Klessukaka með Daimrjóma


Klessukaka með daimrjómaÉg er loksins komin út úr ákveðinni matargerðarlægð sem ég hef verið í undanfarið. Ég hef prófað mig áfram með hina og þessa matrétti án þess að ég hafi verið nægilega sátt við útkomuna. Ég set ekkert hingað inn á bloggið nema það sem ég er mjög ánægð með og get hugsað mér að elda/baka aftur. Venjulega hef ég haft um margt að velja til að setja inn á bloggið en upp í síðkastið hef ég sem sagt verið að lenda í því að hafa bara ekkert fram að færa á blogginu. En sem betur fer þá held ég að þetta tímabil sé yfirstaðið og núna er ég með nokkrar spennandi uppskriftir sem bíða birtingar! 🙂

Sænsku klessukökurnar halda áfram að fara sigurför á heimilinu! Þessa bakaði ég um helgina og hún er auðvitað löngu búin! Grunndeigið er afskaplega gott. Í því er suðusúkkulaði en oftast nær er bara kakó í sænskum klessukökum (kladdköku). Fyrir þá sem vilja ekki daimrjómann er hægt að baka bara kökuna og skreyta hana með berjum eða sáldra bara yfir hana flórsykri og bera fram með hindberjasósu og vanilluís. Sjálf kakan er algjört gúmmelaði og Daimrjóminn er punkturinn yfir i-ið!IMG_8594

Uppskrift:

  • 200 g smjör
  • 200 g suðusúkkulaði
  • 4 egg
  • 2 dl sykur
  • 2 dl hveiti

Daimrjómi:

  • 3 dl rjómi
  • 1/2 – 1 msk kakó
  • 1 1/2 msk flórsykur
  • 1 tsk vanillusykur
  • 2 tvöfaldar pakkningar af Daim (56 g stk), samtals ca. 110 g

Ofn hitaður í 200 gráður undir/yfirhita. Smelluform (ca 24 cm) smurt að innan. Smjörið og súkkulaðið brætt varlega saman í potti. Egg og sykur þeytt þar til létt og ljóst. Þá er súkkulaðiblöndunni bætt út í. Að lokum er hveitinu bætt út í. Deiginu hellt í kökuformið og kakan bökuð við 200 gráður í ca 18-20 mínútur.  Kakan er þá kæld og gott er að láta hana svo standa í kæli í nokkra tíma áður en rjóminn er settur á og kakan borin fram.IMG_8603

Daimrjómi: Rjóminn er þeyttur ásamt kakói, vanillusykri og flórsykri sem hefur verið sigtað út í. Þá er Daimsúkkulaðið saxað og bætt út í þeytta rjómann með sleikju (það er gott að skilja smá eftir til að skreyta með) og Daimrjómanum því næst dreift yfir kökuna.IMG_8619

Ein hugrenning um “Klessukaka með Daimrjóma

  1. þessa á ég eftir að gera eins og margt annað á síðunni þinni .þessi síða er frábær.

  2. Þessi verður prófuð næst…er í smá veseni varðandi snickerskökuna sem ég þarf að tækla með þér einn góðan veðurdag…óstjórnlega góð en virðist of blaut og út um allt einhvern veginn ….þarf að fá leyndarmálið á bakvið að losa hana úr forminu til að byrja með 😉

    • Hæ Sólveig! 🙂
      Ég held að þú þurfir bara að bæta bökunartíma við Snickerskökuna, bakarofnar eru svo misjafnir. Það hljómar eins og kakan hafi ekki verið nægilega bökuð. Ég get losa mína auðveldlega úr forminu. Þó hún eigi að vera blaut þá má hún samt ekki vera út um allt! 🙂

  3. Klessukaka hefur verið í uppáhaldi á mínu heimili í yfir 20 ár, nákvæmlega sama uppskrift, en er tekin út úr ofninum meðan hún er enn mjúk / blaut í miðjunni og borðuð heit með þeyttum rjóma eða ís. Best þegar súkkulaðið lekur úr henni, annars þykir hún ofbökuð á mínu heimili, :

    • Já, það er frábært að bera hana fram heita en þá er auðvitað ekki hægt að setja rjómann ofan á kökuna, það væri hægt að bera hann fram með kökunni í staðinn! 🙂

  4. Mikið hlakka ég til að baka þessa og hvað þá að borða hana !!! Á vinnustaðnum mínum er bloggið þitt skoðað og rætt á hverjum degi. Allir að fara út fyrir þægindarrammann sinn í eldhúsinu og elda eitthvað nýtt og spennandi eftir þig 😉 takk fyrir frábæra síðu og yndislegar uppskriftir. Áfram þú!!!

