Baka með sætum kartöflum


Sætar kartöflur eru í raun alls óskyldar venjulegum kartöflum. Þær eru upprunnar frá Suður Ameríku og hafa verið ræktaðar í nokkur þúsund ár. Þær eru stútfullar af C- og E-vítamíni auk beta-karótíns og eru þar með ríkar af andoxunarefnum. Að auki hafa sætar kartöflur lágan blóðsykurstuðul. En síðast en ekki síst eru þær afar bragðgóðar og það er hægt að matreiða þær á margvíslegan hátt. Þessi ljúffenga sætukartöflubaka er það matarmikil að hana er hægt að flokka sem grænmetisrétt og hún passar afar vel sem aðalréttur með góðu salati. En við fyrsta bita þá hugsaði ég samt strax um kalkún! Auðvitað fara sætar karöflur og kalkúnn saman eins og hönd í hanska og þó svo að rétturinn sé á mörkunum að vera of matarmikill til að hægt sé að flokka hann sem meðlæti þá ætla ég samt að prófa hann með kalkún við fyrsta tækifæri. Það tækifæri kemur reyndar fyrr en varir þar sem Elfar og kollegar ásamt mökum halda kalkúnaboð árlega og í ár verður boðið hjá okkur. Þó enn séu rúmir tveir mánuðir í boðið er ég strax farin að skipuleggja í huganum forrétt, meðlæti og eftirétti! 🙂

Uppskrift:

  • 2-3 sætar kartöflur
  • 1 pakki smjördeig, afþýtt
  • 200 gr sýrður rjómi
  • 1 egg
  • 1 eggjarauða
  • 1/2 tsk salt
  • 1 krukka fetaostur
  • 2-3 msk salatblanda (hnetu- og fræblanda)
  • nýmalaður pipar
  • 4 msk parmesanostur, rifinn
  • 2 msk olía

Hitið ofninn í 200 gráður. Pakkið sætu kartöflunum í álpappír og bakið þær í 40 mínútur eða þar til þær eru næstum bakaðar í gegn. Þar sem ég er óþolinmóð og alltaf í tímaþröng þá skar ég hverja kartöflu í ca. þrjá bita og bakaði þær þannig, þá gat ég stytt bökunartímann. Ef þið notið Findus smjördeig, 5 plötur, þá eru þær afþýddar, lagðar á hveitstráð borð og samskeytin lögð ofan á hvert annað. Deigið er svo flatt út dálítið þannig að það passi í eldfast mót. Fóðrið botn og hliðar á eldfasta mótinu (20×30 cm) með smjördeiginu, látið 3 cm deigkant vera allan hringinn. Blandið sýrðum rjóma, eggi, eggjarauðu og salti saman. Smyrjið blönduna yfir deigið. Afhýðið kartöflurnar, skerið í bita og setjið ofan á blönduna. Sigtið olíuna frá fetaostinum og dreifið honum yfir kartöflurnar. Sáldrið salatblöndu, nýmöldum pipar og parmesanosti ofan á. Penslið deigkantana með olíu. Bakið í um það bil 25 mínútur eða þar til deigið er orðið gullið. Berið fram með góðu salati.

5 hugrenningar um “Baka með sætum kartöflum

  1. Mikið hrikalega eruð þið með girnilegar fallegar og skýrar uppskriftir! Mig langar að prófa allar….
    Kveðja,
    HHelga

  2. Hvað er þessi uppskrift áætluð fyrir marga? þá sem aðalréttur.
    kveðja Hrund

  3. Bakvísun: Baka meA� sA�tum kartA�flum | Hun.is

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.