Grillaður lax með kryddjurtamaríneringu og klettasalatssósu


IMG_9833

Mér finnst lax ákaflega góður. Það liggur við að mér finnist hver einasti laxaréttur vera „sá besti sem ég hef bragðað“! En ég held að það sé vegna þess að það er varla hægt að klúðra svona góðu hráefni eins og laxinn er. Að þessu sinni grillaði ég laxinn með einkar góðri maríneringu og gerði með honum ofsalega góða klettasalatssósu. Þessa klettasalatssósu væri einnig gott að nota með til dæmis grilluðum kjúklingi. Ég grillaði imagesgrænmeti með laxinum, sætar kartöflur, gulrætur og blómkál. Grænmetið skar ég niður í bita, velti því upp úr ólífuolíu, góðum kryddum og grillaði í snilldar grillbakkanum frá Weber. Ég mæli svo mikið með þessum grillbakka. Hér um alltaf þegar ég grilla, set ég eitthvað grænmeti í bakkann, það slær ekkert meðlæti grilluðu grænmeti við! Ég hef séð þennan grillbakka ódýrastan hjá Bauhaus.

Ég fékk um daginn sendingu frá Saltverk Reykjaness.

IMG_9846

Fyrirtækið framleiðir vestfirskt kristalsjávarsalt sem eru stórar og stökkar saltflögur. Saltið er unnið með aldagamalli íslenskri aðferð sem stunduð var í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp á 18.öld. Frábært salt sem ég mæli sannarlega með. Það var svo spennandi að ég fékk líka prufur af nýju bragðbættu Saltverks-salti sem er ekki enn komið á markaðinn. Meðal annars lakkríssalti og blóðbergssalti. Ég er búin að vera að þefa og smakka á saltinu og reyna að átta mig á hvernig best væri að nota það. Einna spenntust er ég að finna góða leið til þess að nota lakkríssaltið! En ég notaði blóðbergsaltið í maríneringuna á laxinn og það kom afar vel út.

IMG_9844Uppskrift:

800 g laxaflak

Marínering:

  • 1 dl fínsöxuð blaðasteinselja (eða kóríander)
  • 1 límóna (lime), hýði fínrifið og safinn
  • 4 hvítlauksrif, fínsöxuð
  • 2 msk ólífuolía
  • salt (ég notaði blóðbergssalt frá Saltverki) og pipar

IMG_9826

Hráefninu í maríneringuna er hrært saman. Laxinn er lagður á þar til gerða grillgrind eða einnota grillbakka. Maríneringunni er dreif fyrir laxinn og hann grillaður við meðalhita í um það bil 10 mínútur eða þar til hann er eldaður í gegn – það þarf að gæta þess að ofelda hann ekki. Borið fram með grilluðu grænmeti og klettasalatssósu.

IMG_9832

Klettasalatssósa:

  • 2 dl sýrður rjómi
  • ca. 2 stórar lúkur klettasalat
  • 2 hvítlauksrif
  • ½ dl furuhnetur
  • 1 dl fínrifinn parmesanostur
  • salt och grófmalaður svartur pipar

Öllu blandað saman í matvinnsluvél og borið fram með fisknum.

IMG_9836

5 hugrenningar um “Grillaður lax með kryddjurtamaríneringu og klettasalatssósu

  1. Gaman, gaman, meiri lax…lax…lax! Elda oft kóriander laxinn og bíð eftir að vikulaxinn komi á síðuna. Þessi verður prófaður á næstu dögum.
    Verð að tjekka á þessu nýja salti næst þegar ég kem heim. Fylli alltaf allar ferðatöskur af saltverkssalti og nota í gjafir. Snilldargjöf fyrir útlendingana, fallegar umbúðir og frábært salt. Vildi að þeir framleiddu það með ensku ritmáli…eða hvað maður segir…getur eldhúskonan ekki komið þeirri ósk á framfæri:)

    • Við erum greinilega laxasystur Ragga mín! 🙂 Ég þarf að koma þessu á framfæri við Saltverks-fólkið! Auðvitað snilldarhugmynd hjá þér mín kæra! 🙂

      • Æðisleg uppskrift og laxinn smakkaðist mjög vel. Bætti smá fínt söxuðu chili út í marineringuna sem ég lét liggja á í ca klst. og notaði spinat í stað klettasalats í sósuna. Allir mjög ánægðir með matinn jafnt gestir sem heimilisfólk. Mæli hiklaust með þessari uppskrift.

      • Frábært að heyra Sigfríður, spennandi að heyra þína útfærslu af réttinum. Takk fyrir kveðjuna! 🙂

  2. Bakvísun: Grillaður lax með kryddjurtamaríneringu og klettasalatsósu | LKL

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.