Ég gerði þennan ljúffenga og sniðuga hakkrétt fyrr í vikunni. Rúllan er skemmtileg tilbreyting frá því sem maður gerir venjulega úr nautahakki og öllum fjölskyldumeðlimum fannst hún ofboðslega góð. Það er fljótlegt að búa til þessa nautahakksrúllu og svo er henni bara skellt inn í ofn. Mér finnst svoleiðis matur alltaf svo þægilegur, þá getur maður gengið frá í eldhúsinu eða gert eitthvað annað á meðan maturinn eldast. Sósan er frábærlega góð, það má alls ekki sleppa henni. Svo er hægt að leika sér með innihaldið í rúllunni, nota til dæmis rifinn piparost, fetaost eða gráðost í stað venjulegs ostar. Það er líka hægt að nota annað grænmeti líkt og papriku, lauk og/eða sveppi og ekki er verra að bæta við beikoni.
Hér hef ég gert aðrar góðar útfærslur af nautahakksrúllunni:
Nautahakksrúlla með mozzarella, tómötum og basilku
Nautahakksrúlla með beikoni, eplum og sveppum
Mexíkósk nautahakksrúlla
Það er ákaflega einfalt að aðlaga nautahakksrúlluna með osti og brokkolí að LKL – lágkolvetna mataræðinu – og ég setti leiðbeiningar hvernig fara á að því inn í uppskriftina. Fyrir LKL fólk væri sniðugt að bera fram með rúllunni til dæmis blómkálshrísgrjón. Þau eru gerð með því að rífa niður blómkál (ekki stilkana, bara blómin) á grófu rifjárni. Það er svo sett út í sjóðandi vatn sem er saltað (vatnið á rétt að fljóta yfir þau) í 3 mínútur. Það þarf svo að láta leka vel af blómkálshrísgrjónunum, þau eiga að verða alveg vatnslaus, áður en þau eru borin fram. Það er hægt að gera stóran skammt og geyma í ísskáp í nokkra daga.
- 600 gr nautahakk
- 1 msk nautakraftur
- 1 msk kartöflumjöl (2 msk husk fyrir LKL-vænan rétt)
- 1 tsk salt
- pipar
- 1 egg
- 200-300 gr ferskt brokkolí, skorið smátt
- ½ dl steinselja, söxuð smátt
- 3-4 dl rifinn ostur
- 2-3 msk sojasósa
- 30 gr smjör, brætt
- 1-2 dl rjómi eða mjólk (fyrir LKL er rjómi bestur)
- 1 msk hveiti eða sósujafnari (sleppa fyrir LKL)
- 2 tsk rifsberjahlaup (sleppa fyrir LKL)
Ofninn er hitaður í 180 gráður. Nautahakki, nautakrafti, kartöflumjöli, salt, pipar og eggi hrært saman í skál. Hakkið flatt út í ferning á smjörpappír. Gott er að leggja smjörpappír ofan á hakkið og fletja það svo út með kökukefli.
Brokkolí, steinselju og rifnum osti dreift yfir. Með hjálp smjörpappírsins undir hakkkinu er því rúllað upp eins og rúllutertu. Rúllan er færð yfir í eldfast mót. Bræddu smjöri og sojasósu blandað saman og helt yfir rúlluna. Hitað í ofni í ca. 40-50 mínútur, fer allt eftir þykkt rúllunnar. Þegar rúllan er elduð í gegn er hún tekin úr eldfasta mótinu og sett undir álpappír. 2-3 dl af vatni er hellt út í eldfasta mótið sem er sett aftur inn í ofninn og hann stilltur á grill. Þegar vökvinn fer að sjóða eftir nokkrar mínútur er honum hellt yfir í pott og 1-2 dl af rjóma eða mjólk hellt út í. Sósan er svo þykkt með hveitijafningi (smá vatn og hveiti hrist eða hrært saman) eða sósujafnara. Fyrir LKL- væna sósu er best að nota rjóma og leyfa sósunni að malla dálítið, við það þykkist hún og þá þarf ekki sósujafnara. Það er líka hægt að bæta ca. 2 msk af rjómaosti út í sósuna til að hjálpa til við þykkingu. Rifsberjahlaupi er að lokum bætt út í sósuna (ekki fyrir LKL) og hún smökkuð til með salti og pipar. Borið fram með til dæmis kartöflumús (blómkálshrísgrjón fyrir LKL, sjá efst), salati og rifsberjahlaupi.
