Kalkúnavorrúllur og stúdentsveisla


IMG_5795Í gær var stór dagur hjá okkur fjölskyldunni en þá útskrifaðist Óskin okkar úr Versló. Mér finnst stúdentsútskriftir svo dásamlegar. Glæsileg ungmenni sem standa á þröskuldi fullorðinslífsins, menntaskólinn að baki og þau geta tekið hvaða þá stefnu í lífinu sem hugur og hjarta girnist. Ósk er metnaðarfull og dugleg, hún er löngu búin að ákveða að fara í lögfræði næsta haust og hún hlakkar mikið til að takast á við það verkefni. IMG_5762IMG_5736Við vorum með veislu heima í tilefni dagsins. Fyrst sátum við þó langa og skemmtilega athöfn i Háskólabíói. Það er með ólíkindum hversu hæfileikaríkir krakkar eru í Versló. Þarna tróðu upp krakkar úr útskriftarhópnum með glæsilegum söng, óperusöng, spiluðu Rachmaninoff á píanó og ég veit ekki hvað. Dúx skólans var sá hæsti í sögu skólans, fékk 9.8! Það þarf sannarlega ekki að bera kvíðboga fyrir framtíðinni þegar allir þessir flottu krakkar taka við keflinu af okkur „gamla“ fólkinu! 🙂 IMG_5848Við vorum með allskonar smárétti í veislunni. Ég útbjó allt sjálf fyrir utan þrennt, risarækjurnar og sushi frá Osushi og svo keypti ég líka glæsilegar litlar stúdentskökur frá Önnu konditori. Mér finnst svo fallegar stóru stúdentsterturnar hennar. Önnu KonditoriHins vegar vildi ég hafa allt í smáréttaformi. Ég bað því Önnu um að gera litlar kökur með stúdentshúfum sem hún og gerði – þvílíkt flott! 🙂 IMG_5797 IMG_5796Ég gerði að auki tvenns konar sæta bita, litlar Pavlovur og franska súkkulaðikökubita. Það er algjör snilld að búa til franska súkkulaðiköku og bera fram í litlum munnbitasneiðum með smá rjóma og jarðaberi, fullkomnun í einum munnbita! 🙂 Það er lítið mál að tvöfalda þessa uppskrift, setja hana í ofnskúffu og baka í 30 mínútur. Þegar kremið er komið á er gott að setja hana í kæli áður en hún er skorin niður í litla bita. Mér finnst best að setja svo rjómann og jarðaberið á rétt áður en kakan er borin fram, þannig er það ferskast. IMG_5741 Að auki gerði ég litlar Pavlovur sem eru alltaf svo góðar. IMG_5740 Að þessu sinni prófaði ég nokkrar nýjar smáréttauppskriftir sem lukkuðustu vel. IMG_5791IMG_5755 Ég fann uppskrift að skemmtilegum vorrúllum í Gestgjafanum (minnir að hún hafi komið frá Lukku í Happi). IMG_5746Ég breytti aðeins uppskriftinni eftir ábendingu vinkonu minnar sem prófaði þær um daginn. Í uppskriftinni er kjúklingur hakkaður. Hins vegar er tilbúið kalkúnahakk (frosið) í versluninni Víði og það kostar bara 799 krónur kílóið. Ég notaði það og einfaldaði aðeins uppskriftina, hún kom vel út og var mikið auðveldari en ég hélt. Wonton deigið er eins og örþunnt smjördeig sem kemur í litlum ferningum, ca. 50 stykki í pakka (misjafnt þó eftir tegundum), það fæst í Víetnömsku búðinni á Suðurlandsbraut. Deigið kemur frosið og kostar um 800 krónur pakkinn. Það er mjög fljótt að þiðna og auðvelt í notkun. Í þessari uppskrift eru rúllurnar hitaðar í ofni sem kemur vel út en auðvitað er örugglega enn meira djúsí að djúpsteikja þær. Það er lítið mál að útbúa þessar rúllur deginum áður og geyma þær í kæli. Svo er gott að hita þær aðeins upp í ofni áður en þær eru bornar fram. IMG_5790 Uppskrift (ca. 30-40 rúllur)

