan er sölt, farið varlega með saltið) bætt út í. Látið malla í nokkrar mínútur til viðbótar. Borið fram með hrísgrjónum og fersku salati.

IMG_0327

19 hugrenningar um “Kjúklingapottréttur með karrí

  1. Sæl.

    Eins og alltaf hjá þér dásamlega gómsætt og ég ætla að prófa en smá spurningar hver er munurinn á gulum lauk og venjulegum? Mér sýnast vera sveppir í þessum rétt er það bara rugl í mér eða má setja þá með?

    Hlakka mikið til að smakka.

    Kveðja Sigríður

    • Sæl Sigríður.

      Ég kalla venjulegan lauk gulan lauk – svona til aðgreiningar frá rauðlauk! 🙂 En þú hefur rétt fyrir þér, það eru sveppir í réttinum! Ég man það núna að ég ákvað að meðan ég var að elda að bæta við sveppum en gleymdi að skrifa það hjá mér. Ég er búin að bæta þeim inn í uppskriftina núna! 🙂

  2. heppna ég að sjá þennan póst 🙂 Vantar nýtt peningaveski og á leið til Amerkíku…………..ætla svo sannarlega að skella mér í Nordström og kaupa eins og eitt 🙂

      • takk, hlakka nú bara til 🙂

        Annars er bloggið þitt frábært, hef oft nýtt mér uppskriftir frá þér og hver og ein slegið í gegn hér á heimilinu
        Takk fyrir að bjóða okkur upp á þetta fína blogg 🙂

  3. Ok takk. Geðveikt veski. Veistu hvort ég fæ þetta á norðurlöndunum t.d. Noregi???

    • Oh, já – ég elska þetta veski! Mig langar í mikið fleiri liti. Þegar ég var að skoða þessi veski á netinu þá gat ég ekki fundið þau á Norðurlöndunum, allavega ekki á neinum vefsíðum. En þú gætir líka kíkt á Ebay, kannski hægt að fá þau eithvað ódýrari og sent hingað heim.

  4. Sæl, mig langar til að prófa þennan rétt í kvöld en ætla að sleppa kjúklingnum er nefninlega grænmetisæta 🙂 er eitthvað sérstakt grænmeti sem þú gætir hugsað þér að bæta við sem er ekki í uppskriftinni og hvort þú notar þessa klassísku söltuðu soja sósu ?

    Kv. Bjarni

    • Sæll Bjarni. Ég myndi nota sætar kartöflur, blómkál og brokkolí, allavega eitthvað af þessu þrennu, jafnvel allt. Ég hef ekki notað Kikkoman sojasósu því mér finnst hún alltof sölt, reyni að nota aðrar tegundir.

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.