Ég hefði alveg verið til í að sjá inn um stofugluggann ykkar þetta kvöld! 🙂
svakalega fin og góð uppskrift
Gaman að heyra það Júlíus og Svava! 🙂
Vá hvað þetta var eitthvað allt annað en rúlla sem fór inn í ofnin hjá mér núna rétt í þessu. Kássa er örugglega nærri lagi. En vonandi kemur þetta til með að bragðast vel. Ég þarf bara að masters rúllutæknina betur.
Haha! 🙂 Vona að þetta bragðist vel samt!
Þú rúllar þessu einhverntímann upp 🙂
Hrikalega gott og afgangur í kvöld, steikt à pönnu og svo inn í ofn og spæld egg og salt með, jömí gott.
Gaman að heyra! Og góð nýting á afgöngunum, hljómar girnilega! 🙂
Prufaði þessa í gær og hún er æðisleg, næst ætla ég að prufa að setja gráðost á milli og sveppi namm namm 🙂 Takk fyrir þessa frábæru síðu.
Takk fyrir hrósið! Gráðostur og sveppir hljóma rosalega vel! 🙂
Þetta var alveg æðislegt og gerði mikla lukku á minum bæ, takk fyrir mig 🙂
Frábært Sirrý, gaman að ykkur hafi líkað vel! 🙂
Dröfn takk fyrir þessa síðu hún er alveg frábær;) Er búin að prófa marga hluti en síðan hefur algjörlega bjargað matreiðslu leiðanum sem ég hef verið haldin upp á síðkastið. Þessi rúlla rann ljúflega i fjölskylduna en hún var með lauk og paprikku (átti ekki brokkoli) og sló algjörega í gegn!! Einnig fór ég með mascapone eftirréttinn í matarboð um helgina sem sló í gegn;)
Kveðja Guðrún
Kærar þakkir Guðrún, en hvað þessi orð gleðja mig! 🙂 Paprika og laukur hljóma spennandi í rúlluna, ég þarf að prófa það! Gaman að Mascarpone rétturinn hafi líka slegið í gegn. Takk fyrir góða kveðju! 🙂
Bakvísun: Ostafylltur kjöthleifur | Eldhússögur
Þessi hakkrúlla náði strax sæti á vinsældarlistanum hjá fjölskyldunni….trónir nú efst á listanum 😀
Takk kærlega fyrir þessa uppskrift, ljúffengt, ljúffengt, ljúffengt.
Vá hvað ég er ánægð með það! 🙂 Kærar þakkir!
Heyrdu… Bjarni eldadi tetta ikvöld. Tetta kom nu otrulega skemmtilega a ovart!! Brynja setti upp alveg otrulega fyndinn svip tegar rullan var sett a bordid ….leist sko EKKI a tetta…..“ Ohhhhh hvenaer aetlardu ad eld lasagnhette“ sagdi hun… Svo byrjadi hun a ad taka ALLA sultuna a skeidina sina og vid saum nu ad hun myndi borda sultu og karftöflumus i kvöldmat. en svo smakkadi hun tegar egtok brokkoli ur og fannst alveg agalega gott,,. Endadi med tvi ad hun bordadi fullt af tessu og vill ad verdi eldad aftur. Bjarni datt i bloggin ykkar svövu i dag og segist aetla elda hakkretti handa okkur ALLA vikuna.— held eg fai bradum hina rulluna sem er med filadelfiaosti og sweet chili.— veit honum leist voda vel a hana..
