Kanilkaka


IMG_1488Við fjölskyldan fórum aftur í kvöldsund núna í vikunni, það er svo notarlegt að fara í heitan pott í myrkri og kulda! Þá borðum við klukkan sex og drífum okkur svo í Árbæjarlaugina. Þar leika krakkarnir sér og við Elfar náum að spjalla í rólegheitunum í nuddpottinum. Æðislegt, mæli með því! Fyrr þann sama dag bakaði ég köku sem ég ætla að gefa uppskriftina af. Þannig var nefnilega mál með vexti að Jóhanna Inga kom heim úr skólanum þann daginn og var svo ægilega svöng. Það kom svo í ljós að hún var ekki venjulega svöng heldur kökusvöng! 😉 Ég hafði beðið eftir tækifæri til þess að baka köku sem ég fann uppskrift af fyrir nokkru, kanilköku með haframjöli. Ég er mjög hrifin af öllu bakkelsi með kanil og var nokkuð viss um að mér þætti þessi kaka góð. Við mægður skelltum því í eina kanilköku og hún var rosalega einföld og góð. Hættulega góð á meðan hún er enn heit, nýkomin út úr ofninum!

Uppskrift

  • 4 dl sykur
  • 150 g smjör, brætt
  • 2 stór egg eða 3 lítil
  • 3 dl mjólk
  • 7 dl hveiti
  • 4 tsk vanillusykur
  • 3 tsk lyftiduft

Ofn hitaður í 225 gráður (undir og yfirhiti). Smjör og sykur þeytt saman þar til blandan verður létt og ljós. Þá er eggjunum bætt út í, einu og einu í senn. Því næst er mjólkinni bætt við og að lokum þurrefnunum. Deiginu helt í smurt kökuform (ég notaði form sem er 26 cm x 39 cm).

Stökkur kanil/hafratoppur

  • 200 gr smjör
  • 2 dl. sykur
  • 4 tsk kanil
  • 3 dl haframjöl

Smjörið brætt í potti. Potturinn tekinn af hellunni og restinni af hráefnunum bætt út í. Þá er blandað hituð og blandað saman. Blöndunni er síðan dreift yfir kökuna. Bökuð í ofni við 225 gráður í 15-20 mínútur. Látið ykkur ekki bregða þó að yfirborðið á kökunni verði hæðótt, þannig á það að vera!

IMG_1484

14 hugrenningar um “Kanilkaka

  1. „Egg og sykur þeytt saman þar til blandan verður létt og ljós – þá er eggjunum bætt út í …. “
    Þarf ekki aðeins að leiðrétta þetta ??
    Annars fínar uppskriftir hjá þér altaf.

  2. Það er einhver villa í þessu – þeyta sykur og egg saman en svo kemur að bæta eigi eggi saman við einu í einu…………….????? kv. Arndís

    • Ég var búin að laga þetta, það stendur núna þeyta saman smjör og sykur í uppskriftinni, eins og sést á kommentinu hér fyrir ofan! 🙂

  3. Sonur minn á afmæli núna 31 desember.. mig grunar að allt bakkelsi í þeirri veislu verður héðan.. 😉 … það verður þó erfitt val.. 😀

    • Gaman að heyra það Anna Sigga! 🙂 Mér finnst alltaf fara minnst af svona sandkökum í afmælum, fólk vill meira gúmmelaði, marengs-, súkkulaðikökur og svoleiðis! Ég mæli með skúffukökunni, Pippkökunni, annarri hvorri Pavlovunni, annarri hvorri ostakökunni (bökuð eða óbökuð) og svo hindberjabökunni eða banana/karamellubökunni! 🙂

  4. sammála því.. hindberjakakan er löngu komin á listann.. við systurnar og mamma erum búnar að gera pippkökuna þó nokkrum sinnum með mismundandi pippi þannig að já mér finnst líklegt að hún verði á boðstólunum líka.. svo einföld og þægileg.. ég hef aldrei gert Pavlovu, eitthvað rög við að hún misheppnist.. en langar að prófa hana..

    • Ég hvet þig til að prófa Pavlovuna. Það er ekkert mál að gera hana. Enn auðveldara er að gera Pavlovu í fínu formi. Gangi þér vel! 🙂

    • Það stendur í textanum:

      Bökuð í ofni við 225 gráður í 15-20 mínútur. Látið ykkur ekki bregða þó að yfirborðið á kökunni verði hæðótt, þannig á það að vera!

Skildu eftir svar við Anna Sigga Hætta við svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.