Pönnubuff í grískri tortillu


Pönnubuff í grískri tortillu
Það var fámennt hjá mér í mat eitt kvöldið og ég ákvað að nýta einn nautahakkspakkann frá Mýranauti. Ég kíkti í ísskápinn og setti mér það markmið að búa til eitthvað úr því sem ég átti til. Útkoman var samruni grískrar og mexíkóskar matargerðar sem var bæði afar fljótlegur og afskaplega góður réttur! Reyndar held ég að hvorki Grikkir né Mexíkóar myndu gangast við þessari matargerð. Það er líklega klisjukennt að kalla mat mexíkóskan bara af því notaðar eru tortillur eða grískan bara af því að notaður er fetaostur! 🙂 Burtséð frá því þá finnst mér alltaf svo skemmtilegt að týna fram hráefni sem ég á og reyna að búa til eitthvað gott úr því. Ég held að ástæðan sé tvíþætt, annars vegar finnst mér gott að vera sparsöm og geta nýtt það hráefni sem ég á út í ystu æsar. Hins vegar þá er spennandi að týna fram hráefni, sjá óljóst fyrir sér útkomuna og halda svo af stað í smá óvissuferð. Best er auðvitað þegar útkoman verður vel heppnuð og bragðgóð þó það heppnist auðvitað ekki alltaf. Að þessi sinni var matreiðslan ekki flókin enda þarf hún ekki að vera það til þess að útkoman verði góð!

Uppskrift:
  • 600 g nautahakkhakk
  • 1 egg
  • salt og grófmalaður svartur pipar
  • 1 tsk nautakraftur
  • annað gott kjötkrydd eftir smekk
  • olía og/eða smjör til steikingar
  • 150 g sveppir, niðursneiddir
Öllum hráefnunum er blandað vel saman. Stór kaka er mótuð úr hakkinu og hún sett á pönnuna. Pönnubuffið steikt á annarri hliðinni í nokkrar mínútur. Þegar sú hlið hefur náð góðri steikingarhúð er buffinu skipt í fjóra hluta og því snúið við og steikt þar til það er tilbúið. Þegar búið er að taka buffið af pönnunni er dálitlu smjör og/eða olíu bætt á pönnuna og sveppirnir steiktir.

Sósa:
  • 2 dl grísk jógúrt
  • 100 g fetaostur (fetaostkubbur án olíu)
  • 1 tsk mynta
  • 1 hvítlauksrif, pressað
  • maldon salt
  • grófmalaður pipar
  • 1 msk ólífuolía

Öllu blandað saman fyrir utan ólífuolíuna sem er dreift yfir sósuna eftir að hún hefur verið hrærð saman. Fyrir þá sem vilja sósu án kekkja er hægt að keyra jógúrtina og fetaostinn saman í matvinnsluvél í stutta stund áður en restinni af hráefnunum er bætt út í.

  • tortilla kökur
  • salat
  • gúrka, skorin í bita
  • tómatar, skorinn í bita
  • rauðlaukur, sneiddur þunnt

Tortillakökur eru hitaðar samkvæmt forskrift og borið fram með pönnubuffinu, grænmeti, steiktum sveppum og sósu.

IMG_8631

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.