 • 600 g kalkúnahakk (fæst frosið hjá Víði)
 • 3 msk sesamolía
 • 2 msk bragðlítil olía
 • 6 hvítlauksgeirar, rifnir
 • 4-5 msk ferskt engifer, rifið
 • 250 g sveppir, saxaðir smátt
 • 1 stór blaðlaukur, saxaður smátt
 • ca. 2 meðalstór rauð chili aldin, fræhreinsuð og söxuð mjög smátt
 • 6 msk Hoisin-sósa
 • 10-12 dl fínt skorið kínakál
 • 1 pakki Wonton deig (fæst í Víetnömsku búðinni – Suðurlandsbraut)
 • olía til að pensla rúllurnar með
 • sweet chill sósa til að dýfa vorrúllunum í

Ofn stilltur á 190 gráður við undir- og yfirhita. Sesamolía og olía hituð á pönnu. Hvítlaukur og engifer er steikt í nokkrar mínútur (má ekki brenna). Þá er kalkúnahakkinu bætt út á pönnuna og það steikt. Því næst er sveppunum bætt út í og allt steikt í nokkrar mínútur. Svo er blaðlauk, chili og hoisin-sósu bætt út í látið malla í 1-2 mínútur og pannan því næst tekin af hellunni. Að síðustu er kínakálinu blandað saman við og blandan látin kólna dálítið. Einn Wonton ferningur er tekinn fram og ca. 2 tsk af blöndunni er sett inn í ferninginn, brotið lítið eitt upp á sitt hvorn endann og deiginu rúllað þétt upp. IMG_5666Gott er að hafa vatn í skál hjá sér og bleyta endann á deiginu þegar loka á samskeitunum á rúllunni. Þá er fingrinum dýft ofan í vatnið og brúnirnar bleyttar hæfilega mikið á deiginu. Rúllunum er raðað, með samskeytin niður, á ofnplötu klædda bökunarpappír. Rúllurnar eru penslaðar með olíu og settar inn ofn í um það bil 7-8 mínútur. Þá er þeim snúið við og þær bakaðar áfram í ca. 7-8 mínútur eða þar þær hafa náð fallegum lit og eru stökkar. Rúllurnar eru bornar fram með sweet chili-sósu. IMG_5669IMG_5671IMG_5793

28 hugrenningar um “Kalkúnavorrúllur og stúdentsveisla

 1. Rosalega flott eins og alltaf,og mikið eru þið glæsileg,dóttirin samblanda af ykkur hjónum;-)

 2. Vá, ekkert smá girnilegt! Ertu með uppskrift af litlu Pavlovunum? Einnig, hvernig hvítt súkkulaði er þetta sem jarðaberjum er dýft í?

  • Sæl Ragnhildur.

   Varðandi Pavlovurnar þá notaði ég þessa uppskrift hér: https://eldhussogur.com/2012/07/07/pavlova/ . Það fer dálítið eftir því hversu stórar kökur þú gerir en ég myndi giska á að þú fáir ca. 80 litlar Pavlovur úr þessari uppskrift (ég var með þær mjög litlar). Ég sprautaði marengsinum með rjómasprautu á bökunarplötu klædda bökunarpappír og það er hægt að ýta létt á hverja köku með skeið til að fá smá dæld í þær. Svo bakaði ég þær við 120 gráður í ca. 30-35 mín og slökkti þá á ofninum og lét þær kólna alveg. Ég bakaði mínar að kvöldi og lét þær kólna inni í ofninum yfir nóttu. Það er best að setja rjómann og berin ekki á fyrr en rétt áður en kökurnar eru bornar fram. Þar sem þær eru litlar þá verður marengsinn fljótt mjúkur og maður vill ekki að kökurnar klessist við diskinn. Ég sá í lok veislunnar að þá hafði marengsinn blotnað það mikið að maður þurfti spaða til að taka taka kökurnar upp. Í byrjun veislunnar var hins vegar hægt að næla sér í köku bara með fingrunum, það er því mikilvægt að draga eins lengi og hægt er að setja rjómann á. Ég setti rjómann á kökurnar með rjómasprautu (enga stund gert) bara svona hálftíma fyrir veisluna. Svo er hægt að setja hvaða ber sem er á rjómann, smá sneið úr jarðaberi, bláber og/eða hindber. Ég notaði líka ástaraldin.
   Einu jarðaberin sem ég var með þarna eru þessi á súkkulaðikökunni og þau eru bara á þeyttum rjóma.

 3. Til hamingju með stórglæsilegu dótturina! Veislan ferlega flott, eins og von var á frá þér,hlakka til að prófa vorrúllurnar.

