Pönnuköku-souffle


Pönnuköku-souffle

Dagurinn í gær var mikill gleðidagur frá upphafi til enda. Okkur fjölskyldunni bárust frábærar fréttir um miðjan dag sem við erum enn að gleðjast yfir. Um kvöldið hringdi svo Elfar frá Svíþjóð en hann var þar í átta daga vinnuferð og átti ekki að koma heim fyrr en eftir helgi … hélt ég! En á meðan ég var að tala við hann í símann kom hann gangandi inn um útidyrnar með rós handa mér! 🙂 Hann hafði þá breytt ferðinni til að geta eytt helginni með fjölskyldunni, okkur öllum til mikillar gleði. Hann gat því farið með Ósk og sænsku vinkonu hennar, Helenu, í skemmtilega göngu í Reykjadal í dag. Þar fóru þau í náttúrulaug sem stelpunum fannst alveg magnað. Dagurinn byrjaði því með staðgóðum ,,brunch“ áður en lagt var af stað í gönguna.

IMG_9186

Í glasinu er skyrboostið góða og á disknum er eggjakakan mín sem ég fæ aldrei leið á. Reyndar var ekkert brokkolí í henni í dag, þess í stað var appelsínugul paprika auk sveppa og rifins cheddar osts. Á disknum er líka alfalfa spírur sem mér finnst svo góðar. Þær eru rosalega góðar í salat og ég nota þær líka mikið ofan á brauð. Þessar voru sérstaklega góðar, lífrænt ræktaðar og fengust í Nettó.

Í dag prófaði ég nýja útfærslu á pönnukökum sem mér fannst alveg ótrúlega skemmtileg og sjúklega góð! Pönnuköku-souffle! Finnst ykkur þetta ekki lokkandi hugtak?? 🙂 Það var svo gaman og gott að borða þessar pönnukökufrauð! Ég borðaði mitt heitt og dásamlega gott með þeyttum rjóma og hindberjasultu. Ótrúlega ljúffengt og gaman að borða eitthvað sem bragðast eins og pönnukaka en er létt og lokkandi eins og frauð. Það var afar einfalt að baka þessi pönnukökufrauð, ég bakaði þau í nákvæmlega 15 mínútur og þá voru þau fullkomlega bökuð. Ég hvet ykkur til að prófa þetta hnossgæti! 🙂

IMG_9197

Uppskrift í fjögur souffle-form:

  • 50 g smjör
  • 2 egg
  • 1,5 msk sykur
  • 0,5 dl rjómi
  • 0,75 dl mjólk
  • 1,5 dl hveiti
  • 0,5 tsk lyftiduft

IMG_9189

Ofninn er stilltur á 200 gráður við undir- og yfirhita. Fjögur souffle-form eru smurð með smjöri. Eggin eru aðskilin og eggjahvítan stífþeytt og látin bíða í ísskáp. Smjörið er brætt í potti á meðan eggjarauðurnar og sykurinn er þeytt saman. Því næst er mjólkinni, rjómanum og brædda smjörinu bætt út í eggjarauðurnar og sykurinn. Þá er hveitið og lyftiduftið sigtað og bætt út í. Að lokum er blöndunni blandað varlega saman við þeyttu eggjahvíturnar með sleikju. Deiginu er skipt í souffle-formin fjögur og þau bökuð fremur neðarlega í ofni við 200 gráður (undir- og yfirhita) í 15 mínútur. Borið strax fram með þeyttum rjóma og sultu.

IMG_9205Mér fannst þetta dásamlega gott, vona að þið séuð á sama máli! 🙂

IMG_9206

2 hugrenningar um “Pönnuköku-souffle

  1. Bakvísun: Ostakaka með crème brûlée | Eldhússögur

  2. Bakvísun: Baunaspírur | Eldhússögur

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.