Enn og aftur…. Takk f tessu blogg… Mer finnst tetta storkostlegt!!
Gleymdi einu… Hann baetti i tetta beikoni sem var ad f ad renna ut a naestu dögum.. Tad er hugmynd f adra sem vilja profa. Tetta er svona daemigert sem madur getur tint til ur isskapnum.. Er tad ekki annars dröfn?
Æðislegt Halla! Jú, þetta er nákvæmega svona réttur sem hægt er að setja í hvað sem er, mismunandi osta, grænmeti, beikon og annað góðgæti! Glæsilegt að Brynja borðaði þetta og mér líst vel á að Bjarni taki út fleiri hakkrétti! Svo mæli ég með kjúklingalasagnanu. Það lítur ekki út fyrir að vera krakkavænt en matvöndu börnin mín elska það! Kram til ykkar allra og ég hlakka til að hitta ykkur á fimmtudaginn! 🙂
Ég heyrði af þessari síðu á spítalanum og við ákváðum að prófa þessa uppskrift fyrst. Heppnaðist svona líka vel. bestu þakkir
Frábært að heyra það Þorkell! Gaman að fá kveðju frá spítalnum, takk fyrir! 🙂
mallar í ofninum…
Þetta var svakalega gott og ekkert varð eftir. Mæli algjörlega með þessum rétti.
Gaman að heyra Sigurborg! 🙂 Takk fyrir kveðjuna!
Algerlega slegið í gegn á mínu heimili. Er komið til að vera.
En hvað það var skemmtilegt að heyra Jóna, gaman að fá svona kveðju! 🙂
Ótrúlega skemmtileg og bragðgóð aðferð til að komast yfir hakk leiðan sem við fjölskyldan erum komin með. Takk fyrir bloggið þitt, það er búið að kveikja í mér „tilrauna neistann“
En hvað þetta var skemmtileg kveðja Birna! 🙂 Takk fyrir!
Prófaði þessa, mjög góð en lenti þó í vandræðum með krakkana sem byrjuðu strax að plokka brokkolíið í burtu en voru sammála um að kjötið væri rosalega gott 🙂 svo ég prófa hina rúlluna næst eða hef annað á milli 😉
Hahaha… það er ekki hægt að plata krakkana í grænmetisát svo auðveldlega! 🙂 Spurning að prófa sig áfram með annað grænmeti eða hafa hana bara krakkavæna með osti og beikoni til dæmis! 🙂
já ostur og beikona 🙂 klikkar ekki þegar maður á stráka 😉
Jæja, var að elda þetta. rosa gott. Víðir var smá skeptískur á þetta allt saman en svo fannst honum þetta bara rosa gott. Nadía meira að segja borðaði allt og er hún nú ekki þekkt fyrir það 🙂
Snilldarréttur 🙂
Frábært að heyra Sigga! 🙂
Bakvísun: Nautahakksrúlla með beikoni, eplum og sveppum | Eldhússögur
Bakvísun: Hakkrúlla með grænmeti | Binnubúr
Ein spurning, til hvers er kartöflumjölið?
Sæl Kristín, kartöflumjölið er til þess að halda nautahakksrúllunni betur saman. Það getur vel verið að það sé í lagi að sleppa því, ég hef ekki prófað. Ef þú ert að hugsa þetta útfrá LKL þá getur sett smá husk í staðinn.