 4. Alltaf svo stórglæsilegt hjá þér og til hamingju með dótturina en hvaða réttur er þarna við hliðina á diskunum ? Eru þetta fylltir sveppir? 🙂

 5. Glæsilegt matarborð og stúdent 🙂
  Hvaða uppskrift varstu með í frönsku súkkulaðikökunni ?

  og hvar fékk daman kjólinn sem hún er í ?

 6. Bakvísun: Fylltir sveppir | Eldhússögur

 7. Góðan daginn!
  Lítur mjög vel út veisluborðið! 🙂
  Er hægt að gera frönsku súkkulaðikökuna og/eða kalkúnarúllurnar einvherjum dögum fyrir veisluna og frysta?
  Eða gera það daginn áður og geyma í kæli?

  • Sæl Bára

   Ég hef ekki prófað að frysta vorrúllurnar. Hins vegar bjó ég þær til kvöldið fyrir veisludag og hitaði svo upp í ofni í stutta stund áður en ég bar þær fram í veislunni.
   Súkkulaðikökuna er vel hægt að frysta. Eina er að þegar hún þiðnar „grætur“ hún svolítið, þ.e. myndast vatn á kreminu. Það hefur ekki áhrif á bragðið samt.
   Það er líka hægt að frysta sjálfa kökuna og setja kremið á samdægurs.
   Eins er vel hægt að baka kökuna daginn áður, setja kremið á og geyma hana í kæli fram að veislu og skera hana þá niður.

 8. Ég var að spá í að gera vorrúllurnar í útskriftarveislu minni, mjög girnilegar 🙂 en hvar fæ ég Hoisin sósuna?

  • Ég hef fengið hana í Bónus og Hagkaup og í sumum Krónuverslunum allavega. Hún er örugglega til á fleiri stöðum. Hana er að finna í glerkrukku meðal asísku varanna.

 9. sæl, er með útskriftarveislu á föstudaginn og ætla að gera vorrúllurnar. Settiru fyllinguna inn í deigið og hitaðir þær þá í ofni og geymdir svo í kæli eða hitaðiru þær ekkert fyrr en rétt áður en þú barst þær fram? Helduru að það sé óhætt að gera þær á miðvikud?

  • Sæl. Ég gerði þær alveg tilbúnar, þe. hitaði í ofninum og geymdi svo í kæli. Hafði þær í eldföstu móti sem ég setti inn í ofn í smá stund áður en ég bar þar fram þannig að þær voru bornar fram volgar. Mér finnst 2 dagar svolítið langur tími. Annað hvort myndi ég búa þær til daginn áður. Eða búa þær til með nokkra daga fyrirvara, frysta þær óeldaðar (passa að pakka þeim inn með bökunarpappír á milli hverrar rúllu), taka þær svo út á útskriftardaginn (þær þiðna örugglega frekar fljótt) og elda þær rétt fyrir veisluna. Hins vegar verð ég að taka það fram að ég hef ekki prófað þetta sjálf og get því ekki ábyrgst útkomuna! 🙂

 10. sæl, ekkert smá girnilegt hlaðborð!
  Eitt sem mig langar að fá að vita um mozarella pinnana. Er þetta ekki mozarella, basilika og kirsuberjatómatar? Seturu eitthvað meira á þetta?
  Kveðja, Íris

  • Sæl Íris. Já, ég notaði litlar mozzarella kúlur sem ég skar í tvennt, kokteiltómata og basilku. Ég dreifði örlítið af olífuolíu yfir og smá salt og pipar.

  • Súkkulaðikökuna er vel hægt að frysta. Eina er að þegar hún þiðnar „grætur“ hún svolítið, þ.e. myndast vatn á kreminu. Það hefur ekki áhrif á bragðið samt.
   Það er líka hægt að frysta sjálfa kökuna og setja kremið á samdægurs.
   Eins er vel hægt að baka kökuna daginn áður, setja kremið á og geyma hana í kæli fram að veislu og skera hana þá niður.

 11. Sæl, svakalega girnilegt veisluborð hjá þér. Pinnarnir með mangóinu, er þetta kjúklingur? Ertu með uppskrift? Kv. Lísa

  • Sæl og afsakaðu seint svar. Ég fékk þá úr einhverju Gestgjafa blaði, held að þeir hafi verið frá Lukku hjá Happi. Man því miður ekki hvaða blað.

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.