Stökkir Marsmolar


IMG_6182

Þá er fallega jólatréð okkar í garðinum loksins farið að skína! Elsku maðurinn minn sýndi aðdáunarverða stillingu þegar hann fór með seríuna þrisvar í viðgerð, fór þrjár ferðir til að kaupa fleiri og fleiri perur og setti seríuna einu sinni í tréð en þurfti að taka hana niður aftur þegar hún virkaði ekki! Eftir þriggja vikna basl fram og tilbaka fékk hann loks nýja seríu sem er komin í tréð og verður líklega ekki tekin niður á milli jóla héðan í frá! 😉

IMG_6217

Elfar, sem er nýbúinn að eignast Iphone, skjalfesti ferlið vel og vandlega! Þeir sem fylgjast með honum á Instagram fengu þetta beint í æð allan daginn! 🙂

Tré

Ég hef eytt öllum mínum tíma í ritgerðina undanfarið og hef engan tíma haft til að njóta aðventunnar almennilega finnst mér. Mér tókst núna um helgina að senda frá mér tæplega 27 þúsund orð til leiðbeinandans sem þýðir að ef að hún er sátt þá á ég ekki langt í land! 🙂 Ég leyfði mér af því tilefni að búa til dálítið jólanammi. Þetta er klárlega stysta uppskriftin sem ég hef sett hér inn! Þá meina ég bæði að í uppskriftinni eru fá hráefni og hún er afar fljótleg að útbúa. En þetta er mögulega líka ein bragðbesta uppskriftin á blogginu! Enda getur það varla klikkað þegar maður tekur súkkulaðistykki og bætir við það meira gúmmelaði! 🙂 Næst ætla ég að prófa að nota Snickers, það er örugglega hrikalega gott! Þetta eru sjúklega góðir bitar, þið verðið bara að prófa.

IMG_6189

Uppskrift:

  • 4 mars
  • 90 gr smjör
  • 60 gr Rice Krispies

Smjör og Mars brætt saman í potti við vægan hita þar til það er bráðnað saman. Þá er potturinn tekinn af hellunni og Rice Krispies bætt út í. Því næst eru mótaði litlir molar með skeið (ég lagði þá í skeiðina og mótaði þá aðeins til með fingrunum líka) og þeir lagðir á bökunarpappír. Molarnir látnir kólna. Molana þarf ekki að setja í kæli, þeir harðna og verða stökkir og góðir við stofuhita.

IMG_6179

12 hugrenningar um “Stökkir Marsmolar

  1. Stór plús í kladdann frá Kellogg manninum í Michigan. Við setjum þetta í vinnslu á mínu heimili.

    • Frábært, gaman að fá plús í kladdann frá höfuðstöðvunum sjálfum! 🙂 Bið að heilsa herra Kellogg og fjölskyldunni i Michigan! (nú bíð ég bara eftir því að heyra frá Mars verksmiðjunni)

  2. þessi var að detta á barnaafmælislistann.. 😉 … Gangi þér vel á seinustu metrunum í ritgerðinni!

  3. Bakvísun: Laxarúllur | Eldhússögur

  4. Ef ég geri þá nokkrum dögum fyrr, ætti ég að geyma þá í frosti eða kæli? kv Ein sem er sjúklega spennt að prófa!

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.