Æðislegur réttur allir sáttir, mun gera þennan oftar 🙂
Gaman að heyra Halla Björk! 🙂
Elska að sjá hvað þú tekur tillit til LKL hópsins 🙂 og ég dái uppskriftirnar þína 🙂
Gaman að heyra þetta Selma, kærar þakkir! 🙂
Elska svona „idiotproof“síðu fyrir amatör eins og mig sem kann ekki að elda nema í hausnum,meira mál að framkvæma frábær sæiða hjá þér hlakka mikið til að prófa meira frá þér keep up the gr8 work kv Jósef
átti náttúrulega að vera síða afsakið mismælið
Gott að heyra Jósef, kærar þakkir fyrir góða kveðju! 🙂
Bakvísun: Hakkrúlla og annað góðgæti | Ofnæmismæðgur
Hef ein spurning i sambandi við uppskriftina. Hvað tyðir LKL? Sem tú skrifar oft i uppskriftini.
myndi giska á Low Cholesterol
Sæl Elsebeth. LKL þýðir lágkolvetna lífsstíll. Þ.e. það mataræði þar sem fólk forðast kolvetni og reynir að hafa mikla fitu.
Mjög girnilegt !
mjög góður réttur
Gott að heyra Auður! 🙂
Búin að rúlla þessari upp tvisvar, Nú setti ég grænkál í rjóma á pönnu og sauð smá upp á því til að mýkja það, það fór svo á milli og spínat og vel af rifnum osti. Blómkál sem meðlæti. Dásamlega gott takk fyrir okkur 😀
Ummm, það hljómar afar vel Elín, gaman að heyra þína útfærslu – takk fyrir góða kveðju! 🙂
Þetta er æðisleg uppskrift. Setti reyndar laukídýfuduft í staðin fyrir kjötkraft. Börn og fullorðnir alsælir með þetta á þessu heimili.
Frábært að heyra það Hulda! 🙂
Bakvísun: Nautahakksrúlla með mozzarella, tómötum og basilku | Eldhússögur
Hæ, var að prófa þetta áðan, nota reyndar lauk og papriku í staðinn fyrir brokkoli og steinselju 🙂 fann reyndar fyrir reynsluleysi í upprúllun þannig að maður þarf að æfa það, en bragðgott var það mjög 🙂
Laukur og paprika hljómar mjög vel Þorgeir! 🙂 Þú verður örugglega strax betri í upprúllununni næst þegar þú prófar! 😉
Þessi var prófuð í gær hjá mér og vakti mikla lukku. 🙂
Gaman að heyra það Ásta! 🙂
Bakvísun: Mexíkósk nautahakksrúlla | Eldhússögur
Ég veit nú ekki alveg hvað klikkaði hjá mér, en eftir 20 mínútur í ofninum var allt að fara klessu, og vandséð að það hefði hjálpað að hafa þetta 40 mínútur. Þegar það sem eftir var af „rúllunni“ náðist úr eldfasta mótinu, leit hún svona girnilega út, sem sjá má á myndinni í link neðar. En þetta var hinsvegar rosalega gott, það vantaði ekki, óháð útlitinu 🙂
sjáum hvort ég má setja link á herlegheitin.
http://www.flickr.com/photos/12278132@N07/10827969623/
Það var eins hjá mér Magnús, gekk illa að láta þetta tolla saman í rúllu 🙂 Kanski meira kartöflumjöl?
Sæll Magnús! Ég er sammála, þetta lítur ekki út eins og rúlla hjá þér á myndinni! 😉 Mér dettur í hug að rúllan sé kannski of þunn hjá þér, kannski gætir þú prófað að fletja hana minna út næst og ná þannig að hafa hana þykkari. Ég hef oft gert rúllu með allskonar fyllingu og alltaf náð henni eins og á myndinni. Ég er því ekki með neina góða lausn fyrir þig, því miður en óska þér góðs gengis ef þú prófar aftur! 🙂
Bakvísun: Vinsælustu uppskriftirnar 2013 | Eldhússögur
Eg var ad elda thessa i kvøld, eg baud minum dønsku vinum i mat, Thad var rosa gott, Takk fyrir goda blok, Anni Esbjerg Danmark.
Gaman að heyra það Svanhildur! 🙂 Kveðja til ykkar í Esbjerg!