Piparsteiktur þorskur á núðlubeði


Piparsteiktur þorskur á núðlubeðiÞað er kannski ekki hefðbundið að hafa núðlur með þorski en maður minn hvað þessi réttur var góður. Ég notaði þorskhnakka sem voru svo þykkir og djúsí. Ég hef skrifað um það áður hve hrifin ég er af þorski, mér finnst hann svo mikið betri en ýsan til dæmis. Ég verð að segja að þessi réttur kom mér skemmtilega á óvart og samsetningin var frábær, þetta er eiginlega eins og hálfgerð núðlusúpa borin fram með fiski. Ég ætla samt að passa mig betur á piparnum næst, mér fannst fiskurinn verða of sterkur fyrir minn smekk – enda sést það nú á myndunum að ég hafði ekki sparað piparinn! 🙂 Elfar hins vegar sem er afar hrifinn af piparsteikum, piparsósum og almennt öllu sterku, fannst fiskurinn alveg mátulega kryddaður og var afar hrifinn af fisknum svona vel pipruðum.

Uppskrift:

  • 800 g þorskur (ég notaði fiskhnakka), skorin í hæfilega stór stykki
  • maldon salt (ég notað Saltverks salt)
  • 3 tsk heil piparkorn
  • 1 tsk rósapipar
  • 3 stórar gulrætur, skornar í þunna stafi
  • 1 stór rauðlaukur, skorin í strimla
  • 1 stór paprika, skorin í strimla
  • 5 dl fiskikraftur
  • 1,5 msk sojasósa
  • 1,5 ts worchesters sósa
  • 1-2 ts sítrónusafi
  • ca. 1 msk balsamedik
  • núðlur
  • ólífuolía
IMG_0148
Dásamlega gott – mæli samt með að þið notið aaaðeins minna af pipar á ykkar fisk! 

Ofn hitaður í 180 gráður. Piparkornin eru ristuð á pönnu þar til þau byrja að „poppa“ aðeins. Þá eru þau mulin í morteli (eða með hnífsskafti) og sett á disk. Fiskurinn er kryddaður með dálitlu maldon salti og annarri hliðinni síðan þrýst létt á piparinn. Farið mjög varlega í piparinn og sleppið honum jafnvel fyrir börn og viðkvæma. Það er líka bara gott að salta og pipra fiskinn létt á hefðbundinn hátt. Því næst er piparhliðin steikt á pönnu upp úr smjöri þar til myndast hefur góð steikingarhúð. Svo er fiskurinn lagður í smurt eldfast mót með piparhliðina upp og bakaður í ofni við 180 gráður í ca. 10-15 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn – tíminn fer að sjálfsögðu eftir þykkt fisksins.

Á meðan er grænmetið steikt upp úr smjöri og/eða olíu í nokkrar mínútur. Best er að byrja á gulrótunum, svo bæta við lauknum og paprikunni. Því næst er fiskikrafti, sojasósu, worchesterssóu og sítrónusafa blandað saman í lítin pott og hitað upp, smakkað til með balsamedik og salti (ef með þarf). Núðlurnar eru soðnar samkvæmt leiðbeiningum og svo blandað við grænmetið á pönnuna. Borið strax fram. Best er að bera fram réttinn með því að nota djúpan disk, byrja á því að leggja núðlur og grænmeti á diskinn, þá fiskinn og ausa svo sósunni yfir.

IMG_0154

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.