    • Já, þú getur notað smjörlíki þó mér finnist bragðbetra að nota íslenskt smjör.

  5. Er með afmæli um helgina og var einmitt að leita að einhverri nýrri köku til að vera með – sé að hún er komin hérna, þú klikkar ekki Dröfn mín 🙂

  6. Er með saumaklúbb á morgun og ætla að gera þessa 🙂 Það eru allir að tala um þessa 😉 Kaka ársins 😉

  7. Var í saumó í gær þar sem þessi var á boðstólnum!!! SJÚKLEGA GÓÐ!!!
    Ætla svo að baka hana um helgina, verð með smá afmæliskaffi
    Hlakka MIKIÐ til að fá hana aftur 🙂

  8. Hún er geðveik góð (Þetta skrifaði átta ára sonur minn sem bakaði hana með mér:) )

  9. Ég bakaði þessa í dag og hún er þvílíkt sælgæti. Verður pottþétt bökuð oftar.

  10. Sæl.
    Ég hef eina spurningu.
    Ég bakaði þessa fyrir afmæli, ég bakaði hana í 22/23 cm smelluformiúr ikea. Var með á 200° yndir og yfir og var með kökuna akkurat fyrir miðju. Ég bakaði hana í 22 min. Svo þegar ég skar í gegnum hana var hún veeerulega blaut í miðjunni en vel bökuð útí endana. Hún var það blaut að þetta var eins og deig, sneiðin héllt sér ekki eins og á myndunum hjá þér, hún seig niður og „lak“ örlítið eins og þykk karamella. En hún var samt einstaklega bragðgóð og sló allveg í gegn þrátt fyrir „mistökin“. En hvað gæti ég hafa gert rangt, ég fór allveg eftir uððskriftinni og ég hef nú bakað ófáar kökurnar svo ég hugsa að þetta sé ekki ofninn… en hver veit.
    Skoða bloggið þitt oft og eru ófáar uppskriftir sem ég hef prufað hér 😉

    • Sæl Rósa María. Ég er enginn sérfræðingur en í þínum sporum myndi ég hafa hana neðarlega í ofninum næst og bæta við nokkrum mínútum við bökunartímann. Það hljómar hreinlega eins og kakan hafi bara ekki verið nægilega bökuð. Það er gott að reyna að meta svolítið bökunartímann með því að fylgjast með því hvort kantarnir séu farnir að losna frá forminu, koma við kökuna í miðjunni og einnig er hægt að nota prjón. Annars eru svona klessukökur voða góðar einmitt eins og þú lýsir, þegar þær „leka“ í miðjunni! 🙂

  11. Bakvísun: Vinsælustu eftirréttirnir | Eldhússögur

  12. Hafði þessa í eftirrétt í matarboði hér um daginn og hún sló all svakalega í gegn! Ætla að taka hana með í vinnukaffið á morgun! Slurp! 🙂

  13. Ég ákvað loksins að þakka fyrir mig. Ég er nýbyrjuð að búa og hef eldað margt af síðunni þinni og það hefur allt verið ljúffengt og auðvelt. Ég hef gert KFC kjúklinginn nokkrum sinnum og líka lasagne með beikon, en ég notaði chorizo í staðinn fyrir salami. Síðan hef ég líka gert focaccia brauðið sem var mjög gott. Í dag komst ég svo að því að ég get bakað kökur þegar ég prófaði þessa og hún var algjör dásemd. Var með frænkuboð og þær hökkuðu hana í sig. Öllum vinum sem ég hef boðið í mat finnst ég vera meistarakokkur, en ég held að allir sem elda eða baka eitthvað af síðunni þinni séu meistarakokkar því þetta er svo auðveldlega sett fram og frábærar uppskriftir. Takk kærlega fyrir mig og ég hlakka til að prófa næstu uppskrift af síðunni.

    • hei já. Gleymdi líka að ég gerði einu sinni pannacotta með hvítu súkkulaði og ástaraldin. Vinkonurnar spurðu hvort mér væri sama þó að þær sleiktu innan úr skálunum 🙂

      • Vá hvað það er gaman að fá svona góða kveðju, ég bara næstum því tárast! 🙂 Kærar þakkir Sunna, vonandi heldur þú áfram að nýta uppskriftirnar héðan! 🙂

  14. Bakvísun: GuA�dA?mleg klessukaka meA� DaimrjA?ma | Hun.is

Leave a Reply

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.